58 ár frá fyrstu Eurovision-keppninni Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 15:00 Conchita Wurst. Fyrsta Eurovision-söngvakeppnin var haldin á þessum degi í Lugano í Sviss. Eins og flestir Íslendingar vita er þetta árleg keppni þar sem Evrópulöndin keppa um hvaða land á besta lagið. Keppninni hefur verið sjónvarpað allt frá árinu 1956 og er einn af langlífustu sjónvarpsþáttum heims. Þá er þetta einnig sá viðburður sem hvað mest áhorf er á í heiminum ef íþróttaviðburðir eru ekki teknir með inn í jöfnuna. Talið er að eitthvað á milli hundrað til sex hundruð milljónir manna horfi á keppnina árlega sem er ekki aðeins sjónvarpað til Evrópulandanna heldur einnig til Ástralíu, Kanada, Egyptalands, Indlands, Taílands og Bandaríkjanna svo dæmi séu nefnd. Keppninni hefur einnig verið sjónvarpað á netinu síðan árið 2000 á heimasíðu Eurovision. Fjölmargir listamenn hafa hlotið frægð á alþjóðavettvangi eftir þátttöku í keppninni, þar á meðal sænska sveitin ABBA, kanadíska stórsöngkonan Céline Dion og spænski sjarmörinn Julio Iglesias. Íslendingar hafa tekið þátt í Eurovision síðan árið 1986 þegar ICY-flokkurinn flutti lagið Gleðibankinn í Björgvin í Noregi. Flokkurinn lenti í 16. sæti eins og framlögin tvö sem komu í kjölfarið og því hefur talan 16 fylgt Íslendingum síðan. Ísland hefur best náð öðru sæti í keppninni, fyrst þegar Selma tók þátt árið 1999 með lagið All Out of Luck þegar hin sænska Charlotte Nilsson bar sigur úr býtum og síðan árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún flutti lagið Is It True en hinn norski Alexander Rybak fór með sigur af hólmi. Austurríska draggdrottningin Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með lagið Rise Like a Phoenix en framlag Íslands, No Prejudice með Pollapönki, lenti í 15. sæti. Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fyrsta Eurovision-söngvakeppnin var haldin á þessum degi í Lugano í Sviss. Eins og flestir Íslendingar vita er þetta árleg keppni þar sem Evrópulöndin keppa um hvaða land á besta lagið. Keppninni hefur verið sjónvarpað allt frá árinu 1956 og er einn af langlífustu sjónvarpsþáttum heims. Þá er þetta einnig sá viðburður sem hvað mest áhorf er á í heiminum ef íþróttaviðburðir eru ekki teknir með inn í jöfnuna. Talið er að eitthvað á milli hundrað til sex hundruð milljónir manna horfi á keppnina árlega sem er ekki aðeins sjónvarpað til Evrópulandanna heldur einnig til Ástralíu, Kanada, Egyptalands, Indlands, Taílands og Bandaríkjanna svo dæmi séu nefnd. Keppninni hefur einnig verið sjónvarpað á netinu síðan árið 2000 á heimasíðu Eurovision. Fjölmargir listamenn hafa hlotið frægð á alþjóðavettvangi eftir þátttöku í keppninni, þar á meðal sænska sveitin ABBA, kanadíska stórsöngkonan Céline Dion og spænski sjarmörinn Julio Iglesias. Íslendingar hafa tekið þátt í Eurovision síðan árið 1986 þegar ICY-flokkurinn flutti lagið Gleðibankinn í Björgvin í Noregi. Flokkurinn lenti í 16. sæti eins og framlögin tvö sem komu í kjölfarið og því hefur talan 16 fylgt Íslendingum síðan. Ísland hefur best náð öðru sæti í keppninni, fyrst þegar Selma tók þátt árið 1999 með lagið All Out of Luck þegar hin sænska Charlotte Nilsson bar sigur úr býtum og síðan árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún flutti lagið Is It True en hinn norski Alexander Rybak fór með sigur af hólmi. Austurríska draggdrottningin Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með lagið Rise Like a Phoenix en framlag Íslands, No Prejudice með Pollapönki, lenti í 15. sæti.
Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira