„Ég hugsa um þetta eins og hvert annað skítadjobb“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júní 2014 06:30 Baráttukona. Mist Edvardsdóttir í leik með Val í Pepsi-deild kvenna. fréttablaðið/daníel Knattspyrnukonan Mist Edvardsdóttir hefur greinst með Hodgkins-eitilfrumukrabbamein og verður því frá keppni út árið hið minnsta. Þessi 23 ára Valskona úr Mosfellsbæ fékk tíðindin staðfest sama dag og hún var valin í kvennalandsliðið fyrr í mánuðinum. „Fyrsti dagurinn var svolítið erfiður þegar ég fékk þetta loksins staðfest. Þá fyrst gerði maður sér almennilega grein fyrir því hversu alvarlegt þetta var,“ sagði Mist í samtali við Fréttablaðið í gær en þá var hún stödd í Kaupmannahöfn þar sem hún fer í svokallaðan jáeindaskanna (PET). „Fótboltinn hefur svo hjálpað manni að takast á við þetta. Það hefur verið gott að mæta á æfingar, gleyma sér og hætta að vera krabbameinssjúklingur eitt augnablik,“ útskýrir Mist sem hefur ávallt verið heilsuhraust auk þess sem engin saga um krabbamein er í hennar nánustu fjölskyldu. „Þess vegna var þetta svolítið áfall og maður átti erfitt með að trúa því að þetta væri niðurstaðan – að ég væri með krabbamein 23 ára gömul.“ Þann 6. júní fékk hún tíðindin staðfest en þann dag var hún einnig valin í kvennalandsliðið. „Ég sagði Frey [Alexanderssyni, landsliðsþjálfara] frá þessu þá en af minni hálfu kom ekkert annað til greina en að fara út með liðinu, sérstaklega þar sem ég er enn frísk og líður vel. Þetta var svo rætt þegar við komum út en flestar vissu þó af þessu. Fréttunum var tekið af miklu jafnaðargeði og svo hélt maður bara áfram,“ segir Mist sem gat tekið þátt í æfingum landsliðsins af fullum krafti. „Það er bara á erfiðum þolæfingum sem ég finn eitthvað fyrir enda meinið í hálsinum og þrýstir á öndunarveginn,“ útskýrir hún. Mist mun ekki fara í aðgerð en lyfjameðferð hefst strax á föstudaginn. Þá hefst baráttan af fullum krafti. „Þetta er barátta sem ég þekki ekki vel. En ég hugsa um þetta eins og hvert annað skítadjobb sem þarf að klára áður en ég get gert það sem ég vil gera. Það þýðir ekkert að væla eða pirra sig á þessu. Þetta er bara djobb sem maður þarf að sinna og hjálpar til að vera bæði jákvæður og gera eins vel og maður mögulega getur,“ segir Mist Edvardsdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Knattspyrnukonan Mist Edvardsdóttir hefur greinst með Hodgkins-eitilfrumukrabbamein og verður því frá keppni út árið hið minnsta. Þessi 23 ára Valskona úr Mosfellsbæ fékk tíðindin staðfest sama dag og hún var valin í kvennalandsliðið fyrr í mánuðinum. „Fyrsti dagurinn var svolítið erfiður þegar ég fékk þetta loksins staðfest. Þá fyrst gerði maður sér almennilega grein fyrir því hversu alvarlegt þetta var,“ sagði Mist í samtali við Fréttablaðið í gær en þá var hún stödd í Kaupmannahöfn þar sem hún fer í svokallaðan jáeindaskanna (PET). „Fótboltinn hefur svo hjálpað manni að takast á við þetta. Það hefur verið gott að mæta á æfingar, gleyma sér og hætta að vera krabbameinssjúklingur eitt augnablik,“ útskýrir Mist sem hefur ávallt verið heilsuhraust auk þess sem engin saga um krabbamein er í hennar nánustu fjölskyldu. „Þess vegna var þetta svolítið áfall og maður átti erfitt með að trúa því að þetta væri niðurstaðan – að ég væri með krabbamein 23 ára gömul.“ Þann 6. júní fékk hún tíðindin staðfest en þann dag var hún einnig valin í kvennalandsliðið. „Ég sagði Frey [Alexanderssyni, landsliðsþjálfara] frá þessu þá en af minni hálfu kom ekkert annað til greina en að fara út með liðinu, sérstaklega þar sem ég er enn frísk og líður vel. Þetta var svo rætt þegar við komum út en flestar vissu þó af þessu. Fréttunum var tekið af miklu jafnaðargeði og svo hélt maður bara áfram,“ segir Mist sem gat tekið þátt í æfingum landsliðsins af fullum krafti. „Það er bara á erfiðum þolæfingum sem ég finn eitthvað fyrir enda meinið í hálsinum og þrýstir á öndunarveginn,“ útskýrir hún. Mist mun ekki fara í aðgerð en lyfjameðferð hefst strax á föstudaginn. Þá hefst baráttan af fullum krafti. „Þetta er barátta sem ég þekki ekki vel. En ég hugsa um þetta eins og hvert annað skítadjobb sem þarf að klára áður en ég get gert það sem ég vil gera. Það þýðir ekkert að væla eða pirra sig á þessu. Þetta er bara djobb sem maður þarf að sinna og hjálpar til að vera bæði jákvæður og gera eins vel og maður mögulega getur,“ segir Mist Edvardsdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira