Öfgakennd yfirhalning Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 14. maí 2014 00:00 Nú kveð ég skóla í bili eftir tæp 20 ár á bekknum. Síðastliðnar vikur hef ég verið á þönum að binda lausa enda. Hápunkturinn var líklega þegar ég fékk mastersverkefnið í hendurnar á prentstofunni klukkan sex á skiladegi. Þá hafði ég um það bil fjórtán sekúndur til stefnu svo ég hjólaði með það í munninum yfir í Háskólann, mætti svo eldrauð í framan og ældi næstum á borðið á skrifstofunni af stressi og áreynslu. En það hafðist. Svo nú þegar flestallt er komið í höfn og hálfgert sumarfrí í sjónmáli líður mér auðvitað eins og allt sé að fara úr böndunum. Það fyrsta sem ég gerði til að bregðast við þessu skyndilega stjórnleysi var að panta mér alla hugsanlega læknatíma sem mér datt í hug. Ég byrjaði á að skella mér til háls-, nef- og eyrnalæknis og greiða þar 5.600 krónur fyrir að panta fyrir mig annan tíma í ágúst. Næst ætla ég í tékk til húðlæknis, svo ætla ég að heilsa upp á tannlækninn minn og að lokum í reglulega leghálsskoðun. Sýslumaðurinn í Kópavogi má svo búast við mér á næstu dögum með tékklista. Það er í raun ótrúlegt hvað sá maður sinnir mörgum erindum. Fyrir utan hvað hann er illa staðsettur, maður þarf eiginlega að vera búinn að safna í góðan lista áður en maður gerir sér ferð þangað. Og ég er búin að því. Þetta er allt partur af prúgrammet. Átakið ber titilinn Betri manneskja 2014. Hjólið mitt fer heldur ekki varhluta af þessu átaki, því það er komið með bjöllu og bögglabera, bremsurnar komnar í lag og gírarnir líka. Nú get ég sem sagt látið mig gossa niður Njarðargötuna án þess að fara með Faðirvorið fyrir fram. En allir þessir læknatímar og aukadót fyrir mig og hjólið mitt kosta skildinginn. Prúgrammet er ekki frítt. Gleðifréttirnar í þessum hafsjó útgjalda eru hins vegar þær að síminn minn er enn á lífi eftir óvænta sundferð í salernið. Hann þurfti tveggja sólarhringa legu í hrísgrjónapoka. Það var ódýr læknismeðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Nú kveð ég skóla í bili eftir tæp 20 ár á bekknum. Síðastliðnar vikur hef ég verið á þönum að binda lausa enda. Hápunkturinn var líklega þegar ég fékk mastersverkefnið í hendurnar á prentstofunni klukkan sex á skiladegi. Þá hafði ég um það bil fjórtán sekúndur til stefnu svo ég hjólaði með það í munninum yfir í Háskólann, mætti svo eldrauð í framan og ældi næstum á borðið á skrifstofunni af stressi og áreynslu. En það hafðist. Svo nú þegar flestallt er komið í höfn og hálfgert sumarfrí í sjónmáli líður mér auðvitað eins og allt sé að fara úr böndunum. Það fyrsta sem ég gerði til að bregðast við þessu skyndilega stjórnleysi var að panta mér alla hugsanlega læknatíma sem mér datt í hug. Ég byrjaði á að skella mér til háls-, nef- og eyrnalæknis og greiða þar 5.600 krónur fyrir að panta fyrir mig annan tíma í ágúst. Næst ætla ég í tékk til húðlæknis, svo ætla ég að heilsa upp á tannlækninn minn og að lokum í reglulega leghálsskoðun. Sýslumaðurinn í Kópavogi má svo búast við mér á næstu dögum með tékklista. Það er í raun ótrúlegt hvað sá maður sinnir mörgum erindum. Fyrir utan hvað hann er illa staðsettur, maður þarf eiginlega að vera búinn að safna í góðan lista áður en maður gerir sér ferð þangað. Og ég er búin að því. Þetta er allt partur af prúgrammet. Átakið ber titilinn Betri manneskja 2014. Hjólið mitt fer heldur ekki varhluta af þessu átaki, því það er komið með bjöllu og bögglabera, bremsurnar komnar í lag og gírarnir líka. Nú get ég sem sagt látið mig gossa niður Njarðargötuna án þess að fara með Faðirvorið fyrir fram. En allir þessir læknatímar og aukadót fyrir mig og hjólið mitt kosta skildinginn. Prúgrammet er ekki frítt. Gleðifréttirnar í þessum hafsjó útgjalda eru hins vegar þær að síminn minn er enn á lífi eftir óvænta sundferð í salernið. Hann þurfti tveggja sólarhringa legu í hrísgrjónapoka. Það var ódýr læknismeðferð.