Framkvæmdastjórinn fékk fimm milljóna króna bíl Sveinn Arnarson skrifar 16. júní 2014 07:00 Austurbrú keypti bifreið af tegundinni Chevrolet Captiva fyrir framkvæmdastjóra sinn haustið 2013. Austurbrú, sjálfseignarstofnun á Austurlandi, keypti bifreið til afnota fyrir framkvæmdastjóra sinn haustið 2013. Bifreiðin, sem er af tegundinni Chevrolet Captiva, kostaði tæpar fimm milljónir króna í innkaupum. Ekkert er að finna um þessi bílakaup í fundargerðum stjórnar Austurbrúar. Fyrirtækið Austurbrú var stofnað 8. maí 2012 á grunni Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og Menningarráðs Austurlands og annast auk þess daglegan rekstur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Á vef Austurbrúar kemur fram að yfir 30 stofnaðilar eru að sjálfseignarstofnuninni; öll sveitarfélögin á Austurlandi, allir háskólar landsins, helstu fagstofnanir, stéttarfélög, framhaldsskólar og þekkingarsetur á Austurlandi. Stofnunin er að mestu leyti rekin af skattfé. Kaupin voru gerð síðla árs 2013. Þáverandi framkvæmdastjóri var Karl Sölvi Guðmundsson. Á því ári var rekstrarniðurstaða Austurbrúar neikvæð um rúmar 20 milljónir króna. Einnig var rúmlega níu milljóna króna tap af 7 mánaða rekstrarniðurstöðu ársins 2012. Valdimar O. Hermannsson er stjórnarformaður Austurbrúar. Hann telur eðlilegar skýringar á kaupunum.Valdimar o. Hermannsson„Kaupin á bifreiðinni voru hluti af starfskjörum sem stjórn samþykkti haustið 2013 þegar ráðningarsamningur við Karl var endurskoðaður. Þetta var í raun sparnaður fyrir Austurbrú. Við vorum að borga um 30-40 þúsund krónur á mánuði í bílastyrk til framkvæmdastjóra. Með því að greiða 2,5 milljónir í bifreiðinni eru lánin af henni þau sömu og greiðslur til framkvæmdastjóra voru áður.“ Valdimar segir að hægt hefði verið að kaupa ódýrari bifreið á sínum tíma og að komið hafi fram gagnrýni á kaupin á ársfundi stofnunarinnar. Hann segir einnig að tekjur eigi eftir að skila sér til stofnunarinnar. „Verkefni sem við áttum að fá greitt fyrir á árinu 2013, sem námu um 12 milljónum, komu ekki inn á því ári heldur koma þau á þessu ári. Þegar Austurbrú var sett á laggirnar og sameining stofnana varð að veruleika þurftum við að fara í nokkrar einsskiptis aðgerðir sem kostuðu peninga en við sjáum fram á góða afkomu á næstu misserum,“ segir Valdimar. Hann bætir við að stjórn hafi ekki verið ánægð með reksturinn og vegna niðurstöðu ársreikninga og samstarfsörðugleika við þáverandi framkvæmdastjóra hafi verið ákveðið að hann myndi hætta störfum. Við er tekinn þriðji framkvæmdastjórinn frá því að stofnunin var sett á laggirnar 2012, Jóna Árný Þórðardóttir. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Austurbrú, sjálfseignarstofnun á Austurlandi, keypti bifreið til afnota fyrir framkvæmdastjóra sinn haustið 2013. Bifreiðin, sem er af tegundinni Chevrolet Captiva, kostaði tæpar fimm milljónir króna í innkaupum. Ekkert er að finna um þessi bílakaup í fundargerðum stjórnar Austurbrúar. Fyrirtækið Austurbrú var stofnað 8. maí 2012 á grunni Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og Menningarráðs Austurlands og annast auk þess daglegan rekstur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Á vef Austurbrúar kemur fram að yfir 30 stofnaðilar eru að sjálfseignarstofnuninni; öll sveitarfélögin á Austurlandi, allir háskólar landsins, helstu fagstofnanir, stéttarfélög, framhaldsskólar og þekkingarsetur á Austurlandi. Stofnunin er að mestu leyti rekin af skattfé. Kaupin voru gerð síðla árs 2013. Þáverandi framkvæmdastjóri var Karl Sölvi Guðmundsson. Á því ári var rekstrarniðurstaða Austurbrúar neikvæð um rúmar 20 milljónir króna. Einnig var rúmlega níu milljóna króna tap af 7 mánaða rekstrarniðurstöðu ársins 2012. Valdimar O. Hermannsson er stjórnarformaður Austurbrúar. Hann telur eðlilegar skýringar á kaupunum.Valdimar o. Hermannsson„Kaupin á bifreiðinni voru hluti af starfskjörum sem stjórn samþykkti haustið 2013 þegar ráðningarsamningur við Karl var endurskoðaður. Þetta var í raun sparnaður fyrir Austurbrú. Við vorum að borga um 30-40 þúsund krónur á mánuði í bílastyrk til framkvæmdastjóra. Með því að greiða 2,5 milljónir í bifreiðinni eru lánin af henni þau sömu og greiðslur til framkvæmdastjóra voru áður.“ Valdimar segir að hægt hefði verið að kaupa ódýrari bifreið á sínum tíma og að komið hafi fram gagnrýni á kaupin á ársfundi stofnunarinnar. Hann segir einnig að tekjur eigi eftir að skila sér til stofnunarinnar. „Verkefni sem við áttum að fá greitt fyrir á árinu 2013, sem námu um 12 milljónum, komu ekki inn á því ári heldur koma þau á þessu ári. Þegar Austurbrú var sett á laggirnar og sameining stofnana varð að veruleika þurftum við að fara í nokkrar einsskiptis aðgerðir sem kostuðu peninga en við sjáum fram á góða afkomu á næstu misserum,“ segir Valdimar. Hann bætir við að stjórn hafi ekki verið ánægð með reksturinn og vegna niðurstöðu ársreikninga og samstarfsörðugleika við þáverandi framkvæmdastjóra hafi verið ákveðið að hann myndi hætta störfum. Við er tekinn þriðji framkvæmdastjórinn frá því að stofnunin var sett á laggirnar 2012, Jóna Árný Þórðardóttir.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira