Nýr hjartaknúsari fæddur Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. maí 2014 09:00 Guðmundur Þórarinsson er hér með einn af sínum bestu vinum, gítarinn. mynd/einkasafn „Ég samdi þetta lag þegar ég var að spila í Vestmannaeyjum sumarið 2012, eru ástarlög ekki alltaf tengd einhverri sérstakri manneskju,“ segir knattspyrnukappinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson en lag hans, sem nefnist Bálskotinn, hefur slegið í gegn á netinu. Lagið gaf hann út á Youtube fyrir um mánuði. „Ég er mjög ánægður með viðtökurnar, það er frábært að sjá að fólk er að fíla þetta.“ Lagið hafði gerjast í höfði Guðmundar í um eitt ár áður en hann hljóðritaði lagið. „Ég fékk aðstoð frá góðum vini mínum, Fannari Frey Magnússyni, en hann hefur verið mín hægri hönd í tónlistinni,“ bætir Guðmundur við. Lagið er meðal annars þekkt fyrir að vera eitt aðallagið af svokölluðum klefalögum hjá ýmsum íþróttafélögum, og þá sérstaklega í kvennadeildunum. Hann leikur knattspyrnu með Sarpsborg 08 í Noregi og hefur verið þar í rúmt ár. „Ég kann ágætlega við mig hérna og er aðeins að ná tökum á norskunni,“ segir Guðmundur spurður út í lífið í Noregi. Hann hefur samið eitt lag á norsku. „Ég á góðan vin sem aðstoðaði mig við að semja norskan texta, það er samt mjög langt í að það fari á Youtube,“ segir Guðmundur og hlær.Bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir á góðri stundu.mynd/einkasafnHann hefur flutt tónlist sína í norskum fjölmiðlum en sækist þó lítið eftir því að skemmta í norskum fjölmiðlum eða á norskum skemmtistöðum. „Aðstandendur liðsins eru oft að reyna að fá mig til þess að syngja og spila hér og þar en stundum verður maður bara að kunna að segja nei.“ Þá má meðal annars finna myndbönd af honum leika tónlist sína á vefsíðu norska ríkisútvarpsins, NRK. Hann langar að starfa við tónlistina samhliða knattspyrnunni í framtíðinni og hefur nú þegar samið um tíu lög. „Öll lögin sem ég hef samið eru frekar hress og skemmtileg, ætli ástæðan sé ekki sú að ég er frekar hress náungi sjálfur.“ Hans helstu fyrirmyndir fyrir utan bróður hans, Ingólf Þórarinsson eða Ingó Veðurguð, eru Justin Timberlake, Jón Jónsson og Friðrik Dór svo nokkrar séu nefndar. „Ég hlusta mikið á íslenska tónlist og finnst mikilvægt að syngja á íslensku. Það er svo magnað að tala tungumál sem aðeins um þrjú til fjögur hundruð þúsund manns kunna og við eigum að vera stolt af tungumálinu okkar,“ bætir Guðmundur við. Hann segist þó ekki hafa hugsað út í það að gefa út plötu á næstunni. „Ég ætla að sjá til hvað gerist, þetta kemur bara í ljós.“ Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég samdi þetta lag þegar ég var að spila í Vestmannaeyjum sumarið 2012, eru ástarlög ekki alltaf tengd einhverri sérstakri manneskju,“ segir knattspyrnukappinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson en lag hans, sem nefnist Bálskotinn, hefur slegið í gegn á netinu. Lagið gaf hann út á Youtube fyrir um mánuði. „Ég er mjög ánægður með viðtökurnar, það er frábært að sjá að fólk er að fíla þetta.“ Lagið hafði gerjast í höfði Guðmundar í um eitt ár áður en hann hljóðritaði lagið. „Ég fékk aðstoð frá góðum vini mínum, Fannari Frey Magnússyni, en hann hefur verið mín hægri hönd í tónlistinni,“ bætir Guðmundur við. Lagið er meðal annars þekkt fyrir að vera eitt aðallagið af svokölluðum klefalögum hjá ýmsum íþróttafélögum, og þá sérstaklega í kvennadeildunum. Hann leikur knattspyrnu með Sarpsborg 08 í Noregi og hefur verið þar í rúmt ár. „Ég kann ágætlega við mig hérna og er aðeins að ná tökum á norskunni,“ segir Guðmundur spurður út í lífið í Noregi. Hann hefur samið eitt lag á norsku. „Ég á góðan vin sem aðstoðaði mig við að semja norskan texta, það er samt mjög langt í að það fari á Youtube,“ segir Guðmundur og hlær.Bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir á góðri stundu.mynd/einkasafnHann hefur flutt tónlist sína í norskum fjölmiðlum en sækist þó lítið eftir því að skemmta í norskum fjölmiðlum eða á norskum skemmtistöðum. „Aðstandendur liðsins eru oft að reyna að fá mig til þess að syngja og spila hér og þar en stundum verður maður bara að kunna að segja nei.“ Þá má meðal annars finna myndbönd af honum leika tónlist sína á vefsíðu norska ríkisútvarpsins, NRK. Hann langar að starfa við tónlistina samhliða knattspyrnunni í framtíðinni og hefur nú þegar samið um tíu lög. „Öll lögin sem ég hef samið eru frekar hress og skemmtileg, ætli ástæðan sé ekki sú að ég er frekar hress náungi sjálfur.“ Hans helstu fyrirmyndir fyrir utan bróður hans, Ingólf Þórarinsson eða Ingó Veðurguð, eru Justin Timberlake, Jón Jónsson og Friðrik Dór svo nokkrar séu nefndar. „Ég hlusta mikið á íslenska tónlist og finnst mikilvægt að syngja á íslensku. Það er svo magnað að tala tungumál sem aðeins um þrjú til fjögur hundruð þúsund manns kunna og við eigum að vera stolt af tungumálinu okkar,“ bætir Guðmundur við. Hann segist þó ekki hafa hugsað út í það að gefa út plötu á næstunni. „Ég ætla að sjá til hvað gerist, þetta kemur bara í ljós.“
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira