Mistök vinnustaðargrínarans Atli Fannar Bjarkason skrifar 29. maí 2014 07:00 Vinnustaðargrínarinn er vandmeðfarið hlutverk. Hann ber mikla ábyrgð á stemningunni á vinnustaðnum og þarf að finna jafnvægið milli kæruleysis og framleiðni. Of mikið grín hindrar störf fólks á sama tíma og of lítið grín getur drepið móralinn með sömu afleiðingum. Sjálfurhef ég tekið að mér hlutverk vinnustaðargrínarans með góðum árangri. Undantekningin sannar þó regluna í því eins og öðru og á síðasta vinnustað sem ég starfaði á lenti ég í aðstæðum sem ég óska engum vinnustaðargrínara að lenda í: Ég missteig mig í gríninu. Og það í árlegum jólahádegisverði Alþingis á Hótel Borg. Égmætti of seint og þurfti því að deila borði með forsætisnefnd í stað flokksins sem ég starfaði fyrir. Fljótlega eftir að ég settist niður tók ég eftir því að jólaölskannan var tóm. Sessunautur minn hóf strax að reyna að útvega áfyllingu því hangikjöt án jólaöls er jú bara soðið kjöt. Ekki var búið að fylla á könnuna þegar Katrín Jakobsdóttir settist mér á vinstri hönd. Hún var augljóslega þyrst því hún greip tómt glasið sitt og spurði um jólaölið. Égleit yfir borðið og sá þverpólitíska röð af reynsluboltum — alla með full glös af jólaöli. Augu mín staðnæmdust á tómri könnunni. Það var þá sem ég kyngdi stoltinu og tók eina verstu ákvörðun síðasta árs: Að kynna vinnustaðargrínarann fyrir forsætisnefnd Alþingis. „Steingrímurkláraði jólaölið,“ sagði ég við Katrínu og passaði að Steingrímur J. myndi heyra í mér. „Það er ekki satt,“ svaraði hann alvarlegur og ég fann að grínið var komið út á hálan ís. Þrátt fyrir að ótal viðvörunarbjöllur ómuðu í kór í höfði mínu ákvað ég að ganga skrefinu lengra. „Uu. Jú. Ég sá þig klára jólaölið. Þú ert búinn að þamba fimm glös!“ sagði ég og starði í reynslurík augu hans. „Er það?“ spurði Katrín og hallaði undir flatt. Andrúmsloftið var þrúgandi. Steingrímur hló ekki. Hann brosti ekki. Hann sagði ekki neitt. Og ég? Ég vinn ekki lengur á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Vinnustaðargrínarinn er vandmeðfarið hlutverk. Hann ber mikla ábyrgð á stemningunni á vinnustaðnum og þarf að finna jafnvægið milli kæruleysis og framleiðni. Of mikið grín hindrar störf fólks á sama tíma og of lítið grín getur drepið móralinn með sömu afleiðingum. Sjálfurhef ég tekið að mér hlutverk vinnustaðargrínarans með góðum árangri. Undantekningin sannar þó regluna í því eins og öðru og á síðasta vinnustað sem ég starfaði á lenti ég í aðstæðum sem ég óska engum vinnustaðargrínara að lenda í: Ég missteig mig í gríninu. Og það í árlegum jólahádegisverði Alþingis á Hótel Borg. Égmætti of seint og þurfti því að deila borði með forsætisnefnd í stað flokksins sem ég starfaði fyrir. Fljótlega eftir að ég settist niður tók ég eftir því að jólaölskannan var tóm. Sessunautur minn hóf strax að reyna að útvega áfyllingu því hangikjöt án jólaöls er jú bara soðið kjöt. Ekki var búið að fylla á könnuna þegar Katrín Jakobsdóttir settist mér á vinstri hönd. Hún var augljóslega þyrst því hún greip tómt glasið sitt og spurði um jólaölið. Égleit yfir borðið og sá þverpólitíska röð af reynsluboltum — alla með full glös af jólaöli. Augu mín staðnæmdust á tómri könnunni. Það var þá sem ég kyngdi stoltinu og tók eina verstu ákvörðun síðasta árs: Að kynna vinnustaðargrínarann fyrir forsætisnefnd Alþingis. „Steingrímurkláraði jólaölið,“ sagði ég við Katrínu og passaði að Steingrímur J. myndi heyra í mér. „Það er ekki satt,“ svaraði hann alvarlegur og ég fann að grínið var komið út á hálan ís. Þrátt fyrir að ótal viðvörunarbjöllur ómuðu í kór í höfði mínu ákvað ég að ganga skrefinu lengra. „Uu. Jú. Ég sá þig klára jólaölið. Þú ert búinn að þamba fimm glös!“ sagði ég og starði í reynslurík augu hans. „Er það?“ spurði Katrín og hallaði undir flatt. Andrúmsloftið var þrúgandi. Steingrímur hló ekki. Hann brosti ekki. Hann sagði ekki neitt. Og ég? Ég vinn ekki lengur á Alþingi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun