Frægasti api landsins Gunnar Leó Pálsson skrifar 31. maí 2014 15:30 Lilli api ætlar að skemmta sér og öðrum úti um land allt í sumar með vinum sínum í Brúðubílnum. mynd/hálfdán Einn af máttarstólpum Brúðubílsins er eins og flestir vita enginn annar en Lilli api. Lilli hefur vakið mikla athygli enda einn hressasti og skemmtilegasti api sem fyrirfinnst á okkar fallegu jörð. Fréttablaðið vildi fræðast örlítið meira um apann knáa og lagði því fyrir hann nokkrar skemmtilegar spurningar. Af hverju heitir þú Lilli, þú ert nú ekkert svo lítill? Það er vegna þess að Gústi frændi og hinir aparnir eru stærri en ég. Hvað ertu eiginlega gamall? Helga segir allavega að ég sé fimm ára, þannig að ég hlýt að vera fimm ára. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn og hver er uppáhaldsdrykkurinn þinn? Auðvitað bananar, af því að ég er api, og ískalt kranavatn. Nú ert þú svo fallegur á litinn, þess vegna verð ég að spyrja, áttu einhvern uppáhaldslit? Já, appelsínugulan, eins og ég sjálfur. Svona skemmtilegur api eins og þú hlýtur að eiga fullt af vinum. Hvað heitir besti vinur þinn? Ég á marga vini í Brúðubílnum. Dúskur, hann er vinur minn og Blárefurinn, þó hann sé svolítið stríðinn, Svarti Svalur er líka vinur minn. Hann er svo mikill brandarakarl. Og svo auðvitað allir krakkarnir. Þeir eru bestu vinir mínir og hjálpa mér oft til dæmis með stafina og að telja. Áttu þér einhverja uppáhaldshljómsveit og uppáhaldslag? Plebbabandið er uppáhaldshljómsveitin mín. Úlfarnir og refirnir spila á trommurnar og öll hljóðfærin. Oftast spilum við og syngjum „Öxar við ána“ og „Það var einu sinni api í ofsagóðu skapi“. Ég er alltaf í góðu skapi eins og Dúskur. Hvað hefur þú átt heima lengi í Brúðubílnum? Í óteljandi ár. Minnsta kosti 100 ár eða meira. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða geimfari eða brúðustjórnandi eins og Helga eða kannski forseti. Hvað ætlar Lilli að gera í sumar, fara til útlanda eða eitthvað svoleiðis? Ég ætla að hitta alla krakkana. Á hverjum degi eru margar sýningar, minnsta kosti tvær. Og svo líka að fara út um allt Ísland, til dæmis til Grindavíkur og Vestmannaeyja og bara hitta alla krakkana á Íslandi. Er eitthvað meira skemmtilegt sem Lilli vill bæta við? Mig langar að syngja fyrir alla krakkana uppáhaldslagið mitt „Í rólunni sit ég og syng lítið lag“, ég held meira að segja að ég megi syngja það í sumar og Svarti Svalur og krakkarnir syngja með. Það er ofsalega gaman í Brúðubílnum sérstaklega þegar það er ausandi rigning, og allir krakkarnir í allavega litum pollagöllum og ég líka. Lilli api og allir vinir hans í Brúðubílnum verða á ferð og flugi í allt sumar út um land allt og hlakka til að hitta alla hressu krakkana. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Einn af máttarstólpum Brúðubílsins er eins og flestir vita enginn annar en Lilli api. Lilli hefur vakið mikla athygli enda einn hressasti og skemmtilegasti api sem fyrirfinnst á okkar fallegu jörð. Fréttablaðið vildi fræðast örlítið meira um apann knáa og lagði því fyrir hann nokkrar skemmtilegar spurningar. Af hverju heitir þú Lilli, þú ert nú ekkert svo lítill? Það er vegna þess að Gústi frændi og hinir aparnir eru stærri en ég. Hvað ertu eiginlega gamall? Helga segir allavega að ég sé fimm ára, þannig að ég hlýt að vera fimm ára. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn og hver er uppáhaldsdrykkurinn þinn? Auðvitað bananar, af því að ég er api, og ískalt kranavatn. Nú ert þú svo fallegur á litinn, þess vegna verð ég að spyrja, áttu einhvern uppáhaldslit? Já, appelsínugulan, eins og ég sjálfur. Svona skemmtilegur api eins og þú hlýtur að eiga fullt af vinum. Hvað heitir besti vinur þinn? Ég á marga vini í Brúðubílnum. Dúskur, hann er vinur minn og Blárefurinn, þó hann sé svolítið stríðinn, Svarti Svalur er líka vinur minn. Hann er svo mikill brandarakarl. Og svo auðvitað allir krakkarnir. Þeir eru bestu vinir mínir og hjálpa mér oft til dæmis með stafina og að telja. Áttu þér einhverja uppáhaldshljómsveit og uppáhaldslag? Plebbabandið er uppáhaldshljómsveitin mín. Úlfarnir og refirnir spila á trommurnar og öll hljóðfærin. Oftast spilum við og syngjum „Öxar við ána“ og „Það var einu sinni api í ofsagóðu skapi“. Ég er alltaf í góðu skapi eins og Dúskur. Hvað hefur þú átt heima lengi í Brúðubílnum? Í óteljandi ár. Minnsta kosti 100 ár eða meira. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða geimfari eða brúðustjórnandi eins og Helga eða kannski forseti. Hvað ætlar Lilli að gera í sumar, fara til útlanda eða eitthvað svoleiðis? Ég ætla að hitta alla krakkana. Á hverjum degi eru margar sýningar, minnsta kosti tvær. Og svo líka að fara út um allt Ísland, til dæmis til Grindavíkur og Vestmannaeyja og bara hitta alla krakkana á Íslandi. Er eitthvað meira skemmtilegt sem Lilli vill bæta við? Mig langar að syngja fyrir alla krakkana uppáhaldslagið mitt „Í rólunni sit ég og syng lítið lag“, ég held meira að segja að ég megi syngja það í sumar og Svarti Svalur og krakkarnir syngja með. Það er ofsalega gaman í Brúðubílnum sérstaklega þegar það er ausandi rigning, og allir krakkarnir í allavega litum pollagöllum og ég líka. Lilli api og allir vinir hans í Brúðubílnum verða á ferð og flugi í allt sumar út um land allt og hlakka til að hitta alla hressu krakkana.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp