Undirlýstar myndir af þvottakörfum Atli Fannar Bjarkason skrifar 12. júní 2014 07:00 Instagram er samfélagsmiðill þar sem fleiri en 200 milljónir notendur deila 60 milljónum mynda daglega. Myndirnar eru af ýmsu tagi; sumir taka myndir af matnum sínum en aðrir af sínum nánustu. Enn aðrir deila hógværum montmyndum af sér í ræktinni, á sólarströndum eða í fjallgöngum. Loks má ekki gleyma þeim sem halda að kettir séu sniðugt myndefni en um helming netumferðar í heiminum má rekja beint til mynda af köttum. Notendur Instagram eiga flestir sameiginlegt að kunna vel að meta myndirnar sem deilt er í gegnum miðilinn þar sem þeir læka myndir rúmlega 18 þúsund sinnum á hverri einustu sekúndu sólarhringsins. Lækfjöldinn er slíkur að gera má ráð fyrir að allar af þeim 20 milljörðum mynda sem þegar hafa verið birtar hafi verið lækaðar. Allar nema mynd sem ég birti af camembert-sneið ofan á flís af spægipylsu í apríl á síðasta ári. Kosturinn við Instagram er um leið stærsti lösturinn: 99 prósent þeirra sem birta þar myndir eru ekki ljósmyndarar og gæðin eru eftir því. Í staðinn fyrir stórkostlegar náttúru- og mannlífsmyndir sjáum við illa teknar myndir af hversdagslegum augnablikum. Augnablikum sem hefðu annars glatast að eilífu. Þess vegna er Instagram stórkostlegur og ömurlegur samfélagsmiðill. Og þá komum við að kjarna málsins: Hversdagsmyndaáskoruninni. Ástæðan fyrir því að það er gaman að skoða Instagram er að miðillinn sýnir fólk nánast undantekningalaust í röngu ljósi. Allir eru aðlaðandi eftir þúsund tilraunir til að ná réttu myndinni sem er tekin í hagstæðri lýsingu og krydduð með filter. En í hversdagsmyndaáskoruninni er fólk beinlínis hvatt til að taka undirlýstar myndir af þvottakörfum: „Verkefni dagsins“. Þetta gerist fimm daga í röð og svo er skorað á aðra að fylgja fordæminu. Að lokum verður internetið ekki lengur internetið heldur miðlægur gagnagrunnur af undirlýstum þvottakörfum. Og köttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun
Instagram er samfélagsmiðill þar sem fleiri en 200 milljónir notendur deila 60 milljónum mynda daglega. Myndirnar eru af ýmsu tagi; sumir taka myndir af matnum sínum en aðrir af sínum nánustu. Enn aðrir deila hógværum montmyndum af sér í ræktinni, á sólarströndum eða í fjallgöngum. Loks má ekki gleyma þeim sem halda að kettir séu sniðugt myndefni en um helming netumferðar í heiminum má rekja beint til mynda af köttum. Notendur Instagram eiga flestir sameiginlegt að kunna vel að meta myndirnar sem deilt er í gegnum miðilinn þar sem þeir læka myndir rúmlega 18 þúsund sinnum á hverri einustu sekúndu sólarhringsins. Lækfjöldinn er slíkur að gera má ráð fyrir að allar af þeim 20 milljörðum mynda sem þegar hafa verið birtar hafi verið lækaðar. Allar nema mynd sem ég birti af camembert-sneið ofan á flís af spægipylsu í apríl á síðasta ári. Kosturinn við Instagram er um leið stærsti lösturinn: 99 prósent þeirra sem birta þar myndir eru ekki ljósmyndarar og gæðin eru eftir því. Í staðinn fyrir stórkostlegar náttúru- og mannlífsmyndir sjáum við illa teknar myndir af hversdagslegum augnablikum. Augnablikum sem hefðu annars glatast að eilífu. Þess vegna er Instagram stórkostlegur og ömurlegur samfélagsmiðill. Og þá komum við að kjarna málsins: Hversdagsmyndaáskoruninni. Ástæðan fyrir því að það er gaman að skoða Instagram er að miðillinn sýnir fólk nánast undantekningalaust í röngu ljósi. Allir eru aðlaðandi eftir þúsund tilraunir til að ná réttu myndinni sem er tekin í hagstæðri lýsingu og krydduð með filter. En í hversdagsmyndaáskoruninni er fólk beinlínis hvatt til að taka undirlýstar myndir af þvottakörfum: „Verkefni dagsins“. Þetta gerist fimm daga í röð og svo er skorað á aðra að fylgja fordæminu. Að lokum verður internetið ekki lengur internetið heldur miðlægur gagnagrunnur af undirlýstum þvottakörfum. Og köttum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun