Hvað ertu tilbúinn að ganga langt? 12. júní 2014 11:00 Hljómsveitin var upphaflega sólóverkefni Garðars Borgþórssonar. „Hljómsveitin er rétt að byrja og kemur til með að spila víða í sumar, til dæmis á Akureyri daginn eftir útgáfutónleikana og í Reykjavík 28. júní. Sveitin ætlar sér stóra hluti í framtíðinni,“ segir Gunnhildur Birgisdóttir, söngkona Different Turns, en ásamt Gunnhildi skipa sveitina Garðar Borgþórsson, Hálfdán Árnason, Eiður Rúnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson, Agnar Friðbertsson og Axel „Flex“ Árnason. Útgáfutónleikar Different Turns verða á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Hljómsveitin sendi frá sér breiðskífuna If you think this is about you…you‘re right þann 4. apríl síðastliðinn og ætlar að fagna því með tónleikum þar sem breiðskífan verður leikin í heild sinni. Different Turns var stofnuð árið 2008 í litlu leikhúsi í Hafnarfirði. „Í raun byrjaði þetta sem sólóverkefni Garðars Borgþórssonar í Hafnarfjarðarleikhúsinu árið 2008. Ýmis lög urðu til á kassagítarnum og tóku svo á sig mismunandi myndir áður en þau urðu fullmótuð. Það var svo fyrir um það bil þremur árum að Garðar fékk til liðs við sig Hálfdán Árnason bassaleikara. Saman unnu þeir þetta áfram og seinna, fyrir um ári, bættust Eiður Rúnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson og ég við.“ Forsprakki hljómsveitarinnar hefur starfað við leikhús í mörg ár og sækir því mikið í leikhúsið í tónlistarsköpun sinni. „Leikhúsandann má finna í textum sveitarinnar, en þar segir frá hlutum byggðum á sönnum atburðum. Platan segir sögu ákveðinna persóna en við, söngvararnir, stöndum fyrir þá einstaklinga í sögunni. Tímalínan er bogin og beygð, en þó fjallar sagan í raun um ýmsar hliðar sama atburðarins,“ útskýrir Gunnhildur. Hljómsveitin sér sjálf um allt tengt tónleikunum. „Við sjáum um sviðið, ljós og slíkt en Garðar, forsprakki hljómsveitarinnar, er einmitt starfandi ljósamaður. Við lofum kynngimögnuðum tónleikum og dulmagnaðri stemningu og biðjum áhorfendur að lifa sig inn í meginþemað: Hvað ertu tilbúinn að ganga langt til að öðlast það sem þú þráir… og hversu langt kemstu áður en þú missir vitið?“ segir Gunnhildur að lokum og hlær. Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Hljómsveitin er rétt að byrja og kemur til með að spila víða í sumar, til dæmis á Akureyri daginn eftir útgáfutónleikana og í Reykjavík 28. júní. Sveitin ætlar sér stóra hluti í framtíðinni,“ segir Gunnhildur Birgisdóttir, söngkona Different Turns, en ásamt Gunnhildi skipa sveitina Garðar Borgþórsson, Hálfdán Árnason, Eiður Rúnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson, Agnar Friðbertsson og Axel „Flex“ Árnason. Útgáfutónleikar Different Turns verða á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Hljómsveitin sendi frá sér breiðskífuna If you think this is about you…you‘re right þann 4. apríl síðastliðinn og ætlar að fagna því með tónleikum þar sem breiðskífan verður leikin í heild sinni. Different Turns var stofnuð árið 2008 í litlu leikhúsi í Hafnarfirði. „Í raun byrjaði þetta sem sólóverkefni Garðars Borgþórssonar í Hafnarfjarðarleikhúsinu árið 2008. Ýmis lög urðu til á kassagítarnum og tóku svo á sig mismunandi myndir áður en þau urðu fullmótuð. Það var svo fyrir um það bil þremur árum að Garðar fékk til liðs við sig Hálfdán Árnason bassaleikara. Saman unnu þeir þetta áfram og seinna, fyrir um ári, bættust Eiður Rúnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson og ég við.“ Forsprakki hljómsveitarinnar hefur starfað við leikhús í mörg ár og sækir því mikið í leikhúsið í tónlistarsköpun sinni. „Leikhúsandann má finna í textum sveitarinnar, en þar segir frá hlutum byggðum á sönnum atburðum. Platan segir sögu ákveðinna persóna en við, söngvararnir, stöndum fyrir þá einstaklinga í sögunni. Tímalínan er bogin og beygð, en þó fjallar sagan í raun um ýmsar hliðar sama atburðarins,“ útskýrir Gunnhildur. Hljómsveitin sér sjálf um allt tengt tónleikunum. „Við sjáum um sviðið, ljós og slíkt en Garðar, forsprakki hljómsveitarinnar, er einmitt starfandi ljósamaður. Við lofum kynngimögnuðum tónleikum og dulmagnaðri stemningu og biðjum áhorfendur að lifa sig inn í meginþemað: Hvað ertu tilbúinn að ganga langt til að öðlast það sem þú þráir… og hversu langt kemstu áður en þú missir vitið?“ segir Gunnhildur að lokum og hlær.
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira