Verðlaun fyrir fórnfýsi og frumkvæði Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. maí 2014 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti í gær Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Þetta var í níunda sinn sem verðlaunin eru afhent. Athöfnin er alltaf sérstakt ánægjuefni, enda er verðlaunaafhendingunni ætlað að beina athyglinni að góðu og fórnfúsu starfi í þágu samfélags okkar, starfi sem oft fer ekki hátt og er jafnvel stundað af sjálfboðaliðum utan venjulegs vinnutíma og utan kastljóss fjölmiðlanna. Sem einn útbreiddasti fjölmiðill landsins lítur Fréttablaðið á það sem hluta af sinni samfélagslegu skyldu að hampa þessum góðu verkum og verðlauna þau ekki eingöngu, heldur fjalla um þau í framhaldinu. Við valið á verðlaunahöfum nýtur blaðið liðsinnis lesenda sinna. Ferlið hefur verið með sama hætti í níu ár; auglýst er eftir tilnefningum í byrjun árs og dómnefnd velur svo úr ábendingunum sem berast á netinu eða í pósti. Að þessu sinni bárust hátt á fjórða hundrað tilnefningar frá lesendum. Í ár hlýtur Klúbburinn Geysir aðalverðlaun Samfélagsverðlaunanna, 1,2 milljónir króna. Klúbburinn á fimmtán ára starfsafmæli í haust og hefur á starfstíma sínum hjálpað fjölda fólks að fóta sig í lífinu eftir geðræn veikindi. Í tilnefningum frá lesendum kom fram að sumir þakka Geysi hreinlega líf sitt – þar er unnið merkilegt og fórnfúst starf, sem full ástæða er til að styrkja og vekja athygli á. Hljómsveitin Pollapönk, sem gerði garðinn frægan í Kaupmannahöfn um síðustu helgi, fékk Samfélagsverðlaunin í flokknum gegn fordómum. Pollapönkararnir hafa árum saman lagt sitt af mörkum til að bæta samfélagið með tónlistarflutningi sínum og textasmíðum sem höfða ekki sízt til yngri kynslóðarinnar. Nú gafst þeim einstakt tækifæri til að koma sínum jákvæða boðskap á framfæri við hundruð milljóna Evrópubúa og var vel við hæfi að samfagna hljómsveitinni við heimkomuna eftir góða frammistöðu í Eurovision-keppninni. Í flokknum frá kynslóð til kynslóðar fengu Móðurmál, samtök um tvítyngi, Samfélagsverðlaunin. Þau hafa í tuttugu ár staðið að kennslu þar sem börnum á ólíkum aldri er hjálpað að viðhalda móðurmáli sínu. Bráðlega verða kennd 22 tungumál hjá samtökunum og starf þeirra verður æ mikilvægara í sífellt fjölbreytilegra samfélagi. Hvunndagshetja ársins er Sigurður Hallvarðsson, sem hefur þrátt fyrir erfið veikindi safnað háum fjárhæðum til góðgerðamála. Í fyrra gekk hann áheitagöngu frá Hveragerði til Reykjavíkur til að safna fyrir Ljósið og fyrir stuttu notaði hann tímann í hvíldarinnlögn á líknardeild til að safna fyrir langveik börn í Rjóðrinu. Síðast en ekki sízt hlaut Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri í Langholtskirkju, heiðursverðlaun Samfélagsverðlaunanna. Hann fagnar á árinu 50 ára starfsafmæli og getur litið yfir farinn veg með stolti, búinn að ala upp margar kynslóðir tónlistarfólks í ótal kórum og hefur sett mark sitt rækilega á íslenzkt tónlistarlíf. Hér með er verðlaunahöfunum og öllum þeim sem jafnframt voru tilnefnd til Samfélagsverðlaunanna óskað innilega til hamingju. Þau starfa á ólíkum sviðum samfélagsins en hafa sýnt markvert frumkvæði og eru öðrum góð fyrirmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Ólafur Stephensen Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti í gær Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Þetta var í níunda sinn sem verðlaunin eru afhent. Athöfnin er alltaf sérstakt ánægjuefni, enda er verðlaunaafhendingunni ætlað að beina athyglinni að góðu og fórnfúsu starfi í þágu samfélags okkar, starfi sem oft fer ekki hátt og er jafnvel stundað af sjálfboðaliðum utan venjulegs vinnutíma og utan kastljóss fjölmiðlanna. Sem einn útbreiddasti fjölmiðill landsins lítur Fréttablaðið á það sem hluta af sinni samfélagslegu skyldu að hampa þessum góðu verkum og verðlauna þau ekki eingöngu, heldur fjalla um þau í framhaldinu. Við valið á verðlaunahöfum nýtur blaðið liðsinnis lesenda sinna. Ferlið hefur verið með sama hætti í níu ár; auglýst er eftir tilnefningum í byrjun árs og dómnefnd velur svo úr ábendingunum sem berast á netinu eða í pósti. Að þessu sinni bárust hátt á fjórða hundrað tilnefningar frá lesendum. Í ár hlýtur Klúbburinn Geysir aðalverðlaun Samfélagsverðlaunanna, 1,2 milljónir króna. Klúbburinn á fimmtán ára starfsafmæli í haust og hefur á starfstíma sínum hjálpað fjölda fólks að fóta sig í lífinu eftir geðræn veikindi. Í tilnefningum frá lesendum kom fram að sumir þakka Geysi hreinlega líf sitt – þar er unnið merkilegt og fórnfúst starf, sem full ástæða er til að styrkja og vekja athygli á. Hljómsveitin Pollapönk, sem gerði garðinn frægan í Kaupmannahöfn um síðustu helgi, fékk Samfélagsverðlaunin í flokknum gegn fordómum. Pollapönkararnir hafa árum saman lagt sitt af mörkum til að bæta samfélagið með tónlistarflutningi sínum og textasmíðum sem höfða ekki sízt til yngri kynslóðarinnar. Nú gafst þeim einstakt tækifæri til að koma sínum jákvæða boðskap á framfæri við hundruð milljóna Evrópubúa og var vel við hæfi að samfagna hljómsveitinni við heimkomuna eftir góða frammistöðu í Eurovision-keppninni. Í flokknum frá kynslóð til kynslóðar fengu Móðurmál, samtök um tvítyngi, Samfélagsverðlaunin. Þau hafa í tuttugu ár staðið að kennslu þar sem börnum á ólíkum aldri er hjálpað að viðhalda móðurmáli sínu. Bráðlega verða kennd 22 tungumál hjá samtökunum og starf þeirra verður æ mikilvægara í sífellt fjölbreytilegra samfélagi. Hvunndagshetja ársins er Sigurður Hallvarðsson, sem hefur þrátt fyrir erfið veikindi safnað háum fjárhæðum til góðgerðamála. Í fyrra gekk hann áheitagöngu frá Hveragerði til Reykjavíkur til að safna fyrir Ljósið og fyrir stuttu notaði hann tímann í hvíldarinnlögn á líknardeild til að safna fyrir langveik börn í Rjóðrinu. Síðast en ekki sízt hlaut Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri í Langholtskirkju, heiðursverðlaun Samfélagsverðlaunanna. Hann fagnar á árinu 50 ára starfsafmæli og getur litið yfir farinn veg með stolti, búinn að ala upp margar kynslóðir tónlistarfólks í ótal kórum og hefur sett mark sitt rækilega á íslenzkt tónlistarlíf. Hér með er verðlaunahöfunum og öllum þeim sem jafnframt voru tilnefnd til Samfélagsverðlaunanna óskað innilega til hamingju. Þau starfa á ólíkum sviðum samfélagsins en hafa sýnt markvert frumkvæði og eru öðrum góð fyrirmynd.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun