Sækir um öll störf auglýst í Reykjavík Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. júní 2014 11:30 Liversidge býr og starfar í London en verk hans teygja anga sína í ótal ólíka miðla. Í dag klukkan fimm verður opnuð í i8 sýning á verkum Peters Liversidge. Þetta er fyrsta einkasýning hans í galleríinu, en hún stendur til 9. ágúst. Liversidge býr og starfar í London. „Verk hans eru tilraunakennd í eðli sínu og endurspegla kraft skapandi hugsunar,“ segir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, í galleríi i8. „Undanfarin sextán ár hefur Liversidge hafið öll verk sín með því að vélrita fyrirmæli fyrir einstök verk eða verkagrúppur. Verkin eru af mörgum toga og teygja anga sína í ótal miðla, þar á meðal í skúlptúra, málverk, ljósmyndir og innsetningar, auk ýmissa gjörninga. Fyrirmælin eru rituð á gamla ritvél og lýsa allt í senn vel framkvæmanlegum hugmyndum sem og öðrum huglægari og jafnvel ógerlegum. Listamaðurinn setur sér ákveðin tímamörk til að vinna fyrirmæli hverrar sýningar eða verkefnis – og gefur sig að tilteknu rými, staðsetningu eða samfélagi,“ útskýrir Anna Júlía. Fyrir sýningu sína í i8 hefur Peter ritað fyrirmæli að 24 verkum og gjörningum. „Meðal þeirra verka sem hafa kvikna til lífsins á sýningunni er ljósaskilti með orðunum „BEFORE/AFTER“, sem komið hefur verið fyrir utandyra; litlir bátar unnir úr rekaviði og öðrum reka úr fjörum Reykjavíkur og nágrennis og gríma sem er afsteypa af kalksteinum sem safnað var úr hvítu klettunum við Dover á Suður-Englandi, steypt úr marmarasalla og gipsi.“ Peter hefur oft notfært sér póstþjónustuna við gerð verka sinna og póstleggur þá hluti án þess að þeim sé pakkað sérstaklega inn heldur eru þeir frímerktir eins og þeir koma fyrir. Peter hefur unnið eitt slíkt póstverk fyrir sýninguna. „Sem dæmi um huglægari fyrirmæli að verkum er hugmynd að þriggja daga tónlistarhátíð undir listrænni stjórn listamannsins og annað sem segir: Ég legg það til að sækja um öll störf sem auglýst verða í Reykjavík í júní, júlí og ágúst 2014.“ Nokkur verkanna á sýningunni eru gerð sérstaklega með staðsetningu sýningarinnar í huga, svo sem Rules for Iceland. Þetta er textaverk sem tíundar sautján reglur sem listamaðurinn byggir á reglum og leiðbeiningum sem hann hefur safnað á ferðalögum sínum um heiminn. Verkið verður bæði sýnt sem veggspjald í yfirstærð í galleríinu auk þess verður því dreift í formi plakats vítt og breitt um landið og mun það einnig birtast í nokkrum dagblöðum, hverfa- og héraðsblöðum.Kórverk eftir Liversidge fyrir 30 manna kór verður flutt við sólarlag opnunarkvöldið klukkan 23.56 við Reykjavíkurhöfn gegnt i8. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í dag klukkan fimm verður opnuð í i8 sýning á verkum Peters Liversidge. Þetta er fyrsta einkasýning hans í galleríinu, en hún stendur til 9. ágúst. Liversidge býr og starfar í London. „Verk hans eru tilraunakennd í eðli sínu og endurspegla kraft skapandi hugsunar,“ segir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, í galleríi i8. „Undanfarin sextán ár hefur Liversidge hafið öll verk sín með því að vélrita fyrirmæli fyrir einstök verk eða verkagrúppur. Verkin eru af mörgum toga og teygja anga sína í ótal miðla, þar á meðal í skúlptúra, málverk, ljósmyndir og innsetningar, auk ýmissa gjörninga. Fyrirmælin eru rituð á gamla ritvél og lýsa allt í senn vel framkvæmanlegum hugmyndum sem og öðrum huglægari og jafnvel ógerlegum. Listamaðurinn setur sér ákveðin tímamörk til að vinna fyrirmæli hverrar sýningar eða verkefnis – og gefur sig að tilteknu rými, staðsetningu eða samfélagi,“ útskýrir Anna Júlía. Fyrir sýningu sína í i8 hefur Peter ritað fyrirmæli að 24 verkum og gjörningum. „Meðal þeirra verka sem hafa kvikna til lífsins á sýningunni er ljósaskilti með orðunum „BEFORE/AFTER“, sem komið hefur verið fyrir utandyra; litlir bátar unnir úr rekaviði og öðrum reka úr fjörum Reykjavíkur og nágrennis og gríma sem er afsteypa af kalksteinum sem safnað var úr hvítu klettunum við Dover á Suður-Englandi, steypt úr marmarasalla og gipsi.“ Peter hefur oft notfært sér póstþjónustuna við gerð verka sinna og póstleggur þá hluti án þess að þeim sé pakkað sérstaklega inn heldur eru þeir frímerktir eins og þeir koma fyrir. Peter hefur unnið eitt slíkt póstverk fyrir sýninguna. „Sem dæmi um huglægari fyrirmæli að verkum er hugmynd að þriggja daga tónlistarhátíð undir listrænni stjórn listamannsins og annað sem segir: Ég legg það til að sækja um öll störf sem auglýst verða í Reykjavík í júní, júlí og ágúst 2014.“ Nokkur verkanna á sýningunni eru gerð sérstaklega með staðsetningu sýningarinnar í huga, svo sem Rules for Iceland. Þetta er textaverk sem tíundar sautján reglur sem listamaðurinn byggir á reglum og leiðbeiningum sem hann hefur safnað á ferðalögum sínum um heiminn. Verkið verður bæði sýnt sem veggspjald í yfirstærð í galleríinu auk þess verður því dreift í formi plakats vítt og breitt um landið og mun það einnig birtast í nokkrum dagblöðum, hverfa- og héraðsblöðum.Kórverk eftir Liversidge fyrir 30 manna kór verður flutt við sólarlag opnunarkvöldið klukkan 23.56 við Reykjavíkurhöfn gegnt i8.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira