Kræklingur sem heillar með ljúfum tónum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. maí 2014 11:30 „Úr kræklingnum ómar tónlist sem tekur á móti gestum þegar þeir koma út um sporðinn,“ segir Tinna Ottesen, leikmyndahönnuður Fantastar. Vísir/Daníel Þessi glæsilegi kræklingur sem sjósettur var í gær er hluti leikmyndar í sýningunni Fantastar. Tinna Ottesen hannaði leikmyndina sem inni í Brimhúsinu er í formi hvals sem áhorfendur ganga í gegnum. Eftir þá hreinsunargöngu bíður kræklingurinn við bryggju. „Úr kræklingnum ómar tónlist sem tekur á móti gestum þegar þeir koma út um sporðinn,“ segir Tinna. „Þannig að fólk getur staldrað við og melt það sem það gekk í gegnum í hvalnum á meðan það nýtur þess að horfa og hlusta á kræklinginn.“ „Fantast er orð sem notað er í dönsku og ensku og það íslenska orð sem kemst næst merkingunni er sennilega athafnaskáld,“ segir Tinna. „Fantastinn er draumóramaður með rosalega athafnagleði sem framkvæmir ótrúlegustu hluti sem venjulegu fólki dettur aldrei í hug. Það eru svona týpur í öllum litlum samfélögum, menn sem hrinda einhverju í framkvæmd bara til að geta sagt söguna af því.“Fantastar er samvinnuverkefni listamanna frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Danmörku undir stjórn Margrétar Vilhjálmsdóttur leikkonu og verður frumsýning í Brimhúsinu við Geirsgötu klukkan 20 í kvöld. Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þessi glæsilegi kræklingur sem sjósettur var í gær er hluti leikmyndar í sýningunni Fantastar. Tinna Ottesen hannaði leikmyndina sem inni í Brimhúsinu er í formi hvals sem áhorfendur ganga í gegnum. Eftir þá hreinsunargöngu bíður kræklingurinn við bryggju. „Úr kræklingnum ómar tónlist sem tekur á móti gestum þegar þeir koma út um sporðinn,“ segir Tinna. „Þannig að fólk getur staldrað við og melt það sem það gekk í gegnum í hvalnum á meðan það nýtur þess að horfa og hlusta á kræklinginn.“ „Fantast er orð sem notað er í dönsku og ensku og það íslenska orð sem kemst næst merkingunni er sennilega athafnaskáld,“ segir Tinna. „Fantastinn er draumóramaður með rosalega athafnagleði sem framkvæmir ótrúlegustu hluti sem venjulegu fólki dettur aldrei í hug. Það eru svona týpur í öllum litlum samfélögum, menn sem hrinda einhverju í framkvæmd bara til að geta sagt söguna af því.“Fantastar er samvinnuverkefni listamanna frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Danmörku undir stjórn Margrétar Vilhjálmsdóttur leikkonu og verður frumsýning í Brimhúsinu við Geirsgötu klukkan 20 í kvöld.
Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira