Meðferð er arðbær fjárfesting Mikael Torfason skrifar 10. maí 2014 10:00 Á morgun lýkur árlegri álfasölu SÁÁ en í tuttugu og fimm ár hafa samtökin selt álfa til að fjármagna starfsemina. Í ár er yfirskrift söluátaksins: „Álfurinn fyrir unga fólkið“ en söfnunin hófst formlega á miðvikudag og þá fylgdi sérstakt edrúblað SÁÁ með Fréttablaðinu. Formaður samtakanna, Arnþór Jónsson, ritaði grein í blaðið og sagði að allt söfnunarfé myndi renna til rekstrar unglingadeildar á Vogi. Hann benti einnig á að rannsóknir sýna að besta fjárfestingin í baráttu við ofneyslu vímuefna sé meðferð. Meðferð er til dæmis „mun arðbærari en lögregluaðgerðir, félagsleg úrræði og forvarnarherferðir“. Meðferð getur breytt öllu og á Íslandi eigum við ótal hetjusögur af fólki sem hefur snúið við blaðinu. Áfengis- og vímuefnasýki er að mörgu leyti þjóðarsjúkdómur Íslendinga. Nærri tveir af hverjum tíu karlmönnum á Íslandi munu einhvern tíma á lífsleiðinni fara á sjúkrahúsið Vog í afeitrun. Ein af hverjum tíu konum er líkleg til að feta sömu slóð og fá hjálp við að verða edrú. Í fyrrnefndri grein sinni á miðvikudag skrifar Arnþór að „fyrir hverja krónu sem sett er í meðferð við þessum sjúkdómi koma rúmlega sjö krónur til baka til samfélagsins. Þar af skila rúmlega tvær krónur sér til baka strax á fyrsta árinu.“ Við Íslendingar höfum alltaf tekið beiðni alkóhólista og SÁÁ um hjálp fagnandi. Vogur var til dæmis byggður fyrir söfnunarfé. Íslenska þjóðin lagðist á eitt og ákvað að styrkja alkóhólista og fjölskyldur þeirra og fjármagna byggingu á Vogi en sjúkrahúsið var tekið í notkun fyrir þrjátíu árum. Nú biðlar SÁÁ enn og aftur til þjóðarinnar en rekstur samtakanna hefur gengið verr eftir hrun. Þá lækkuðu fjárveitingar ríkisins til Vogs og SÁÁ og síðustu fimm ár hafa samtökin þurft að fjármagna sjálf um fimmtung af kostnaðinum við rekstur sjúkrahússins. Í fyrra nam upphæðin sem samtökin sjálf settu inn í reksturinn tvö hundruð milljónum og ekki þarf minna í ár en að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, eru nú um þrjú hundruð manns á biðlista eftir meðferð. Þetta er „fólk í mikilli neyslu“, sagði Þórarinn í frétt Fréttablaðsins í gær. Í fréttinni segir enn fremur að lokanir hjá SÁÁ í sumar verði þær mestu í sögu samtakanna. Vík og Staðarfelli verður lokað frá 20. júní og fram í ágúst, auk þess sem göngudeildum í Reykjavík og á Akureyri verður lokað. Hjá SÁÁ vonast fólk eftir auknum fjárframlögum frá hinu opinbera svo samtökin geti hafið starfsemi af fullum krafti eftir sumarlokanir. En nú um helgina biðla samtökin til okkar allra að taka vel á móti álfasölufólki og styðja við bakið á unga fólkinu sem þarf á hjálp að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun
Á morgun lýkur árlegri álfasölu SÁÁ en í tuttugu og fimm ár hafa samtökin selt álfa til að fjármagna starfsemina. Í ár er yfirskrift söluátaksins: „Álfurinn fyrir unga fólkið“ en söfnunin hófst formlega á miðvikudag og þá fylgdi sérstakt edrúblað SÁÁ með Fréttablaðinu. Formaður samtakanna, Arnþór Jónsson, ritaði grein í blaðið og sagði að allt söfnunarfé myndi renna til rekstrar unglingadeildar á Vogi. Hann benti einnig á að rannsóknir sýna að besta fjárfestingin í baráttu við ofneyslu vímuefna sé meðferð. Meðferð er til dæmis „mun arðbærari en lögregluaðgerðir, félagsleg úrræði og forvarnarherferðir“. Meðferð getur breytt öllu og á Íslandi eigum við ótal hetjusögur af fólki sem hefur snúið við blaðinu. Áfengis- og vímuefnasýki er að mörgu leyti þjóðarsjúkdómur Íslendinga. Nærri tveir af hverjum tíu karlmönnum á Íslandi munu einhvern tíma á lífsleiðinni fara á sjúkrahúsið Vog í afeitrun. Ein af hverjum tíu konum er líkleg til að feta sömu slóð og fá hjálp við að verða edrú. Í fyrrnefndri grein sinni á miðvikudag skrifar Arnþór að „fyrir hverja krónu sem sett er í meðferð við þessum sjúkdómi koma rúmlega sjö krónur til baka til samfélagsins. Þar af skila rúmlega tvær krónur sér til baka strax á fyrsta árinu.“ Við Íslendingar höfum alltaf tekið beiðni alkóhólista og SÁÁ um hjálp fagnandi. Vogur var til dæmis byggður fyrir söfnunarfé. Íslenska þjóðin lagðist á eitt og ákvað að styrkja alkóhólista og fjölskyldur þeirra og fjármagna byggingu á Vogi en sjúkrahúsið var tekið í notkun fyrir þrjátíu árum. Nú biðlar SÁÁ enn og aftur til þjóðarinnar en rekstur samtakanna hefur gengið verr eftir hrun. Þá lækkuðu fjárveitingar ríkisins til Vogs og SÁÁ og síðustu fimm ár hafa samtökin þurft að fjármagna sjálf um fimmtung af kostnaðinum við rekstur sjúkrahússins. Í fyrra nam upphæðin sem samtökin sjálf settu inn í reksturinn tvö hundruð milljónum og ekki þarf minna í ár en að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, eru nú um þrjú hundruð manns á biðlista eftir meðferð. Þetta er „fólk í mikilli neyslu“, sagði Þórarinn í frétt Fréttablaðsins í gær. Í fréttinni segir enn fremur að lokanir hjá SÁÁ í sumar verði þær mestu í sögu samtakanna. Vík og Staðarfelli verður lokað frá 20. júní og fram í ágúst, auk þess sem göngudeildum í Reykjavík og á Akureyri verður lokað. Hjá SÁÁ vonast fólk eftir auknum fjárframlögum frá hinu opinbera svo samtökin geti hafið starfsemi af fullum krafti eftir sumarlokanir. En nú um helgina biðla samtökin til okkar allra að taka vel á móti álfasölufólki og styðja við bakið á unga fólkinu sem þarf á hjálp að halda.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun