Nýr hjartaknúsari fæddur Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. maí 2014 09:00 Guðmundur Þórarinsson er hér með einn af sínum bestu vinum, gítarinn. mynd/einkasafn „Ég samdi þetta lag þegar ég var að spila í Vestmannaeyjum sumarið 2012, eru ástarlög ekki alltaf tengd einhverri sérstakri manneskju,“ segir knattspyrnukappinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson en lag hans, sem nefnist Bálskotinn, hefur slegið í gegn á netinu. Lagið gaf hann út á Youtube fyrir um mánuði. „Ég er mjög ánægður með viðtökurnar, það er frábært að sjá að fólk er að fíla þetta.“ Lagið hafði gerjast í höfði Guðmundar í um eitt ár áður en hann hljóðritaði lagið. „Ég fékk aðstoð frá góðum vini mínum, Fannari Frey Magnússyni, en hann hefur verið mín hægri hönd í tónlistinni,“ bætir Guðmundur við. Lagið er meðal annars þekkt fyrir að vera eitt aðallagið af svokölluðum klefalögum hjá ýmsum íþróttafélögum, og þá sérstaklega í kvennadeildunum. Hann leikur knattspyrnu með Sarpsborg 08 í Noregi og hefur verið þar í rúmt ár. „Ég kann ágætlega við mig hérna og er aðeins að ná tökum á norskunni,“ segir Guðmundur spurður út í lífið í Noregi. Hann hefur samið eitt lag á norsku. „Ég á góðan vin sem aðstoðaði mig við að semja norskan texta, það er samt mjög langt í að það fari á Youtube,“ segir Guðmundur og hlær.Bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir á góðri stundu.mynd/einkasafnHann hefur flutt tónlist sína í norskum fjölmiðlum en sækist þó lítið eftir því að skemmta í norskum fjölmiðlum eða á norskum skemmtistöðum. „Aðstandendur liðsins eru oft að reyna að fá mig til þess að syngja og spila hér og þar en stundum verður maður bara að kunna að segja nei.“ Þá má meðal annars finna myndbönd af honum leika tónlist sína á vefsíðu norska ríkisútvarpsins, NRK. Hann langar að starfa við tónlistina samhliða knattspyrnunni í framtíðinni og hefur nú þegar samið um tíu lög. „Öll lögin sem ég hef samið eru frekar hress og skemmtileg, ætli ástæðan sé ekki sú að ég er frekar hress náungi sjálfur.“ Hans helstu fyrirmyndir fyrir utan bróður hans, Ingólf Þórarinsson eða Ingó Veðurguð, eru Justin Timberlake, Jón Jónsson og Friðrik Dór svo nokkrar séu nefndar. „Ég hlusta mikið á íslenska tónlist og finnst mikilvægt að syngja á íslensku. Það er svo magnað að tala tungumál sem aðeins um þrjú til fjögur hundruð þúsund manns kunna og við eigum að vera stolt af tungumálinu okkar,“ bætir Guðmundur við. Hann segist þó ekki hafa hugsað út í það að gefa út plötu á næstunni. „Ég ætla að sjá til hvað gerist, þetta kemur bara í ljós.“ Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég samdi þetta lag þegar ég var að spila í Vestmannaeyjum sumarið 2012, eru ástarlög ekki alltaf tengd einhverri sérstakri manneskju,“ segir knattspyrnukappinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson en lag hans, sem nefnist Bálskotinn, hefur slegið í gegn á netinu. Lagið gaf hann út á Youtube fyrir um mánuði. „Ég er mjög ánægður með viðtökurnar, það er frábært að sjá að fólk er að fíla þetta.“ Lagið hafði gerjast í höfði Guðmundar í um eitt ár áður en hann hljóðritaði lagið. „Ég fékk aðstoð frá góðum vini mínum, Fannari Frey Magnússyni, en hann hefur verið mín hægri hönd í tónlistinni,“ bætir Guðmundur við. Lagið er meðal annars þekkt fyrir að vera eitt aðallagið af svokölluðum klefalögum hjá ýmsum íþróttafélögum, og þá sérstaklega í kvennadeildunum. Hann leikur knattspyrnu með Sarpsborg 08 í Noregi og hefur verið þar í rúmt ár. „Ég kann ágætlega við mig hérna og er aðeins að ná tökum á norskunni,“ segir Guðmundur spurður út í lífið í Noregi. Hann hefur samið eitt lag á norsku. „Ég á góðan vin sem aðstoðaði mig við að semja norskan texta, það er samt mjög langt í að það fari á Youtube,“ segir Guðmundur og hlær.Bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir á góðri stundu.mynd/einkasafnHann hefur flutt tónlist sína í norskum fjölmiðlum en sækist þó lítið eftir því að skemmta í norskum fjölmiðlum eða á norskum skemmtistöðum. „Aðstandendur liðsins eru oft að reyna að fá mig til þess að syngja og spila hér og þar en stundum verður maður bara að kunna að segja nei.“ Þá má meðal annars finna myndbönd af honum leika tónlist sína á vefsíðu norska ríkisútvarpsins, NRK. Hann langar að starfa við tónlistina samhliða knattspyrnunni í framtíðinni og hefur nú þegar samið um tíu lög. „Öll lögin sem ég hef samið eru frekar hress og skemmtileg, ætli ástæðan sé ekki sú að ég er frekar hress náungi sjálfur.“ Hans helstu fyrirmyndir fyrir utan bróður hans, Ingólf Þórarinsson eða Ingó Veðurguð, eru Justin Timberlake, Jón Jónsson og Friðrik Dór svo nokkrar séu nefndar. „Ég hlusta mikið á íslenska tónlist og finnst mikilvægt að syngja á íslensku. Það er svo magnað að tala tungumál sem aðeins um þrjú til fjögur hundruð þúsund manns kunna og við eigum að vera stolt af tungumálinu okkar,“ bætir Guðmundur við. Hann segist þó ekki hafa hugsað út í það að gefa út plötu á næstunni. „Ég ætla að sjá til hvað gerist, þetta kemur bara í ljós.“
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira