Húðvörur Sif Cosmetics seldar í 700 verslunum Haraldur Guðmundsson skrifar 11. júní 2014 07:00 Kristinn D. Grétarsson er forstjóri ORF Líftækni og Sif Cosmetics. Vísir/Daníel Vörur ORF Líftækni og dótturfyrirtækisins Sif Cosmetics eru nú seldar til um 30 landa. Sala á þeim skilaði fyrirtækjunum um hálfum milljarði króna í tekjur á síðasta ári og síðan þá hafa fimm lönd bæst í hópinn. Stjórnendur samstæðunnar gera ráð fyrir 650 milljóna króna sölutekjum á þessu ári. Gangi áætlanir þeirra eftir mun reksturinn skila hagnaði í fyrsta sinn í sögu ORF Líftækni.Meðferð á 39 þúsund krónur Árið 2006 hóf ORF Líftækni framleiðslu á svokölluðum vaxtarþáttum, sérvirkum próteinum, sem fyrirtækið ræktar í byggplöntum í hátæknigróðurhúsi í Grindavík. Vaxtarþættirnir eru seldir til háskólasjúkrahúsa, lyfjafyrirtækja og rannsóknarstofa og notaðir í stofnfrumurannsóknir og frumuræktun. Þeir fara einnig í snyrtivörur Sif Cosmetics sem var stofnað árið 2009. Dótturfyrirtækið hefur séð um þróun og markaðssetningu á húðdropum, augnkremum og öðrum húðvörum. Hér á landi eru þær seldar undir vörumerkinu EGF en nafninu Bioeffect í útlöndum. Kristinn D. Grétarsson, forstjóri samstæðunnar, sýnir blaðamanni vöru merkta Bioeffect sem inniheldur 30 daga húðmeðferð og kostar 250 evrur, tæpar 39 þúsund krónur. „Þetta er okkar virkasta og öflugasta vara og hún er gífurlega vinsæl. Þessa stundina er hún eingöngu fáanleg erlendis en við ætlum að koma henni á markað hér heima.“ Kristinn útskýrir hvernig allar frumur líkamans eiga það sameiginlegt að þurfa næringu og ákveðin efni til að endurnýja sig. Húðfrumur þurfi prótein sem líkaminn framleiði minna af eftir því sem við eldumst. „Við splæsum þessu erfðaefni inn í byggið og það lætur plata sig og fer að framleiða vaxtarþættina. Húðfruman þekkir þetta efni og endurnýjar sig hraðar,“ segir Kristinn. Hann bætir við að fyrirtækið sé ekki með einkaleyfi á framleiðsluaðferðinni enda sé hún byggð á þekktri aðferðafræði. „Hins vegar hefur engum öðrum tekist að framleiða þessa vaxtarþætti í byggi,“ segir Kristinn. Fyrir utan skrifstofuna hans hanga plaköt sem sýna alla 40 vaxtarþætti fyrirtækisins.Húðmeðferð Sif Cosmetics sem kostar 250 evrur.Vísir/DaníelÍ vélum British Airways Húðvörur Sif Cosmetics komu fyrst á markað árið 2010 og fjórum árum síðar eru þær orðnar sjö talsins og sú áttunda er á leiðinni. Vörurnar eru nú fáanlegar í 700 verslunum í 25 löndum og þar af í flestum löndum Evrópu eins og Finnlandi, Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi, Belgíu og Austurríki. Þær má einnig finna í öðrum heimsálfum í löndum eins og Kanada, Panama, Suður-Afríku, Suður-Kóreu og Kína. Húðdropar Bioeffect seljast að sögn Kristins betur en nokkur einstök áfengis- eða tóbaksvara í flugvélum British Airways og voru um tíma mest seldu snyrtivörurnar í vélum þýska flugfélagsins Lufthansa. „Fyrir nokkrum dögum gerðum við samning við verslanakeðju í Finnlandi sem heitir Sokos og við erum einnig komin inn í flugvélar Finnair. Þar að auki erum við í 22 apótekum í landinu og því má segja að við séum búin að komast inn á allan finnska markaðinn. Svo tekur tíma að koma sölunni í gang og ná veltunni upp,“ segir Kristinn. Hann segir Finnland gott dæmi um land þar sem umboðsaðilar Sif hafi unnið gott kynningarstarf og komið vörunum í verslanir sem selji lúxusvörur. „Við höfum auðvitað gert mistök á þessum tíma sem við höfum verið að vaxa. Við höfum þurft að segja upp samningum við ákveðna umboðsaðila því þeir stóðu sig ekki og því er mikilvægt að varan sé í höndum réttra aðila. Það er ekki nóg að kvitta undir dreifisamning og senda út góða vöru. Það þarf að passa að varan sé í höndum réttra aðila og það er vinna sem er stöðugt í gangi hjá okkur,“ segir Kristinn. „Eins og ég met það núna er ærið verkefni fram undan við að halda fókus og hjálpa umboðsaðilum okkar þannig að áætlanir geti gengið eftir. Það væri of stór biti að vinna að þessu og ætla að sama skapi inn á Bandaríkjamarkað. Við horfum þangað þegar þar að kemur,“ segir Kristinn spurður hvort vörurnar séu fáanlegar í Bandaríkjunum.Virknin rannsökuð Snyrtivörumarkaðurinn veltir miklum fjárhæðum og þar er úr nægu að velja. Í sumum tilvikum liggja vísindalegar rannsóknir að baki fullyrðingum snyrtivöruframleiðenda um ágæti varanna en svo er ekki alltaf. Martina Kerscher, prófessor í snyrtivöruvísindum (e. cosmetic science) við Háskólann í Hamborg, gerði nýverið rannsókn á vörum Sif og kynnti niðurstöðurnar í Mónakó í apríl síðastliðnum. Þátttakendur í rannsókninni voru fengnir til að bera vörur fyrirtækisins á annan helming andlitsins og á hinn helminginn óvirk efni. Þar sem vörurnar voru notaðar þykknaði húðin að sögn Kristins um 60 prósent. „Þessar tölur sjást hvergi nema í lyfjum sem hafa aukaverkanir. Við erum því með í höndunum vöru sem virkar og hægir á öldrun húðarinnar og byggir hana upp,“ segir Kristinn. Hann tekur fram að fyrirtækið hafi ekki greitt fyrir rannsóknina. Niðurstöðurnar verði birtar í fagtímaritum og Kersher sé væntanleg hingað til lands í haust til að kynna þær. „Kerscher hafði sem kona og húðlæknir áhuga á vörunni og keypti hana. Þá fann hún fyrir virkninni og ákvað að kynna sér innihald vörunnar og í kjölfarið réðst hún í rannsóknina.“Rannsóknir og framleiðsla ORF Líftækni og Sif Cosmetics fara fram í höfuðstöðvunum í Kópavogi.Vísir/DaníelGera ráð fyrir hagnaði Um 40 manns starfa hjá ORF Líftækni og dótturfyrirtækinu. Flestir vinna í höfuðstöðvunum við Víkurhvarf í Kópavogi þar sem finna má skrifstofur, rannsóknarstofur og framleiðslu fyrirtækisins. Í gróðurhúsinu í Grindavík eru þrjú og hálft stöðugildi. Á stórum hvítum vegg í matsal fyrirtækisins má sjá úrklippur úr tímaritum og dagblöðum sem hafa fjallað um vörur Sif Cosmetics. Kristinn sýnir blaðamanni vegginn og segir fyrirtækið hafa verið til umfjöllunar í yfir 100 erlendum tímaritum eða dagblöðum á þessu ári einu. Kristinn var ráðinn forstjóri samstæðunnar í mars. Hann var áður forstjóri líftæknifyrirtækisins Mentis Cura ehf. og framkvæmdastjóri fjármögnunar hjá Straumi-Burðarási. „Ég hafði fylgst með fyrirtækinu og fannst öll umgjörðin í kringum það góð. Fyrirtækið er vel fjármagnað og varan er að ná árangri og sú blanda er verulega spennandi.“ Eigið fé samstæðunnar er jákvætt um 698 milljónir króna samkvæmt ársreikningi síðasta árs. Þá var tap á rekstrinum upp á rúmar 60 milljónir króna og 62 árið áður. „Áætlanir okkar fyrir þetta ár gera ráð fyrir að við skilum hagnaði í fyrsta sinn,“ segir Kristinn. „Eins og ég segi þá erum við á áætlun og það stefnir í mikilvægan áfanga og merkilegt ár í sögu fyrirtækisins.“ Hlutafé ORF Líftækni var aukið um 300 milljónir króna í mars 2012. Fjórtán innlendir og erlendir fjárfestar tóku þátt í hlutafjáraukningunni. Kristinn segir ekki stefnt að frekari aukningu hlutafjár. „Góður kostur við þetta félag er hversu góður hluthafahópur er á bak við það. Eins og ég upplifi hluthafana þá hafa þeir stutt vel og lengi við félagið í langri sögu þess sem er mjög mikilvægt.“ ORF Líftækni tók í maí þátt í lokuðum fundi Kauphallarinnar þar sem ellefu nýsköpunarfyrirtæki kynntu starfsemi sína fyrir fagfjárfestum og öðrum. „Fyrirtækin þar áttu það nánast öll sameiginlegt að hafa þurft tíu ár til að komast almennilega af stað. Fólk vanmetur oft hversu langan tíma það tekur að búa til peninga,“ segir Kristinn. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Vörur ORF Líftækni og dótturfyrirtækisins Sif Cosmetics eru nú seldar til um 30 landa. Sala á þeim skilaði fyrirtækjunum um hálfum milljarði króna í tekjur á síðasta ári og síðan þá hafa fimm lönd bæst í hópinn. Stjórnendur samstæðunnar gera ráð fyrir 650 milljóna króna sölutekjum á þessu ári. Gangi áætlanir þeirra eftir mun reksturinn skila hagnaði í fyrsta sinn í sögu ORF Líftækni.Meðferð á 39 þúsund krónur Árið 2006 hóf ORF Líftækni framleiðslu á svokölluðum vaxtarþáttum, sérvirkum próteinum, sem fyrirtækið ræktar í byggplöntum í hátæknigróðurhúsi í Grindavík. Vaxtarþættirnir eru seldir til háskólasjúkrahúsa, lyfjafyrirtækja og rannsóknarstofa og notaðir í stofnfrumurannsóknir og frumuræktun. Þeir fara einnig í snyrtivörur Sif Cosmetics sem var stofnað árið 2009. Dótturfyrirtækið hefur séð um þróun og markaðssetningu á húðdropum, augnkremum og öðrum húðvörum. Hér á landi eru þær seldar undir vörumerkinu EGF en nafninu Bioeffect í útlöndum. Kristinn D. Grétarsson, forstjóri samstæðunnar, sýnir blaðamanni vöru merkta Bioeffect sem inniheldur 30 daga húðmeðferð og kostar 250 evrur, tæpar 39 þúsund krónur. „Þetta er okkar virkasta og öflugasta vara og hún er gífurlega vinsæl. Þessa stundina er hún eingöngu fáanleg erlendis en við ætlum að koma henni á markað hér heima.“ Kristinn útskýrir hvernig allar frumur líkamans eiga það sameiginlegt að þurfa næringu og ákveðin efni til að endurnýja sig. Húðfrumur þurfi prótein sem líkaminn framleiði minna af eftir því sem við eldumst. „Við splæsum þessu erfðaefni inn í byggið og það lætur plata sig og fer að framleiða vaxtarþættina. Húðfruman þekkir þetta efni og endurnýjar sig hraðar,“ segir Kristinn. Hann bætir við að fyrirtækið sé ekki með einkaleyfi á framleiðsluaðferðinni enda sé hún byggð á þekktri aðferðafræði. „Hins vegar hefur engum öðrum tekist að framleiða þessa vaxtarþætti í byggi,“ segir Kristinn. Fyrir utan skrifstofuna hans hanga plaköt sem sýna alla 40 vaxtarþætti fyrirtækisins.Húðmeðferð Sif Cosmetics sem kostar 250 evrur.Vísir/DaníelÍ vélum British Airways Húðvörur Sif Cosmetics komu fyrst á markað árið 2010 og fjórum árum síðar eru þær orðnar sjö talsins og sú áttunda er á leiðinni. Vörurnar eru nú fáanlegar í 700 verslunum í 25 löndum og þar af í flestum löndum Evrópu eins og Finnlandi, Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi, Belgíu og Austurríki. Þær má einnig finna í öðrum heimsálfum í löndum eins og Kanada, Panama, Suður-Afríku, Suður-Kóreu og Kína. Húðdropar Bioeffect seljast að sögn Kristins betur en nokkur einstök áfengis- eða tóbaksvara í flugvélum British Airways og voru um tíma mest seldu snyrtivörurnar í vélum þýska flugfélagsins Lufthansa. „Fyrir nokkrum dögum gerðum við samning við verslanakeðju í Finnlandi sem heitir Sokos og við erum einnig komin inn í flugvélar Finnair. Þar að auki erum við í 22 apótekum í landinu og því má segja að við séum búin að komast inn á allan finnska markaðinn. Svo tekur tíma að koma sölunni í gang og ná veltunni upp,“ segir Kristinn. Hann segir Finnland gott dæmi um land þar sem umboðsaðilar Sif hafi unnið gott kynningarstarf og komið vörunum í verslanir sem selji lúxusvörur. „Við höfum auðvitað gert mistök á þessum tíma sem við höfum verið að vaxa. Við höfum þurft að segja upp samningum við ákveðna umboðsaðila því þeir stóðu sig ekki og því er mikilvægt að varan sé í höndum réttra aðila. Það er ekki nóg að kvitta undir dreifisamning og senda út góða vöru. Það þarf að passa að varan sé í höndum réttra aðila og það er vinna sem er stöðugt í gangi hjá okkur,“ segir Kristinn. „Eins og ég met það núna er ærið verkefni fram undan við að halda fókus og hjálpa umboðsaðilum okkar þannig að áætlanir geti gengið eftir. Það væri of stór biti að vinna að þessu og ætla að sama skapi inn á Bandaríkjamarkað. Við horfum þangað þegar þar að kemur,“ segir Kristinn spurður hvort vörurnar séu fáanlegar í Bandaríkjunum.Virknin rannsökuð Snyrtivörumarkaðurinn veltir miklum fjárhæðum og þar er úr nægu að velja. Í sumum tilvikum liggja vísindalegar rannsóknir að baki fullyrðingum snyrtivöruframleiðenda um ágæti varanna en svo er ekki alltaf. Martina Kerscher, prófessor í snyrtivöruvísindum (e. cosmetic science) við Háskólann í Hamborg, gerði nýverið rannsókn á vörum Sif og kynnti niðurstöðurnar í Mónakó í apríl síðastliðnum. Þátttakendur í rannsókninni voru fengnir til að bera vörur fyrirtækisins á annan helming andlitsins og á hinn helminginn óvirk efni. Þar sem vörurnar voru notaðar þykknaði húðin að sögn Kristins um 60 prósent. „Þessar tölur sjást hvergi nema í lyfjum sem hafa aukaverkanir. Við erum því með í höndunum vöru sem virkar og hægir á öldrun húðarinnar og byggir hana upp,“ segir Kristinn. Hann tekur fram að fyrirtækið hafi ekki greitt fyrir rannsóknina. Niðurstöðurnar verði birtar í fagtímaritum og Kersher sé væntanleg hingað til lands í haust til að kynna þær. „Kerscher hafði sem kona og húðlæknir áhuga á vörunni og keypti hana. Þá fann hún fyrir virkninni og ákvað að kynna sér innihald vörunnar og í kjölfarið réðst hún í rannsóknina.“Rannsóknir og framleiðsla ORF Líftækni og Sif Cosmetics fara fram í höfuðstöðvunum í Kópavogi.Vísir/DaníelGera ráð fyrir hagnaði Um 40 manns starfa hjá ORF Líftækni og dótturfyrirtækinu. Flestir vinna í höfuðstöðvunum við Víkurhvarf í Kópavogi þar sem finna má skrifstofur, rannsóknarstofur og framleiðslu fyrirtækisins. Í gróðurhúsinu í Grindavík eru þrjú og hálft stöðugildi. Á stórum hvítum vegg í matsal fyrirtækisins má sjá úrklippur úr tímaritum og dagblöðum sem hafa fjallað um vörur Sif Cosmetics. Kristinn sýnir blaðamanni vegginn og segir fyrirtækið hafa verið til umfjöllunar í yfir 100 erlendum tímaritum eða dagblöðum á þessu ári einu. Kristinn var ráðinn forstjóri samstæðunnar í mars. Hann var áður forstjóri líftæknifyrirtækisins Mentis Cura ehf. og framkvæmdastjóri fjármögnunar hjá Straumi-Burðarási. „Ég hafði fylgst með fyrirtækinu og fannst öll umgjörðin í kringum það góð. Fyrirtækið er vel fjármagnað og varan er að ná árangri og sú blanda er verulega spennandi.“ Eigið fé samstæðunnar er jákvætt um 698 milljónir króna samkvæmt ársreikningi síðasta árs. Þá var tap á rekstrinum upp á rúmar 60 milljónir króna og 62 árið áður. „Áætlanir okkar fyrir þetta ár gera ráð fyrir að við skilum hagnaði í fyrsta sinn,“ segir Kristinn. „Eins og ég segi þá erum við á áætlun og það stefnir í mikilvægan áfanga og merkilegt ár í sögu fyrirtækisins.“ Hlutafé ORF Líftækni var aukið um 300 milljónir króna í mars 2012. Fjórtán innlendir og erlendir fjárfestar tóku þátt í hlutafjáraukningunni. Kristinn segir ekki stefnt að frekari aukningu hlutafjár. „Góður kostur við þetta félag er hversu góður hluthafahópur er á bak við það. Eins og ég upplifi hluthafana þá hafa þeir stutt vel og lengi við félagið í langri sögu þess sem er mjög mikilvægt.“ ORF Líftækni tók í maí þátt í lokuðum fundi Kauphallarinnar þar sem ellefu nýsköpunarfyrirtæki kynntu starfsemi sína fyrir fagfjárfestum og öðrum. „Fyrirtækin þar áttu það nánast öll sameiginlegt að hafa þurft tíu ár til að komast almennilega af stað. Fólk vanmetur oft hversu langan tíma það tekur að búa til peninga,“ segir Kristinn.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira