Menning

Hönnun Gísla B í Ketilhúsinu

Mörg af þekktustu vörumerkjum landsins eru eftir Gísla.
Mörg af þekktustu vörumerkjum landsins eru eftir Gísla. Mynd/Hönnunarsafn Íslands
„Þetta er sumarsýning Ketilhússins og það er mikill fengur að henni,“ segir Ármann Agnarsson sýningarstjóri um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, sem opnuð verður í Ketilhúsinu á Akureyri klukkan 15 í dag.

Hún nefnist Fimm áratugir í grafískri hönnun. Þar er horft yfir feril Gísla og sýnd gömul myndbrot af auglýsingastofu hans en hann er einn atkvæðamesti grafíker íslenskrar hönnunarsögu.

Mörg af þekktustu vörumerkjum landsins eru hans smíð. Má þar nefna merki Sjónvarpsins, Norræna félagsins og Hjartaverndar.

Á morgun, sunnudag, klukkan 14 heldur Gísli fyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Góð merki og ekki.

Aðgangur er ókeypis bæði að sýningunni og fyrirlestrinum.

Sýningin kemur frá Hönnunarsafni Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×