Jafnt í bæjarstjórn – ójafnt heima Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. júní 2014 07:00 Ein af athyglisverðum niðurstöðum sveitarstjórnarkosninganna, sem hefur þó fengið litla athygli, er að hlutfall kynjanna í hópi sveitarstjórnarmanna nálgast nú mjög að vera jafnt. Samkvæmt bráðabirgðatölum er hlutfall kvenna í sveitarstjórnum á landinu öllu nú 44 prósent, en karla 56 prósent. Þetta er gjörbreytt staða frá því sem var fyrir ekkert óskaplega löngu. Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er nú tvöfalt hærra en árið 1990, þegar það var 22 prósent. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum var það um 40 prósent. Það vantar rétt herzlumuninn upp á að hægt hefði verið að fagna því á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á næsta ári að kynjahlutfallið í sveitarstjórnum væri orðið jafnt. Á undanförnum árum hafa verið skrifaðar nokkrar skýrslur og ráðizt í fleiri en eitt átaksverkefni til að rétta hlut kvenna í sveitarstjórnum. Vafalaust hefur eitthvað af því skilað árangri. Sumir flokkar hafa sett reglu um kynjakvóta á framboðslistum, en væntanlega ættu slíkar reglur að vera óþarfar; flokkarnir hljóta fyrir löngu að hafa áttað sig á því að það er vænlegt til árangurs að tefla fram bæði körlum og konum ofarlega á framboðslistunum. Ein ástæðan fyrir hrakförum Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum um helgina er til dæmis alveg áreiðanlega að niðurstaða prófkjörs skilaði þremur körlum í efstu sæti framboðslistans – og munaði ekki óskaplega miklu að þeir yrðu einu fulltrúar flokksins í borgarstjórn. Það er mikil breyting að hátt í helmingur sveitarstjórnarmanna sé konur. Þegar litið er undir yfirborðið er niðurstaðan samt ekki alveg eins glæsileg. Á framboðslistum fyrir kosningarnar í vor var aðeins þriðjungur oddvitanna konur. Það er samt talsverð fjölgun frá því sem var fyrir kosningarnar 2010, en þá voru konur í leiðtogasæti á fjórðungi framboðslistanna. Í rannsókn sem gerð var á meðal kvenna í sveitarstjórnum og Fréttablaðið sagði frá í vor kom fram að konur endast skemur í stjórnmálastarfi í sveitarstjórnum en karlar og þeim finnst þær fá minni völd. Konur taka fremur að sér málaflokka á sviði velferðar- og menntamála en valdameiri stöður á sviði skipulags- og fjármála. Í sömu könnun, sem Bergljót Þrastardóttir hjá Jafnréttisstofu stóð fyrir, kom fram að það sama gildir í sveitarstjórnunum og annars staðar á íslenzkum vinnumarkaði, vinnuumhverfið er íhaldssamt og gerir ráð fyrir kvöld- og helgarvinnu, en heima fyrir ríkir ekki jafnrétti í heimilisstörfum og barnauppeldi. Átaksverkefnin og kynjakvótarnir kunna þannig að hafa hjálpað, en það sem tryggir raunverulegt jafnrétti í sveitarstjórnarpólitíkinni til framtíðar er að það ríki jafnrétti heima fyrir. Sókn kvenna á vettvangi sveitarstjórna er enn sem komið er miklu glæsilegri en sókn karla á vettvangi heimilis og fjölskyldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun
Ein af athyglisverðum niðurstöðum sveitarstjórnarkosninganna, sem hefur þó fengið litla athygli, er að hlutfall kynjanna í hópi sveitarstjórnarmanna nálgast nú mjög að vera jafnt. Samkvæmt bráðabirgðatölum er hlutfall kvenna í sveitarstjórnum á landinu öllu nú 44 prósent, en karla 56 prósent. Þetta er gjörbreytt staða frá því sem var fyrir ekkert óskaplega löngu. Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er nú tvöfalt hærra en árið 1990, þegar það var 22 prósent. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum var það um 40 prósent. Það vantar rétt herzlumuninn upp á að hægt hefði verið að fagna því á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á næsta ári að kynjahlutfallið í sveitarstjórnum væri orðið jafnt. Á undanförnum árum hafa verið skrifaðar nokkrar skýrslur og ráðizt í fleiri en eitt átaksverkefni til að rétta hlut kvenna í sveitarstjórnum. Vafalaust hefur eitthvað af því skilað árangri. Sumir flokkar hafa sett reglu um kynjakvóta á framboðslistum, en væntanlega ættu slíkar reglur að vera óþarfar; flokkarnir hljóta fyrir löngu að hafa áttað sig á því að það er vænlegt til árangurs að tefla fram bæði körlum og konum ofarlega á framboðslistunum. Ein ástæðan fyrir hrakförum Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum um helgina er til dæmis alveg áreiðanlega að niðurstaða prófkjörs skilaði þremur körlum í efstu sæti framboðslistans – og munaði ekki óskaplega miklu að þeir yrðu einu fulltrúar flokksins í borgarstjórn. Það er mikil breyting að hátt í helmingur sveitarstjórnarmanna sé konur. Þegar litið er undir yfirborðið er niðurstaðan samt ekki alveg eins glæsileg. Á framboðslistum fyrir kosningarnar í vor var aðeins þriðjungur oddvitanna konur. Það er samt talsverð fjölgun frá því sem var fyrir kosningarnar 2010, en þá voru konur í leiðtogasæti á fjórðungi framboðslistanna. Í rannsókn sem gerð var á meðal kvenna í sveitarstjórnum og Fréttablaðið sagði frá í vor kom fram að konur endast skemur í stjórnmálastarfi í sveitarstjórnum en karlar og þeim finnst þær fá minni völd. Konur taka fremur að sér málaflokka á sviði velferðar- og menntamála en valdameiri stöður á sviði skipulags- og fjármála. Í sömu könnun, sem Bergljót Þrastardóttir hjá Jafnréttisstofu stóð fyrir, kom fram að það sama gildir í sveitarstjórnunum og annars staðar á íslenzkum vinnumarkaði, vinnuumhverfið er íhaldssamt og gerir ráð fyrir kvöld- og helgarvinnu, en heima fyrir ríkir ekki jafnrétti í heimilisstörfum og barnauppeldi. Átaksverkefnin og kynjakvótarnir kunna þannig að hafa hjálpað, en það sem tryggir raunverulegt jafnrétti í sveitarstjórnarpólitíkinni til framtíðar er að það ríki jafnrétti heima fyrir. Sókn kvenna á vettvangi sveitarstjórna er enn sem komið er miklu glæsilegri en sókn karla á vettvangi heimilis og fjölskyldu.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun