Lífið samstarf

Í návígi við áheyrendur

Íslenski flautukórinn og Duo Harpverk sameina krafta sína á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík.
Íslenski flautukórinn og Duo Harpverk sameina krafta sína á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík. David Oldfield
Rýmin og skáldin er verkefni sem varð til á Listahátíð í Reykjavík á síðasta ári. Það er vettvangur fyrir ný verk og frumflutning þeirra. Flutningur verkanna fer fram í minni rýmum þar sem áheyrendur upplifa návígi við listamennina. Í ár er áherslan lögð á frumflutning tónverka og verða samtals um tíu ný verk íslenskra tónskálda flutt og verk annarra tónskálda frumflutt á Íslandi.

Fernir tónleikar verða á þessum vettvangi. Tríó Sírajón & Ingibjörg Guðjónsdóttir halda tónleikana Eldur geisar undir. Titill tónleikanna vísar í ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Gunnarshólma, og er verkið skrifað fyrir fiðlu, klarínett, píanó og sópran. Kolbeinn Bjarnason frumflytur tvö verk fyrir bassaflautu og rafhljóð á tónleikunum …og dvaldi ei lengur á jörðu. Verkin eru Flux eftir Huga Guðmundsson og Merula eftir írska tónskáldið Simon Mawhinney. Íslenski flautukórinn og Duo Harpverk verður með Hamskipti. Á tónleikunum verður farið í umbreytingarferðalag og kannaðar ýmsar hljóðfærasamsetningar. Kammerhópurinn Nordic Effect verður með Flæði þar sem stefnt verður saman barokktónlist og frumflutningi þriggja íslenskra verka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×