Quarashi gefur út fyrsta lagið í áratug Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2014 07:00 Quarashi kemur saman á einum tónleikum á Þjóðhátíð í Eyjum. „Lagið heitir Rock On og inniheldur vísanir í upphafsár Quarashi,“ segir Sölvi Blöndal, meðlimur hljómsveitarinnar Quarashi sem á fimmtudag gefur út sitt fyrsta nýja lag í tíu ár. Quarashi er ein vinsælasta hljómsveit Íslandssögunnar en hún var stofnuð árið 1996 og starfaði til ársins 2005. Síðasta platan sem sveitin gaf út er Guerilla Disco en hún kom út árið 2004. Rock On kemur út á Spotify og Youtube og er hluti af stærri útgáfu sem sveitin stefnir á seinna á þessu ári. „Til að ná upprunalega sándinu voru grafnar upp upptökugræjur sem voru í notkun í byrjun tíunda áratugarins auk annarra hjálpartækja sem þóttu ómissandi við upptökur á tónlist Quarashi á þessum tíma. Við reyndum að endurskapa stemninguna árið 1996,“ bætir Sölvi við. Quarashi kemur saman aftur á einum tónleikum á þessu ári, í Herjólfsdal á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Þá stíga allir upprunalegu meðlimirnir á svið; Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted og Ómar „Swarez“ Hauksson. Auk þess verður Egill „Tiny“ Thorarensen með bandinu en hann kom í stað Höskuldar þegar hann yfirgaf sveitina árið 2002.Nutu gríðarlegra vinsælda um heim allan * Quarashi seldi um 400.000 plötur á heimsvísu á ferlinum * Sveitin hefur unnið með heimsþekktum listamönnum eins og Cypress Hill, Eminem, Weezer og Prodigy * Allar breiðskífur sveitarinnar fóru í gullsölu á Íslandi Tengdar fréttir Quarashi snýr aftur á Þjóðhátíð Hljómsveitin Quarashi kemur aftur saman á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. 10. apríl 2014 09:00 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Lagið heitir Rock On og inniheldur vísanir í upphafsár Quarashi,“ segir Sölvi Blöndal, meðlimur hljómsveitarinnar Quarashi sem á fimmtudag gefur út sitt fyrsta nýja lag í tíu ár. Quarashi er ein vinsælasta hljómsveit Íslandssögunnar en hún var stofnuð árið 1996 og starfaði til ársins 2005. Síðasta platan sem sveitin gaf út er Guerilla Disco en hún kom út árið 2004. Rock On kemur út á Spotify og Youtube og er hluti af stærri útgáfu sem sveitin stefnir á seinna á þessu ári. „Til að ná upprunalega sándinu voru grafnar upp upptökugræjur sem voru í notkun í byrjun tíunda áratugarins auk annarra hjálpartækja sem þóttu ómissandi við upptökur á tónlist Quarashi á þessum tíma. Við reyndum að endurskapa stemninguna árið 1996,“ bætir Sölvi við. Quarashi kemur saman aftur á einum tónleikum á þessu ári, í Herjólfsdal á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Þá stíga allir upprunalegu meðlimirnir á svið; Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted og Ómar „Swarez“ Hauksson. Auk þess verður Egill „Tiny“ Thorarensen með bandinu en hann kom í stað Höskuldar þegar hann yfirgaf sveitina árið 2002.Nutu gríðarlegra vinsælda um heim allan * Quarashi seldi um 400.000 plötur á heimsvísu á ferlinum * Sveitin hefur unnið með heimsþekktum listamönnum eins og Cypress Hill, Eminem, Weezer og Prodigy * Allar breiðskífur sveitarinnar fóru í gullsölu á Íslandi
Tengdar fréttir Quarashi snýr aftur á Þjóðhátíð Hljómsveitin Quarashi kemur aftur saman á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. 10. apríl 2014 09:00 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Quarashi snýr aftur á Þjóðhátíð Hljómsveitin Quarashi kemur aftur saman á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. 10. apríl 2014 09:00