Eldri og yngri félagar saman á tónleikum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2014 13:00 Allar deildir kórsins syngja saman nokkur lög undir stjórn Guðmundar Ómars. Mynd/úr einkasafni Skólakór Varmárskóla var stofnaður árið 1979. Í honum eru oftast 60 til 70 börn og unglingar í þremur aldursskiptum deildum. Nú ætlar hann að halda afmælistónleika í Guðríðarkirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16, þar taka fyrrverandi kórfélagar þátt bæði með einsöng og kórsöng, því margir þeirra hafa lagt fyrir sig söng eftir að þeir hættu í skólakórnum. Guðmundur Ómar Óskarsson hefur stjórnað kórnum frá upphafi, eða í 35 ár. „Þetta er dágóður tími,“ segir hann. „Þó ég falli auðvitað alveg í skuggann af Jóni Stefánssyni sem er búinn að stjórna Langholtskórnum í 50 ár!“ Spurður hvort kórinn hafi tekið miklum breytingum í áranna rás svarar Guðmundur Ómar. „Aðal breytingin varð fyrir 18 árum. Þá var gagnfræðadeildin sér og krakkarnir höfðu fram að því tollað illa í kórnum eftir að þeir komu þangað. En 1996 voru áhugasamar stelpur að fara úr yngri deildinni og tókst að smala sextán stelpum í gagnfræðaskólanum saman þannig að til varð unglingadeild kórsins sem hefur verið við lýði síðan. Árið eftir stofnun hennar fórum við í söngferð til Danmerkur og gekk rosalega vel.“ Hann bætir við að kórinn hafi farið í söngferðir bæði innanlands og utan og komi fram að jafnaði 25 til 30 sinnum á ári. Hvernig skyldi svo ganga að halda strákum í kórnum? „Þeir hafa verið fremur latir að taka þátt í starfinu, nema þá í yngstu deildinni. Nokkrir hafa þó sýnt tryggð og einn þeirra syngur með okkur einsöng núna á tónleikunum, Karl Már Lárusson. Um tuttugu aðrir fyrrverandi kórfélagar taka þátt líka og Hrönn Helgadóttir, sem sér um píanóleik á tónleikunum, söng með kórnum á sínum tíma. Þetta verður stór hópur og heilmikið í afmælistónleikana lagt.“ Menning Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skólakór Varmárskóla var stofnaður árið 1979. Í honum eru oftast 60 til 70 börn og unglingar í þremur aldursskiptum deildum. Nú ætlar hann að halda afmælistónleika í Guðríðarkirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16, þar taka fyrrverandi kórfélagar þátt bæði með einsöng og kórsöng, því margir þeirra hafa lagt fyrir sig söng eftir að þeir hættu í skólakórnum. Guðmundur Ómar Óskarsson hefur stjórnað kórnum frá upphafi, eða í 35 ár. „Þetta er dágóður tími,“ segir hann. „Þó ég falli auðvitað alveg í skuggann af Jóni Stefánssyni sem er búinn að stjórna Langholtskórnum í 50 ár!“ Spurður hvort kórinn hafi tekið miklum breytingum í áranna rás svarar Guðmundur Ómar. „Aðal breytingin varð fyrir 18 árum. Þá var gagnfræðadeildin sér og krakkarnir höfðu fram að því tollað illa í kórnum eftir að þeir komu þangað. En 1996 voru áhugasamar stelpur að fara úr yngri deildinni og tókst að smala sextán stelpum í gagnfræðaskólanum saman þannig að til varð unglingadeild kórsins sem hefur verið við lýði síðan. Árið eftir stofnun hennar fórum við í söngferð til Danmerkur og gekk rosalega vel.“ Hann bætir við að kórinn hafi farið í söngferðir bæði innanlands og utan og komi fram að jafnaði 25 til 30 sinnum á ári. Hvernig skyldi svo ganga að halda strákum í kórnum? „Þeir hafa verið fremur latir að taka þátt í starfinu, nema þá í yngstu deildinni. Nokkrir hafa þó sýnt tryggð og einn þeirra syngur með okkur einsöng núna á tónleikunum, Karl Már Lárusson. Um tuttugu aðrir fyrrverandi kórfélagar taka þátt líka og Hrönn Helgadóttir, sem sér um píanóleik á tónleikunum, söng með kórnum á sínum tíma. Þetta verður stór hópur og heilmikið í afmælistónleikana lagt.“
Menning Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög