Maður vill vera að bæta sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2014 00:01 Birgir Leifur „Það er alltaf gaman að vinna. Maður gerir það alltof sjaldan,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi, léttur í bragði við Fréttablaðið í gær eftir að hann bar sigur úr býtum á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi, þriðja móti ársins á Eimskipsmótaröðinni. Birgir hefur verið að keppa erlendis í sumar á úrtökumótum og mætti því ekki á fyrstu tvö mótin á mótaröðinni. Hann vann svo það fyrsta sem hann spilaði á í gær. „Það er bara gaman að koma og sýna þessum ungu strákum að maður kann þetta ennþá,“ sagði hann og hló við. Birgir Leifur fékk tvöfaldan skolla á lokaholunni en það sakaði ekki því Kristján Þór Einarsson úr GKJ, sem var efstur eftir fyrstu tvo dagana, gerði enn verr og spilaði holuna á fjórum yfir pari. „Við fórum báðir í smá ævintýraleiðangur. Við slógum í vatn og á meðan ég lagði upp í högginu eftir vítið týndi hann boltanum. Hann gerði mér þetta því aðeins auðveldara þarna undir lokin,“ sagði Birgir Leifur sem var að spila Hamarsvöll í Borgarnesi í fyrsta skipti og var mjög ánægður með hann. „Hann kom mér skemmtilega á óvart. Maður þarf að vera nákvæmur þó hann sé stuttur en það er eitthvað sem við þurfum að alast upp við hérna á Íslandi. Flatirnar eru litlar og með miklum halla. Hann er krefjandi og virkilega skemmtilegur,“ sagði Birgir Leifur. Sjálfur er hann nokkuð ánægður með leik sinn. „Það var margt gott í gangi en ýmislegt sem þarf að laga. Það er líka gott. Maður vill vera að bæta sig,“ sagði Birgir. Golf Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira
„Það er alltaf gaman að vinna. Maður gerir það alltof sjaldan,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi, léttur í bragði við Fréttablaðið í gær eftir að hann bar sigur úr býtum á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi, þriðja móti ársins á Eimskipsmótaröðinni. Birgir hefur verið að keppa erlendis í sumar á úrtökumótum og mætti því ekki á fyrstu tvö mótin á mótaröðinni. Hann vann svo það fyrsta sem hann spilaði á í gær. „Það er bara gaman að koma og sýna þessum ungu strákum að maður kann þetta ennþá,“ sagði hann og hló við. Birgir Leifur fékk tvöfaldan skolla á lokaholunni en það sakaði ekki því Kristján Þór Einarsson úr GKJ, sem var efstur eftir fyrstu tvo dagana, gerði enn verr og spilaði holuna á fjórum yfir pari. „Við fórum báðir í smá ævintýraleiðangur. Við slógum í vatn og á meðan ég lagði upp í högginu eftir vítið týndi hann boltanum. Hann gerði mér þetta því aðeins auðveldara þarna undir lokin,“ sagði Birgir Leifur sem var að spila Hamarsvöll í Borgarnesi í fyrsta skipti og var mjög ánægður með hann. „Hann kom mér skemmtilega á óvart. Maður þarf að vera nákvæmur þó hann sé stuttur en það er eitthvað sem við þurfum að alast upp við hérna á Íslandi. Flatirnar eru litlar og með miklum halla. Hann er krefjandi og virkilega skemmtilegur,“ sagði Birgir Leifur. Sjálfur er hann nokkuð ánægður með leik sinn. „Það var margt gott í gangi en ýmislegt sem þarf að laga. Það er líka gott. Maður vill vera að bæta sig,“ sagði Birgir.
Golf Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira