Niðurgreitt nikótín Mikael Torfason skrifar 14. júní 2014 07:00 Það eru þrefalt meiri líkur á því að fátækt fólk reyki en efnameira. Sömu sögu er að segja um fólk með grunnskólapróf, fleiri þeirra reykja en þeir sem eru með háskólapróf. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem kynnt var undir heitinu Heilsa og líðan Íslendinga 2012. Þar kemur einnig fram augljós munur á milli landshluta og samkvæmt rannsókninni er mest reykt á Suðurnesjum, eins og við sögðum frá á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Síðustu áratugi hefur reykingafólki fækkað mikið. Enn reykja þó um þrjátíu og sex þúsund Íslendingar en nýliðun í hópi reykingamanna fer minnkandi með hverju árinu. Þannig reyktu um tveir af hverjum tíu framhaldsskólanemum árið 2000 en í dag reykja aðeins 7,6 prósent framhaldsskólanema. Allt reykingafólk þjáist af alvarlegum fíknisjúkdómi sem dregur fleiri til dauða í heiminum en alnæmi, ofneysla lyfja, umferðarslys og sjálfsvíg samanlagt. Algengt verð á sígarettupakka er um 1.200 krónur og reykingamanneskja sem brennir pakka á dag eyðir 36 þúsund krónum á mánuði til að sinna fíkn sinni. Það gera yfir 400 þúsund krónur á ári sem er há upphæð; sérstaklega þegar litið er til þess að það fólk reykir mest sem hefur hvað minnst á milli handanna. Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu, bendir á að í Danmörku „hefur til dæmis eitt sveitarfélag boðið þeim sem eru með minni menntun, lægri tekjur, atvinnulausum og öðrum ákveðnum hópum sérstök úrræði eins og einstaklingsmiðaða meðferð og niðurgreiðslu á nikótínlyfjum.“ Við eigum að sjálfsögðu að niðurgreiða lyf fyrir nikótínfíkla og koma fram við þennan stærsta sjúklingahóp á Íslandi eins og aðra sjúklinga. Mjög erfitt er að ná bata frá tóbaksfíkn og flestir sem hætta gera það með hjálp nikótíngjafa á borð við tyggjó og plástra. Þessi lyf eru dýr en það hefur líka verið reiknað út að ef reykingafólk ætti eitt að bera kostnaðinn sem fellur á samfélagið allt vegna fíknar þeirra þyrfti sígarettupakkinn að kosta 3.000 krónur. Samkvæmt þeim útreikningum niðurgreiðum við þegar hvern pakka um 1.800 krónur. Hvað sem því líður þá eigum við að geta gert enn betur í baráttunni gegn tóbaksfíkn. Ekkert okkar óskar þess að börnin okkar byrji að reykja. Þetta er ekki siður sem við viljum kenna næstu kynslóðum. Undirritaður hefur áður bent á að í Bandaríkjunum er í sumum ríkjum, eins og til dæmis New York, ekki aðeins bannað að reykja á veitingastöðum og í fyrirtækjum og opinberum stofnunum heldur einnig opinberum rýmum utandyra. Hér fyrir kosningar var tillaga Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa í Kópavogi, um allsherjarbann gegn reykingum í Kópavogi hlegin út af borðinu, ef svo má að orði komast. Við eigum því enn þó nokkuð í land en segja má að það sé óumflýjanlegt að á endanum förum við að dæmi þeirra í New York. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun
Það eru þrefalt meiri líkur á því að fátækt fólk reyki en efnameira. Sömu sögu er að segja um fólk með grunnskólapróf, fleiri þeirra reykja en þeir sem eru með háskólapróf. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem kynnt var undir heitinu Heilsa og líðan Íslendinga 2012. Þar kemur einnig fram augljós munur á milli landshluta og samkvæmt rannsókninni er mest reykt á Suðurnesjum, eins og við sögðum frá á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Síðustu áratugi hefur reykingafólki fækkað mikið. Enn reykja þó um þrjátíu og sex þúsund Íslendingar en nýliðun í hópi reykingamanna fer minnkandi með hverju árinu. Þannig reyktu um tveir af hverjum tíu framhaldsskólanemum árið 2000 en í dag reykja aðeins 7,6 prósent framhaldsskólanema. Allt reykingafólk þjáist af alvarlegum fíknisjúkdómi sem dregur fleiri til dauða í heiminum en alnæmi, ofneysla lyfja, umferðarslys og sjálfsvíg samanlagt. Algengt verð á sígarettupakka er um 1.200 krónur og reykingamanneskja sem brennir pakka á dag eyðir 36 þúsund krónum á mánuði til að sinna fíkn sinni. Það gera yfir 400 þúsund krónur á ári sem er há upphæð; sérstaklega þegar litið er til þess að það fólk reykir mest sem hefur hvað minnst á milli handanna. Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu, bendir á að í Danmörku „hefur til dæmis eitt sveitarfélag boðið þeim sem eru með minni menntun, lægri tekjur, atvinnulausum og öðrum ákveðnum hópum sérstök úrræði eins og einstaklingsmiðaða meðferð og niðurgreiðslu á nikótínlyfjum.“ Við eigum að sjálfsögðu að niðurgreiða lyf fyrir nikótínfíkla og koma fram við þennan stærsta sjúklingahóp á Íslandi eins og aðra sjúklinga. Mjög erfitt er að ná bata frá tóbaksfíkn og flestir sem hætta gera það með hjálp nikótíngjafa á borð við tyggjó og plástra. Þessi lyf eru dýr en það hefur líka verið reiknað út að ef reykingafólk ætti eitt að bera kostnaðinn sem fellur á samfélagið allt vegna fíknar þeirra þyrfti sígarettupakkinn að kosta 3.000 krónur. Samkvæmt þeim útreikningum niðurgreiðum við þegar hvern pakka um 1.800 krónur. Hvað sem því líður þá eigum við að geta gert enn betur í baráttunni gegn tóbaksfíkn. Ekkert okkar óskar þess að börnin okkar byrji að reykja. Þetta er ekki siður sem við viljum kenna næstu kynslóðum. Undirritaður hefur áður bent á að í Bandaríkjunum er í sumum ríkjum, eins og til dæmis New York, ekki aðeins bannað að reykja á veitingastöðum og í fyrirtækjum og opinberum stofnunum heldur einnig opinberum rýmum utandyra. Hér fyrir kosningar var tillaga Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa í Kópavogi, um allsherjarbann gegn reykingum í Kópavogi hlegin út af borðinu, ef svo má að orði komast. Við eigum því enn þó nokkuð í land en segja má að það sé óumflýjanlegt að á endanum förum við að dæmi þeirra í New York.