Menning

Rozario með Kammerkór Suðurlands

Patricia Rozario verður sérstakur heiðursgestur á tónleikum Kammerkórs Suðurlands á Listahátíð.
Patricia Rozario verður sérstakur heiðursgestur á tónleikum Kammerkórs Suðurlands á Listahátíð. Mynd/Alexandra
Hin heimsfræga sópransöngkona Patricia Rozario verður sérstakur heiðursgestur á tónleikum Kammerkórs Suðurlands á Listahátíð í Reykjavík 24. maí. Hún mun syngja einsöng með kórnum í verkum eftir Tavener á tónleikunum, en hún hefur á undanförnum árum frumflutt yfir 30 verk sem Tavener samdi sérstaklega fyrir hana.



Tónlist eftir Sir John Tavener verður í forgrunni á tónleikum Kammerkórs Suðurlands á Listahátíð, en þar verður einnig frumflutt verk eftir annað breskt tónskáld, Jack White, sem er ein skærasta stjarna Breta á sviði tónsmíða um þessar mundir. Þá mun listamaðurinn Páll á Húsafelli sýna á sér nýja hlið, en kórinn frumflytur lag eftir hann við ljóð afa hans, Páls Guðmundssonar frá Hjálmsstöðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×