Menning

Meistarastykki Ásmundar

Ásmundur við stólinn góða.
Ásmundur við stólinn góða. Mynd/Sigríður Zoëga
Sýningin Meistarahendur var opnuð í Ásmundarsafni á laugardaginn. Þar gefur að líta verk sem spanna feril Ásmundar Sveinssonar og sýna vel þróunina sem varð á sýn hans í gegnum tíðina. Meðal verka er sveinsstykki Ásmundar, útskorinn stóll frá námsárum hans, og höggmyndir sem hann gerði sem nemandi við sænsku ríkisakademíuna. Síðar komu stórbrotin meistaraverk sem lofsyngja íslenska alþýðu, sagnir og náttúru og loks er á sýningunni fjöldi abstraktverka sem listamaðurinn vann á síðustu áratugum ævi sinnar.



Eitt af þeim fjölmörgu verkum sem verða á sýningunni Meistarahendur er útskorinn stóll sem Ásmundur Sveinsson gerði meðan hann var í tréskurðarnámi hjá Ríkharði Jónssyni. Ásmundur vann á árunum 1915-1919 á vinnustofu Ríkharðs og lærði þar frumatriði í dráttlist og hefðbundin handbrögð í tréskurði. Hann smíðaði meðal annars blaðhnífa, pennastöng og öskjur og skar að auki út skraut á skápa og stólbök.


Tengdar fréttir

Með götudans í blóðinu

Natasha Monay Royal hefur verið að kenna götudans á Íslandi síðan um aldamótin en hún segir þetta allt hafa byrjað í partíi í Kolaportinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×