Fallið á gæskuprófinu Pawel Bartoszek skrifar 30. maí 2014 07:00 Við búum í góðu ríki. Við höfum flest vanist því að búa í góðu ríki og sjáum varla fyrir okkur hvernig hitt ætti að líta út. En því miður geymir sagan dæmi um það þegar ríki verða vond, stundum jafnvel með lýðræðislegum aðferðum. „Auðvitað mun slíkt aldrei gerast hér,“ hugsar fólk. Hvað á ég við með því að ríkið sé gott? Ég á ekki við að allt sem ríkið geri þurfi að vera gott. Eða að allir sem hjá ríkinu starfi séu gott fólk. Góð ríki gera fullt af rugli. Stundum vegna peningaskorts, stundum vegna fáfræði, stundum vegna hagsmunaárekstra. En í grundvallaratriðum keppa góð ríki þó að því að borgarar þeirra fái að blómstra: að þeir séu látnir í friði ef þeir valda ekki skaða og fái jafnvel hjálp til að gera gagn. Ísland er gott ríki. Flest ríkin í kringum okkur eru góð ríki. Alþýðulýðveldin í Mið- og Austur-Evrópu sem liðu undir lok fyrir um aldarfjórðungi voru vond ríki.Þegar fólk meinar vel Ásetningur skiptir máli. Ég er til dæmis ósammála þeim sem vilja að atvinnuleysisbætur verði jafnlágar/jafnháar og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Atvinnuleysisbótum fylgja ýmsar kvaðir. Menn þurfa að staðfesta atvinnuleit, menn þurfa að mæta á námskeið og menn mega ekki fara til útlanda án þess að láta Vinnumálastofnun vita. Mér finnst rétt að menn njóti fjárhagslegrar umbunar fyrir að þurfa að uppfylla þessar kvaðir. Sjálfum finnst mér að frekar ætti að auka tekjur þeirra sem taka að sér launuð störf. En eru hinar hugmyndirnar settar fram með mannvonsku að leiðarljósi? Augljóslega ekki. Það er til fullt af fólki sem líst ekkert á þessar hugmyndir um að þétta byggð svo fólk geti labbað, hjólað og tekið strætó meira. Það fólk er sannfært um að ungt fólk dreymi um að fá úthlutað lóð og fari að byggja eigið einbýlishús. Eflaust er það rétt að til er fólk sem dreymir um þetta og þá eru til stjórnmálamenn sem hugsa: „Ef fólkið vill þetta eigum við þá ekki að reyna að skaffa þetta?“ Ég get verið ósammála því að bæir eigi þá niðurgreiða lóðir, skylda fólk til að vera með ókeypis bílastæði og byggja margra hæða slaufur þar sem ein gata mæti annarri til að liðið komist á milli staða. En ég get ekki sagt að þessar hugmyndir séu settar fram af mannvonsku. Þær eru það augljóslega ekki. Ég er ekki sammála þeim sem vilja hafa Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og hvergi annars staðar. Ég held að við fengjum miklu betri borg með því að byggja þar en ekki uppi á heiði. En þeir sem vilja halda vellinum á sínum stað nefna það helst sem rök að fólk utan Reykjavíkur geti komist hraðar á sjúkrahús til að sækja þjónustu í borginni. Og þótt tilfinningahitinn í röksemdafærslunni sé oft mikill þá byggist grunnhugmyndin samt á gæsku: Hugmyndinni um að hið opinbera ætti að vera hjálplegt fólki. Að það ætti að reyna að bjarga lífi þess.Þegar fólk meinar illa Það kosningaloforð að fólk ætti ekki að fá að byggja hús vegna trúar sinnar fellur á gæskuprófinu. Ríki sem hefði slíka stefnu væri ekki lengur gott ríki. Það gæti ekki lengur sagt fullum hálsi að það ynni að því að allir borgarar þess fengju að blómstra, óháð bakgrunni. Þess vegna eru skoðanir þeirra stjórnmálamanna sem slíkt bera á torg óásættanlegar. Þeir leiðtogar slíkra flokka sem ýmist styðja þessa félaga sína með þögn eða skipta yfir í metaumræðu um „skaðsemi pólitísks rétttrúnaðar“ eru huglitlir og ekki tækir til að stjórna ríki. Ekki góðu ríki. Því góðu ríki má ekki vera stýrt af fólki sem fellur á gæskuprófinu. Fólki sem getur ekki lofað öllum sínum borgurum að það muni tryggja rétt þeirra til að reyna að blómstra. Án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Eins og segir í stjórnarskránni. Köld áminning dagsins: Við erum aldrei lengra en tvennum þingkosningum frá því að verða fasistaríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Pawel Bartoszek Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Við búum í góðu ríki. Við höfum flest vanist því að búa í góðu ríki og sjáum varla fyrir okkur hvernig hitt ætti að líta út. En því miður geymir sagan dæmi um það þegar ríki verða vond, stundum jafnvel með lýðræðislegum aðferðum. „Auðvitað mun slíkt aldrei gerast hér,“ hugsar fólk. Hvað á ég við með því að ríkið sé gott? Ég á ekki við að allt sem ríkið geri þurfi að vera gott. Eða að allir sem hjá ríkinu starfi séu gott fólk. Góð ríki gera fullt af rugli. Stundum vegna peningaskorts, stundum vegna fáfræði, stundum vegna hagsmunaárekstra. En í grundvallaratriðum keppa góð ríki þó að því að borgarar þeirra fái að blómstra: að þeir séu látnir í friði ef þeir valda ekki skaða og fái jafnvel hjálp til að gera gagn. Ísland er gott ríki. Flest ríkin í kringum okkur eru góð ríki. Alþýðulýðveldin í Mið- og Austur-Evrópu sem liðu undir lok fyrir um aldarfjórðungi voru vond ríki.Þegar fólk meinar vel Ásetningur skiptir máli. Ég er til dæmis ósammála þeim sem vilja að atvinnuleysisbætur verði jafnlágar/jafnháar og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Atvinnuleysisbótum fylgja ýmsar kvaðir. Menn þurfa að staðfesta atvinnuleit, menn þurfa að mæta á námskeið og menn mega ekki fara til útlanda án þess að láta Vinnumálastofnun vita. Mér finnst rétt að menn njóti fjárhagslegrar umbunar fyrir að þurfa að uppfylla þessar kvaðir. Sjálfum finnst mér að frekar ætti að auka tekjur þeirra sem taka að sér launuð störf. En eru hinar hugmyndirnar settar fram með mannvonsku að leiðarljósi? Augljóslega ekki. Það er til fullt af fólki sem líst ekkert á þessar hugmyndir um að þétta byggð svo fólk geti labbað, hjólað og tekið strætó meira. Það fólk er sannfært um að ungt fólk dreymi um að fá úthlutað lóð og fari að byggja eigið einbýlishús. Eflaust er það rétt að til er fólk sem dreymir um þetta og þá eru til stjórnmálamenn sem hugsa: „Ef fólkið vill þetta eigum við þá ekki að reyna að skaffa þetta?“ Ég get verið ósammála því að bæir eigi þá niðurgreiða lóðir, skylda fólk til að vera með ókeypis bílastæði og byggja margra hæða slaufur þar sem ein gata mæti annarri til að liðið komist á milli staða. En ég get ekki sagt að þessar hugmyndir séu settar fram af mannvonsku. Þær eru það augljóslega ekki. Ég er ekki sammála þeim sem vilja hafa Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og hvergi annars staðar. Ég held að við fengjum miklu betri borg með því að byggja þar en ekki uppi á heiði. En þeir sem vilja halda vellinum á sínum stað nefna það helst sem rök að fólk utan Reykjavíkur geti komist hraðar á sjúkrahús til að sækja þjónustu í borginni. Og þótt tilfinningahitinn í röksemdafærslunni sé oft mikill þá byggist grunnhugmyndin samt á gæsku: Hugmyndinni um að hið opinbera ætti að vera hjálplegt fólki. Að það ætti að reyna að bjarga lífi þess.Þegar fólk meinar illa Það kosningaloforð að fólk ætti ekki að fá að byggja hús vegna trúar sinnar fellur á gæskuprófinu. Ríki sem hefði slíka stefnu væri ekki lengur gott ríki. Það gæti ekki lengur sagt fullum hálsi að það ynni að því að allir borgarar þess fengju að blómstra, óháð bakgrunni. Þess vegna eru skoðanir þeirra stjórnmálamanna sem slíkt bera á torg óásættanlegar. Þeir leiðtogar slíkra flokka sem ýmist styðja þessa félaga sína með þögn eða skipta yfir í metaumræðu um „skaðsemi pólitísks rétttrúnaðar“ eru huglitlir og ekki tækir til að stjórna ríki. Ekki góðu ríki. Því góðu ríki má ekki vera stýrt af fólki sem fellur á gæskuprófinu. Fólki sem getur ekki lofað öllum sínum borgurum að það muni tryggja rétt þeirra til að reyna að blómstra. Án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Eins og segir í stjórnarskránni. Köld áminning dagsins: Við erum aldrei lengra en tvennum þingkosningum frá því að verða fasistaríki.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun