Mamma, gefðu boltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2014 06:00 Mæðgurnar saman. Áslaug Ragna Ákadóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir eftir leik sem þær spiluðu saman í Lengjubikarnum. Mynd/Aðsend Mæðgurnar Áslaug Ragna Ákadóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir tóku báðar þátt í fyrsta leik kvennaliðs ÍA í efstu deild í níu ár þegar Skagaliðið tapaði 0-1 á móti Fylki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna í fyrrakvöld. Bryndís Rún var í byrjunarliðinu en skipti við mömmu sína á 76. mínútu. Saman skiluðu þær því 90 mínútum á miðju Skagaliðsins. „Þetta var svolítið magnað og mjög skemmtilegt,“ sagði Áslaug Ragna í samtali við Fréttablaðið í gær. Bryndís Rún, sem er 17 ára gömul, var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild en Áslaug Ragna, sem varð 36 ára á dögunum, á að baki 53 mörk í 95 leikjum. Hún varð annar markahæsti leikmaður deildarinnar árið áður (16 mörk 1996) en Bryndís Rún kom í heiminn. Þetta var aftur á móti fyrsti leikur Áslaugar í úrvalsdeildinni síðan 27. júní 2005. „Ég var ekki alveg klár í að spila í fyrrasumar en ákvað að gefa mig í þetta núna því ég sá að ég ætti möguleika á því að spila með henni,“ segir Áslaug. Næsti leikur ÍA-liðsins er útileikur á móti FH í næstu viku en fá þær mæðgur ekki að spila saman inni á vellinum? „Við vonum að við fáum einhvern tíma að vera saman inni á vellinum í sumar. Þetta átti ekkert að snúast um okkur í þessum leik,“ segir Áslaug. „Við erum dálítið líkir leikmenn. Ég kom ekki inn á í alveg sömu stöðu og hún en kom þarna inn á miðjuna. Ég er gamall senter og er að spila þar í kring,“ segir Áslaug sem kom einnig svona ung inn í meistaraflokk á sínum tíma. Hún tók þátt í að vinna síðasta titil kvennaliðs ÍA sem var bikarmeistaratitillinn árið 1993. Áslaug játar því að sumum finnist það skrítið að heyra einhvern kalla á mömmu sína í miðjum leik. „Í Lengjubikarnum fengum við að spila saman og það var mjög sérstök stund að heyra dóttur sína kalla á sig: Mamma, gefðu boltann eða heyra þjálfarann kalla til hennar: Spilaðu á mömmu þína. Þetta var svolítið skrítið og ég hugsa að stelpurnar inni á vellinum hafi hugsað: Hvað er hún að tala um þessi?“ sagði Áslaug hlæjandi. Hún telur að reynsla hennar muni hjálpa ungu og reynslulitlu liði ÍA í sumar. „Þetta eru allt heimastelpur sem skipa liðið og svona er þetta á Akranesi. Þar hjálpast allir við að gera þetta almennilega. Ég hoppa bara inn í þetta til að hjálpa mínu liði og þá skiptir ekki máli hvort ég er mamma eða eitthvað annað,“ segir Áslaug, en fjölskyldan hafði samt sérstaklega gaman af þessari stund á Akranesi í fyrrakvöld. „Pabbinn var í stúkunni og að sjálfsögðu var hann stoltasti maðurinn á svæðinu sem og öll fjölskyldan,“ sagði Áslaug. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Mæðgurnar Áslaug Ragna Ákadóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir tóku báðar þátt í fyrsta leik kvennaliðs ÍA í efstu deild í níu ár þegar Skagaliðið tapaði 0-1 á móti Fylki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna í fyrrakvöld. Bryndís Rún var í byrjunarliðinu en skipti við mömmu sína á 76. mínútu. Saman skiluðu þær því 90 mínútum á miðju Skagaliðsins. „Þetta var svolítið magnað og mjög skemmtilegt,“ sagði Áslaug Ragna í samtali við Fréttablaðið í gær. Bryndís Rún, sem er 17 ára gömul, var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild en Áslaug Ragna, sem varð 36 ára á dögunum, á að baki 53 mörk í 95 leikjum. Hún varð annar markahæsti leikmaður deildarinnar árið áður (16 mörk 1996) en Bryndís Rún kom í heiminn. Þetta var aftur á móti fyrsti leikur Áslaugar í úrvalsdeildinni síðan 27. júní 2005. „Ég var ekki alveg klár í að spila í fyrrasumar en ákvað að gefa mig í þetta núna því ég sá að ég ætti möguleika á því að spila með henni,“ segir Áslaug. Næsti leikur ÍA-liðsins er útileikur á móti FH í næstu viku en fá þær mæðgur ekki að spila saman inni á vellinum? „Við vonum að við fáum einhvern tíma að vera saman inni á vellinum í sumar. Þetta átti ekkert að snúast um okkur í þessum leik,“ segir Áslaug. „Við erum dálítið líkir leikmenn. Ég kom ekki inn á í alveg sömu stöðu og hún en kom þarna inn á miðjuna. Ég er gamall senter og er að spila þar í kring,“ segir Áslaug sem kom einnig svona ung inn í meistaraflokk á sínum tíma. Hún tók þátt í að vinna síðasta titil kvennaliðs ÍA sem var bikarmeistaratitillinn árið 1993. Áslaug játar því að sumum finnist það skrítið að heyra einhvern kalla á mömmu sína í miðjum leik. „Í Lengjubikarnum fengum við að spila saman og það var mjög sérstök stund að heyra dóttur sína kalla á sig: Mamma, gefðu boltann eða heyra þjálfarann kalla til hennar: Spilaðu á mömmu þína. Þetta var svolítið skrítið og ég hugsa að stelpurnar inni á vellinum hafi hugsað: Hvað er hún að tala um þessi?“ sagði Áslaug hlæjandi. Hún telur að reynsla hennar muni hjálpa ungu og reynslulitlu liði ÍA í sumar. „Þetta eru allt heimastelpur sem skipa liðið og svona er þetta á Akranesi. Þar hjálpast allir við að gera þetta almennilega. Ég hoppa bara inn í þetta til að hjálpa mínu liði og þá skiptir ekki máli hvort ég er mamma eða eitthvað annað,“ segir Áslaug, en fjölskyldan hafði samt sérstaklega gaman af þessari stund á Akranesi í fyrrakvöld. „Pabbinn var í stúkunni og að sjálfsögðu var hann stoltasti maðurinn á svæðinu sem og öll fjölskyldan,“ sagði Áslaug.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira