Heimsljós snertir listamenn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. maí 2014 10:00 Veisla fyrir augu og eyru. Frá frumsýningu verksins í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín í febrúar. Mynd/Einar Falur Ingólfsson „Þetta er verk í fjórum þáttum sem samanstendur eingöngu af leikmynd og tónlist,“ segir Kjartan Sveinsson, tónskáld og höfundur tónlistarinnar í Der Klang der Offenbarung des Göttlichen, eftir Ragnar Kjartansson. Sýningin, sem er leiksýning án leikara og byggð á Heimsljósi Halldórs Laxness, var frumsýnd í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín í febrúar en verður frumsýnd á Íslandi í Borgarleikhúsinu í kvöld. „Textinn er ljóð úr Heimsljósi,“ segir Kjartan. „En þau eru öll sungin á þýsku. Þetta var upphaflega þýsk pródúksjón og svo bara hljómar þetta svo asskoti vel á þýskunni.“ Der Klang der Offenbarung des Göttlichen þýðir kraftbirtingarhljómur guðdómsins, hvers vegna var titill verksins ekki þýddur fyrir sýningarnar á Íslandi? „Nafnið er sko miklu flottara á þýsku,“ segir Kjartan og hlær. „Að vera með sýningu sem heitir Kraftbirtingarhljómur guðdómsins hljómar líka mjög arrógant á íslensku svo við ákváðum að halda þýska titlinum.“Kjartan Sveinsson.Kjartan vill ekki samþykkja það að tónlistin leiki aðalhlutverk í verkinu. „Tónlistin og leikmyndin hafa jafnmikið vægi. Hugmyndin á bak við þetta var að reyna að gera eitthvað sem væri fallegt, þótt það sé auðvitað vafasamt að vera eitthvað að rembast við það. Leikmyndin er mjög rómantísk, jafnvel væmin, og músíkin tók mið af því líka, þótt hún sé frekar minímalísk á köflum. Það gerist voðalega lítið, aðalmálið er þessi upplifun, að horfa og hlusta.“ Spurður hvort þeir Ragnar hafi unnið náið saman við sköpun verksins segir Kjartan svo alls ekki hafa verið. „Ragnar fór að mála og ég kann ekkert að mála þannig að ég samdi bara músík á meðan. Auðvitað vorum við búnir að ákveða út á hvað þetta átti að ganga og veittum hvor öðrum smá inspírasjónir öðru hvoru, en annars unnum við þetta bara hvor í sínu lagi.“ Ragnar hefur lýst því í viðtölum hvað Heimsljós standi hjarta hans nærri, á það sama við um þig? „Já, við erum samtaka í því. Þótt við höfum að sumu leyti ólíkar skoðanir á bókinni, þá snertir hún okkur báða djúpt. Ég held reyndar að þessi bók snerti listamenn mjög auðveldlega þar sem hún snýst að sumu leyti um togstreituna í listamanninum.“ Aðeins verða þrjár sýningar hér á Listahátíð, í kvöld, annað kvöld og á föstudagskvöldið, og síðan fer leikmyndin beint til Berlínar þar sem verkið fer aftur á svið í haust. „Svo er aldrei að vita nema hún fari víðar,“ segir Kjartan. „Þetta er samt það stór pródúksjón að það er meira en að segja það að flytja hana milli staða, svo það verður bara að koma í ljós hvert framhaldið verður.“ Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Þetta er verk í fjórum þáttum sem samanstendur eingöngu af leikmynd og tónlist,“ segir Kjartan Sveinsson, tónskáld og höfundur tónlistarinnar í Der Klang der Offenbarung des Göttlichen, eftir Ragnar Kjartansson. Sýningin, sem er leiksýning án leikara og byggð á Heimsljósi Halldórs Laxness, var frumsýnd í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín í febrúar en verður frumsýnd á Íslandi í Borgarleikhúsinu í kvöld. „Textinn er ljóð úr Heimsljósi,“ segir Kjartan. „En þau eru öll sungin á þýsku. Þetta var upphaflega þýsk pródúksjón og svo bara hljómar þetta svo asskoti vel á þýskunni.“ Der Klang der Offenbarung des Göttlichen þýðir kraftbirtingarhljómur guðdómsins, hvers vegna var titill verksins ekki þýddur fyrir sýningarnar á Íslandi? „Nafnið er sko miklu flottara á þýsku,“ segir Kjartan og hlær. „Að vera með sýningu sem heitir Kraftbirtingarhljómur guðdómsins hljómar líka mjög arrógant á íslensku svo við ákváðum að halda þýska titlinum.“Kjartan Sveinsson.Kjartan vill ekki samþykkja það að tónlistin leiki aðalhlutverk í verkinu. „Tónlistin og leikmyndin hafa jafnmikið vægi. Hugmyndin á bak við þetta var að reyna að gera eitthvað sem væri fallegt, þótt það sé auðvitað vafasamt að vera eitthvað að rembast við það. Leikmyndin er mjög rómantísk, jafnvel væmin, og músíkin tók mið af því líka, þótt hún sé frekar minímalísk á köflum. Það gerist voðalega lítið, aðalmálið er þessi upplifun, að horfa og hlusta.“ Spurður hvort þeir Ragnar hafi unnið náið saman við sköpun verksins segir Kjartan svo alls ekki hafa verið. „Ragnar fór að mála og ég kann ekkert að mála þannig að ég samdi bara músík á meðan. Auðvitað vorum við búnir að ákveða út á hvað þetta átti að ganga og veittum hvor öðrum smá inspírasjónir öðru hvoru, en annars unnum við þetta bara hvor í sínu lagi.“ Ragnar hefur lýst því í viðtölum hvað Heimsljós standi hjarta hans nærri, á það sama við um þig? „Já, við erum samtaka í því. Þótt við höfum að sumu leyti ólíkar skoðanir á bókinni, þá snertir hún okkur báða djúpt. Ég held reyndar að þessi bók snerti listamenn mjög auðveldlega þar sem hún snýst að sumu leyti um togstreituna í listamanninum.“ Aðeins verða þrjár sýningar hér á Listahátíð, í kvöld, annað kvöld og á föstudagskvöldið, og síðan fer leikmyndin beint til Berlínar þar sem verkið fer aftur á svið í haust. „Svo er aldrei að vita nema hún fari víðar,“ segir Kjartan. „Þetta er samt það stór pródúksjón að það er meira en að segja það að flytja hana milli staða, svo það verður bara að koma í ljós hvert framhaldið verður.“
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira