Öfgaflokkar gegn Evrópusamruna Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. maí 2014 07:00 Flokkar sem eru andsnúnir Evrópusamstarfinu náðu víða góðum árangri í kosningunum til Evrópuþingsins um síðustu helgi. Með í pakkanum fylgdu ýmis sjónarmið einstakra flokka sem eru líklega heldur ógeðfelld fyrir smekk íslenzkra kjósenda, til dæmis daður við nazisma og fasisma, andúð á útlendingum og samkynhneigðum og gamaldags sýn á hlutverk kynjanna, að ekki sé talað um andstöðu við moskubyggingar. Það breytir ekki því að hefðbundnari og hófsamari flokkar, sem víðast hvar eru við völd í Evrópusambandsríkjunum, verða að taka mark á þeim skilaboðum sem kjósendur senda með því að greiða þessum flokkum atkvæði sitt. Að stórum hluta útskýrir efnahagskreppa undanfarinna ára árangur lýðskrumsflokka í ESB-ríkjum. Að einhverju leyti hefur sambandið verið haft fyrir rangri sök og því verið kennt um niðurskurð og aðhaldsaðgerðir sem voru óhjákvæmilegar vegna óstjórnar og eyðslu einstakra ríkisstjórna. Að einhverju leyti skýrast úrslitin af því að almenningur er þreyttur á hefðbundnu flokkunum og gömlu stjórnmálaelítunni, sem nær illa til fólks. Það er vandi sem ekki er bundinn við ESB; við Íslendingar þekkjum hann til dæmis ágætlega. Og svo fer ekki á milli mála að Evrópusambandið er í huga margra flókið, fjarlægt, óskilvirkt og kemur hagsmunum hins almenna kjósanda lítið við. Þessi kosningaúrslit þýða að bæði hefðbundnir flokkar í aðildarríkjunum og stofnanir Evrópusambandsins þurfa að hugsa sinn gang. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, túlkar kosningaúrslitin þannig að þau styðji við hans eigin stefnu um að ekki eigi að ganga lengra á braut Evrópusamrunans, heldur þvert á móti snúa við og afhenda aðildarríkjunum aftur sumt af því valdi sem hefur verið fært til ESB. Þótt hefðbundnari og hófsamari flokkar verði áfram ráðandi á Evrópuþinginu er mjög líklegt að velgengni flokka sem efast um gildi Evrópusamrunans hafi einmitt þessi áhrif; að ekki verði tekin stór stökk fram á við í samrunaþróuninni á næstu árum. Gangi það eftir afsannar það kenningu margra efasemdamanna að Evrópuþingið skipti engu máli, hafi engin áhrif og þess vegna séu Evrópuþingskosningarnar líka húmbúkk. Raunar er dálítið skondið að sjá að sumir, sem hafa haldið slíkum sjónarmiðum fram, eru nú eftir helgina þeirrar skoðunar að þessar kosningar marki merk tímamót í sögu Evrópusambandsins. Þannig er það nú samt líklega; þessi kosningaúrslit munu breyta þróun sambandsins, að minnsta kosti um skeið. Og almenningur í ESB-ríkjunum hefur þá með lýðræðislegum hætti haft áhrif sem talsmenn margra lýðskrumsflokkanna halda fram að hann hafi alls ekki! En hvað þýðir þetta fyrir umsóknarríkið Ísland? Væntanlega að hægt verður á þeirri samrunaþróun sem margir íslenzkir stjórnmálamenn óttast að leiði til þess að til verði evrópskt „sambandsríki“ eða „ofurríki“. Það út af fyrir sig myndi gera Evrópusambandið aðgengilegri kost fyrir marga Íslendinga, þótt sjálfsagt fagni fáir því að öfgasjónarmið af ýmsu tagi eignist fleiri fulltrúa á Evrópuþinginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun
Flokkar sem eru andsnúnir Evrópusamstarfinu náðu víða góðum árangri í kosningunum til Evrópuþingsins um síðustu helgi. Með í pakkanum fylgdu ýmis sjónarmið einstakra flokka sem eru líklega heldur ógeðfelld fyrir smekk íslenzkra kjósenda, til dæmis daður við nazisma og fasisma, andúð á útlendingum og samkynhneigðum og gamaldags sýn á hlutverk kynjanna, að ekki sé talað um andstöðu við moskubyggingar. Það breytir ekki því að hefðbundnari og hófsamari flokkar, sem víðast hvar eru við völd í Evrópusambandsríkjunum, verða að taka mark á þeim skilaboðum sem kjósendur senda með því að greiða þessum flokkum atkvæði sitt. Að stórum hluta útskýrir efnahagskreppa undanfarinna ára árangur lýðskrumsflokka í ESB-ríkjum. Að einhverju leyti hefur sambandið verið haft fyrir rangri sök og því verið kennt um niðurskurð og aðhaldsaðgerðir sem voru óhjákvæmilegar vegna óstjórnar og eyðslu einstakra ríkisstjórna. Að einhverju leyti skýrast úrslitin af því að almenningur er þreyttur á hefðbundnu flokkunum og gömlu stjórnmálaelítunni, sem nær illa til fólks. Það er vandi sem ekki er bundinn við ESB; við Íslendingar þekkjum hann til dæmis ágætlega. Og svo fer ekki á milli mála að Evrópusambandið er í huga margra flókið, fjarlægt, óskilvirkt og kemur hagsmunum hins almenna kjósanda lítið við. Þessi kosningaúrslit þýða að bæði hefðbundnir flokkar í aðildarríkjunum og stofnanir Evrópusambandsins þurfa að hugsa sinn gang. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, túlkar kosningaúrslitin þannig að þau styðji við hans eigin stefnu um að ekki eigi að ganga lengra á braut Evrópusamrunans, heldur þvert á móti snúa við og afhenda aðildarríkjunum aftur sumt af því valdi sem hefur verið fært til ESB. Þótt hefðbundnari og hófsamari flokkar verði áfram ráðandi á Evrópuþinginu er mjög líklegt að velgengni flokka sem efast um gildi Evrópusamrunans hafi einmitt þessi áhrif; að ekki verði tekin stór stökk fram á við í samrunaþróuninni á næstu árum. Gangi það eftir afsannar það kenningu margra efasemdamanna að Evrópuþingið skipti engu máli, hafi engin áhrif og þess vegna séu Evrópuþingskosningarnar líka húmbúkk. Raunar er dálítið skondið að sjá að sumir, sem hafa haldið slíkum sjónarmiðum fram, eru nú eftir helgina þeirrar skoðunar að þessar kosningar marki merk tímamót í sögu Evrópusambandsins. Þannig er það nú samt líklega; þessi kosningaúrslit munu breyta þróun sambandsins, að minnsta kosti um skeið. Og almenningur í ESB-ríkjunum hefur þá með lýðræðislegum hætti haft áhrif sem talsmenn margra lýðskrumsflokkanna halda fram að hann hafi alls ekki! En hvað þýðir þetta fyrir umsóknarríkið Ísland? Væntanlega að hægt verður á þeirri samrunaþróun sem margir íslenzkir stjórnmálamenn óttast að leiði til þess að til verði evrópskt „sambandsríki“ eða „ofurríki“. Það út af fyrir sig myndi gera Evrópusambandið aðgengilegri kost fyrir marga Íslendinga, þótt sjálfsagt fagni fáir því að öfgasjónarmið af ýmsu tagi eignist fleiri fulltrúa á Evrópuþinginu.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun