Lyfjaeitranir barna Teitur Guðmundsson skrifar 3. júní 2014 07:00 Þegar maður er ungur að aldri, þá gildir einu af hvoru kyninu, er forvitnin ein af driffjöðrunum við að rannsaka heiminn. Það er gaman að fylgjast með börnum vaxa úr grasi, sjá þau læra með tímanum hvernig umhverfi þeirra virkar, hvaða hættur eru til staðar og hvernig beri að varast þær. Við sem eldri erum og höfum þegar gengið þessa vegferð vitum að nauðsynlegt er að hafa „vit“ fyrir þeim yngri og passa að þau fari sér ekki að voða. Þetta á við um flesta hluti í umhverfi okkar. Margir þeirra eru áhugaverðir sökum litar, hljóðs eða hreyfingar og hver kannast ekki við ungabarnið sem fer að snerta sjónvarpsskjáinn sem sameinar alla þessa þrjá hluti í einum. Líklega er það þess vegna sem það er jafn góð barnapía og raun ber vitni og er örugglega ofnotað í þeim tilgangi víðast hvar. Að sama skapi eru spjaldtölvur í dag með snertiskjái og hafa þannig tekið forystuna í barnapíuhlutverkinu á mörgum heimilum með þeirri vídd sem þær bjóða upp á við að fanga huga barna okkar. Allt er þetta eðlilegt út frá því sem börn veita athygli, en sem betur fer eru þau ekki stöðugt í slíkum tækjum og leita því á vit ævintýranna. Fikt og ýmist brölt, mestmegnis sakleysislegt, en í sumum tilvikum lífshættulegt. Það á sérstaklega við um lyf sem þau geta fundið víða á heimilum fólks, fæðubótarefni og vítamín sem líta út eins og sælgæti eru klárlega mjög spennandi fyrir litla einstaklinga að gleypa, því af eðlisávísun nota börn munninn til að átta sig á umhverfi sínu. Við sjáum það reglubundið hérlendis að börn hafa komist í tæri við þessi efni og geta þau þá þurft á bráðri aðstoð að halda. Samkvæmt rannsóknum t.d. í Bandaríkjunum eru ríflega 67.000 börn meðhöndluð á ári hverju vegna lyfjaeitrunar, það er eitt barn á átta mínútna fresti allt árið um kring. Meira en hálfri milljón símtala foreldra er svarað árlega þar sem slíkar áhyggjur eru viðraðar. Til eru tölur um það hvar og hvernig þau komast í tæri við slík lyf, en í 40% tilvika hjá afa og ömmu, 30% hjá mömmu, 8% hjá föður og 12% hjá systkinum. Tæplega 30% eru á gólfinu, 20% í handtöskum og enn önnur 20% í skúffu sem barnið kemst í. Þetta eru afar áhugaverðar tölur og má eflaust heimfæra þær að einhverju leyti upp á Ísland.Leiðbeiningar um varnir Til eru samtök sem heita Safekidsworldwide þar sem ýmsan fróðleik er að finna og leiðbeiningar varðandi varnir gegn hinum ýmsu vágestum barna, þ.á.m lyfjaeitrana. Þessi samtök tóku við af National SAFE kids campaign í Bandaríkjunum sem barnabráðaskurðlæknirinn Dr. Eichelberger stofnaði árið 1988. En honum ofbauð fjöldi þeirra barna sem létu lífið vegna aðstæðna sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Nokkrar ráðleggingar eru afar einfaldar en geysilega öflugar sem forvörn, líkt og að geyma lyf og bætiefni þar sem börn komast ekki að þeim. Jafnvel þó það séu engin börn á heimilinu dags daglega. Læstar hirslur, háir skápar, ekki í veskjum og þannig mætti lengi telja. Það er býsna langt og flókið mál að telja upp allt það sem getur valdið skaða og hvernig, en gott er að muna það að skammtastærðir eru háðar líkamsþunga í flestum ef ekki öllum tilvikum. Það er því augljóst að eitthvað sem er ætlað fullorðnum sem er 10-20 sinnum þyngri en barn getur ekki verið hollt, hið sama á við um bætiefni og vítamín. Göngum því varlega um þessi efni og komum sameiginlega í veg fyrir að þau valdi skaða hjá óvitanum. Að þessu sögðu má ekki gleyma þeirri staðreynd að börn eldast og verða að unglingum og þrátt fyrir að maður skyldi ætla að þau þekktu hætturnar eiga sér samt stað lyfjaeitranir slíkra einstaklinga. Ástæðan er kaldranaleg og sorgleg, en þekkt er að vísvitandi inntaka til sjálfsskaða á sér stað í þessum aldurshópi. Við sjáum það á Íslandi sem annars staðar að áföll, vanlíðan, einelti og ýmsar aðrar ástæður, jafnvel ástarsorg, leiða til þess hörmulega gjörnings að ungur maður eða kona reynir að svipta sig lífi með lyfjum. Nauðsynlegt er að sporna við því að slíkt geti gerst með upplýstri og opinni umræðu, styðja og aðstoða þá sem líður illa og beina þeim í réttan farveg. Hér gildir þó ekki síst sama reglan og hjá óvitunum að lyf eru hættuleg, þau eru ætluð ákveðnum einstaklingi og engum öðrum. Sá hinn sami sem ber ábyrgð á öryggi sínu og þeirra sem í kringum hann eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Þegar maður er ungur að aldri, þá gildir einu af hvoru kyninu, er forvitnin ein af driffjöðrunum við að rannsaka heiminn. Það er gaman að fylgjast með börnum vaxa úr grasi, sjá þau læra með tímanum hvernig umhverfi þeirra virkar, hvaða hættur eru til staðar og hvernig beri að varast þær. Við sem eldri erum og höfum þegar gengið þessa vegferð vitum að nauðsynlegt er að hafa „vit“ fyrir þeim yngri og passa að þau fari sér ekki að voða. Þetta á við um flesta hluti í umhverfi okkar. Margir þeirra eru áhugaverðir sökum litar, hljóðs eða hreyfingar og hver kannast ekki við ungabarnið sem fer að snerta sjónvarpsskjáinn sem sameinar alla þessa þrjá hluti í einum. Líklega er það þess vegna sem það er jafn góð barnapía og raun ber vitni og er örugglega ofnotað í þeim tilgangi víðast hvar. Að sama skapi eru spjaldtölvur í dag með snertiskjái og hafa þannig tekið forystuna í barnapíuhlutverkinu á mörgum heimilum með þeirri vídd sem þær bjóða upp á við að fanga huga barna okkar. Allt er þetta eðlilegt út frá því sem börn veita athygli, en sem betur fer eru þau ekki stöðugt í slíkum tækjum og leita því á vit ævintýranna. Fikt og ýmist brölt, mestmegnis sakleysislegt, en í sumum tilvikum lífshættulegt. Það á sérstaklega við um lyf sem þau geta fundið víða á heimilum fólks, fæðubótarefni og vítamín sem líta út eins og sælgæti eru klárlega mjög spennandi fyrir litla einstaklinga að gleypa, því af eðlisávísun nota börn munninn til að átta sig á umhverfi sínu. Við sjáum það reglubundið hérlendis að börn hafa komist í tæri við þessi efni og geta þau þá þurft á bráðri aðstoð að halda. Samkvæmt rannsóknum t.d. í Bandaríkjunum eru ríflega 67.000 börn meðhöndluð á ári hverju vegna lyfjaeitrunar, það er eitt barn á átta mínútna fresti allt árið um kring. Meira en hálfri milljón símtala foreldra er svarað árlega þar sem slíkar áhyggjur eru viðraðar. Til eru tölur um það hvar og hvernig þau komast í tæri við slík lyf, en í 40% tilvika hjá afa og ömmu, 30% hjá mömmu, 8% hjá föður og 12% hjá systkinum. Tæplega 30% eru á gólfinu, 20% í handtöskum og enn önnur 20% í skúffu sem barnið kemst í. Þetta eru afar áhugaverðar tölur og má eflaust heimfæra þær að einhverju leyti upp á Ísland.Leiðbeiningar um varnir Til eru samtök sem heita Safekidsworldwide þar sem ýmsan fróðleik er að finna og leiðbeiningar varðandi varnir gegn hinum ýmsu vágestum barna, þ.á.m lyfjaeitrana. Þessi samtök tóku við af National SAFE kids campaign í Bandaríkjunum sem barnabráðaskurðlæknirinn Dr. Eichelberger stofnaði árið 1988. En honum ofbauð fjöldi þeirra barna sem létu lífið vegna aðstæðna sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Nokkrar ráðleggingar eru afar einfaldar en geysilega öflugar sem forvörn, líkt og að geyma lyf og bætiefni þar sem börn komast ekki að þeim. Jafnvel þó það séu engin börn á heimilinu dags daglega. Læstar hirslur, háir skápar, ekki í veskjum og þannig mætti lengi telja. Það er býsna langt og flókið mál að telja upp allt það sem getur valdið skaða og hvernig, en gott er að muna það að skammtastærðir eru háðar líkamsþunga í flestum ef ekki öllum tilvikum. Það er því augljóst að eitthvað sem er ætlað fullorðnum sem er 10-20 sinnum þyngri en barn getur ekki verið hollt, hið sama á við um bætiefni og vítamín. Göngum því varlega um þessi efni og komum sameiginlega í veg fyrir að þau valdi skaða hjá óvitanum. Að þessu sögðu má ekki gleyma þeirri staðreynd að börn eldast og verða að unglingum og þrátt fyrir að maður skyldi ætla að þau þekktu hætturnar eiga sér samt stað lyfjaeitranir slíkra einstaklinga. Ástæðan er kaldranaleg og sorgleg, en þekkt er að vísvitandi inntaka til sjálfsskaða á sér stað í þessum aldurshópi. Við sjáum það á Íslandi sem annars staðar að áföll, vanlíðan, einelti og ýmsar aðrar ástæður, jafnvel ástarsorg, leiða til þess hörmulega gjörnings að ungur maður eða kona reynir að svipta sig lífi með lyfjum. Nauðsynlegt er að sporna við því að slíkt geti gerst með upplýstri og opinni umræðu, styðja og aðstoða þá sem líður illa og beina þeim í réttan farveg. Hér gildir þó ekki síst sama reglan og hjá óvitunum að lyf eru hættuleg, þau eru ætluð ákveðnum einstaklingi og engum öðrum. Sá hinn sami sem ber ábyrgð á öryggi sínu og þeirra sem í kringum hann eru.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun