Allt gert í tölvum nema tenórinn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. maí 2014 15:00 Þuríður Jónsdóttir, Ólöf Nordal, Gunnar Guðbjörnsson og Gunnar Karlsson í dulúðugum aðstæðum. Fréttablaðið/Valli „Þetta er upplifunarverk sem byggist á hreyfimyndum og músík. Í því sökkvum við niður í djúp þar sem við fylgjumst með lífshlaupi furðuvera,“ segir Ólöf Nordal myndlistarmaður um sýninguna Lusus naturae sem opnuð verður í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun. Sýningin er sköpunarverk þeirra þriggja, Ólafar, Þuríðar Jónsdóttur tónskálds og Gunnars Karlssonar myndlistarmanns. „Við Þuríður og Gunnar höfum unnið talsvert saman áður og eigum okkur vinnulag,“ segir Ólöf. Þrisvar á sýningartímanum mun Gunnar Guðbjörnsson tenór verða á staðnum, ásamt Snorra Heimissyni kontrafagottleikara og Íslenska flautukórnum, og magna áhrifin af upplifuninni sem þrívíddin og hljóðmyndin sem fyrir er skapar. Á öðrum tímum verður flutningur þeirra spilaður af bandi. Lusus naturae er latneskt hugtak. Lusus þýðir brandari og því er lusus naturae brandari náttúrunnar, þegar náttúran bregður á leik, að sögn Ólafar. Hún segir hugtakið eldgamalt og eiga uppruna sinn í furðusöfnum þar sem öllu ægði saman og voru forverar safna eins og við þekkjum í dag. „Við erum að gera nokkurs konar skrípamyndir en með alvarlegum undirtóni þó. Þarna eru dýr, samsett aðallega úr líkamshlutum manneskju, þau eru hálfgert að sökkva og maður veit ekki hvort þetta eru forsöguleg fyrirbæri, framtíðarsýn eða okkar innra landslag.“ Allt er gert í tölvum nema þegar tenórinn kemur og hans fylgdarlið. „Við höfum tekið alla orðræðu út úr þessu verki og eftir stendur mynd, hljóð og tónaljóð.“ Við gerð verksins nutu listamennirnir stuðnings Starfslaunasjóðs listamanna og Myndlistarsjóðs auk þess sem kvikmyndafyrirtækið GunHil kom að framleiðslu verksins. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2014. Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er upplifunarverk sem byggist á hreyfimyndum og músík. Í því sökkvum við niður í djúp þar sem við fylgjumst með lífshlaupi furðuvera,“ segir Ólöf Nordal myndlistarmaður um sýninguna Lusus naturae sem opnuð verður í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun. Sýningin er sköpunarverk þeirra þriggja, Ólafar, Þuríðar Jónsdóttur tónskálds og Gunnars Karlssonar myndlistarmanns. „Við Þuríður og Gunnar höfum unnið talsvert saman áður og eigum okkur vinnulag,“ segir Ólöf. Þrisvar á sýningartímanum mun Gunnar Guðbjörnsson tenór verða á staðnum, ásamt Snorra Heimissyni kontrafagottleikara og Íslenska flautukórnum, og magna áhrifin af upplifuninni sem þrívíddin og hljóðmyndin sem fyrir er skapar. Á öðrum tímum verður flutningur þeirra spilaður af bandi. Lusus naturae er latneskt hugtak. Lusus þýðir brandari og því er lusus naturae brandari náttúrunnar, þegar náttúran bregður á leik, að sögn Ólafar. Hún segir hugtakið eldgamalt og eiga uppruna sinn í furðusöfnum þar sem öllu ægði saman og voru forverar safna eins og við þekkjum í dag. „Við erum að gera nokkurs konar skrípamyndir en með alvarlegum undirtóni þó. Þarna eru dýr, samsett aðallega úr líkamshlutum manneskju, þau eru hálfgert að sökkva og maður veit ekki hvort þetta eru forsöguleg fyrirbæri, framtíðarsýn eða okkar innra landslag.“ Allt er gert í tölvum nema þegar tenórinn kemur og hans fylgdarlið. „Við höfum tekið alla orðræðu út úr þessu verki og eftir stendur mynd, hljóð og tónaljóð.“ Við gerð verksins nutu listamennirnir stuðnings Starfslaunasjóðs listamanna og Myndlistarsjóðs auk þess sem kvikmyndafyrirtækið GunHil kom að framleiðslu verksins. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2014.
Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira