Mattheusarpassían lík himnaríki á jörð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. maí 2014 12:30 Ingvar Jón Bates, formaður Kórs Langholtskirkju, segir forréttindi að taka þátt í flutningi Mattheusarpassíunnar. Fréttablaðið/GVA „Það er friður og heiðríkja yfir Mattheusarpassíunni. Hún er dálítið eins og himnaríki á jörð. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í flutningi hennar,“ segir Ingvar Jón Bates Gíslason, formaður Kórs Langholtskirkju. Kórinn ræðst í það stórvirki að flytja Mattheusarpassíuna nú á laugardaginn í kirkjunni, ásamt tvöfaldri hljómsveit, Gradualekór og einsöngvurum. Benedikt Kristjánsson verður í hlutverki guðspjallamannsins, Bergþór Pálsson sem Jesús og Davíð Ólafsson sem Pílatus. Öllu stjórnar svo Jón Stefánsson sem heldur upp á 50 ára starfsafmæli sem organisti og kórstjóri Langholtskirkju. Ingvar Jón segir Mattheusarpassíuna það verk Bachs sem hvað sjaldnast er flutt vegna þess hve stórt það sé í sniðum. „Það eru tvær hljómsveitir og tveir konsertmeistarar sem koma fram," lysir hann og heldur áfram. „Bach var að leika sér með effekta í þessu verki. Kirkjukórnum okkar er splittað upp í tvo kóra sem koma hvor úr sinni áttinni og hljómsveitirnar spila ýmist önnur eða báðar, sterkt eða veikt.“ Þetta er fjórða stóra Bach-tónverkið sem Ingvar Jón syngur í á fjórum árum. Hann tók meðal annars þátt í Jóhannesarpassíunni með Kammerkór Grafarvogskirkju í apríl.Kórinn Kirkjukórnum verður splittað upp í tvo og einnig syngur Gradualekórinn.„Ég söng Jóhannesarpassíuna fyrst 2011 með Mótettukórnum og það var gaman að upplifa hana aftur í síðasta mánuði. Þá lifnaði Mattheusarpassían við fyrir mér. Þó eru þetta ólík tónverk,“ segir Ingvar Jón sem einnig syngur með Mótettukórnum og svo á hinum og þessum stöðum, bæði við útfarir og í öðrum verkefnum. Ingvar Jón er arkitekt að mennt, lærði í Árósum í Danmörku, lauk doktorsnámi í Prag og vann á stofu hér á landi þegar hrunið varð. Nú nemur hann verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík og segir það gríðarlega skemmtilegt enda geti þau fræði nýst á flestum stöðum. Hann fór í meirapróf eftir að hann missti vinnuna og hefur starfað sem bílstjóri á hópferðabílum. „Ég starfa meðal annars hjá Strætó og síðustu tvö sumur hef ég verið í Finnmörku í Noregi og keyrt ferðamenn á nyrsta odda landsins, Nord Kap,“ lýsir hann. En skyldi hann stundum taka lagið fyrir ferðamennina? „Nei, en ég spila klassík af diskum eða stilli á útvarpsstöðina Rondó. Strætófarþegar hafa tekið aukahring með mér því þeir tímdu ekki að fara út í loka-alt-aríunni úr Tristan og Ísold eftir Wagner.“ Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Það er friður og heiðríkja yfir Mattheusarpassíunni. Hún er dálítið eins og himnaríki á jörð. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í flutningi hennar,“ segir Ingvar Jón Bates Gíslason, formaður Kórs Langholtskirkju. Kórinn ræðst í það stórvirki að flytja Mattheusarpassíuna nú á laugardaginn í kirkjunni, ásamt tvöfaldri hljómsveit, Gradualekór og einsöngvurum. Benedikt Kristjánsson verður í hlutverki guðspjallamannsins, Bergþór Pálsson sem Jesús og Davíð Ólafsson sem Pílatus. Öllu stjórnar svo Jón Stefánsson sem heldur upp á 50 ára starfsafmæli sem organisti og kórstjóri Langholtskirkju. Ingvar Jón segir Mattheusarpassíuna það verk Bachs sem hvað sjaldnast er flutt vegna þess hve stórt það sé í sniðum. „Það eru tvær hljómsveitir og tveir konsertmeistarar sem koma fram," lysir hann og heldur áfram. „Bach var að leika sér með effekta í þessu verki. Kirkjukórnum okkar er splittað upp í tvo kóra sem koma hvor úr sinni áttinni og hljómsveitirnar spila ýmist önnur eða báðar, sterkt eða veikt.“ Þetta er fjórða stóra Bach-tónverkið sem Ingvar Jón syngur í á fjórum árum. Hann tók meðal annars þátt í Jóhannesarpassíunni með Kammerkór Grafarvogskirkju í apríl.Kórinn Kirkjukórnum verður splittað upp í tvo og einnig syngur Gradualekórinn.„Ég söng Jóhannesarpassíuna fyrst 2011 með Mótettukórnum og það var gaman að upplifa hana aftur í síðasta mánuði. Þá lifnaði Mattheusarpassían við fyrir mér. Þó eru þetta ólík tónverk,“ segir Ingvar Jón sem einnig syngur með Mótettukórnum og svo á hinum og þessum stöðum, bæði við útfarir og í öðrum verkefnum. Ingvar Jón er arkitekt að mennt, lærði í Árósum í Danmörku, lauk doktorsnámi í Prag og vann á stofu hér á landi þegar hrunið varð. Nú nemur hann verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík og segir það gríðarlega skemmtilegt enda geti þau fræði nýst á flestum stöðum. Hann fór í meirapróf eftir að hann missti vinnuna og hefur starfað sem bílstjóri á hópferðabílum. „Ég starfa meðal annars hjá Strætó og síðustu tvö sumur hef ég verið í Finnmörku í Noregi og keyrt ferðamenn á nyrsta odda landsins, Nord Kap,“ lýsir hann. En skyldi hann stundum taka lagið fyrir ferðamennina? „Nei, en ég spila klassík af diskum eða stilli á útvarpsstöðina Rondó. Strætófarþegar hafa tekið aukahring með mér því þeir tímdu ekki að fara út í loka-alt-aríunni úr Tristan og Ísold eftir Wagner.“
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira