Smáþjóð í 70 ár Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Lýðveldið Ísland fagnar í dag 70 ára afmæli. Á slíkum tímamótum gæti verið hollt að staldra við. Það er ekkert að því að rétta kúrsinn verði niðurstaðan sú að borið hafi af leið. Fremur að það sé styrkleikamerki en hitt. Sjálfstæði þjóðarinnar er mörgum ofarlega í huga og væntanlega flestir sammála um að standa beri um það vörð. Síðan greinir menn aftur á um leiðir að þessu marki. Í því samhengi mættu sumir leiða að því hugann að Ísland er smáþjóð með afar stutta sögu. Landið er með minnstu peðum í samfélagi þjóða heims, sama hversu mikið menn reyna að belgja sig út á tyllidögum. Í ágætri grein sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur skrifaði í Kjarnann í apríl bendir hann á að nú, 70 árum eftir lýðveldisstofnun, séum við Íslendingar tiltölulega nýlega sloppnir með skrekkinn eftir bankahrunið mikla. Hrun sem raunar vakti í brjósti sumra efasemdir um að við gætum hér ráðið okkar málum sjálf svo vel færi. Þá bendir Guðni á að landið geti ekki enn talist fullgildur þátttakandi í alþjóðasamfélaginu, „með laskaðan gjaldmiðil í skjóli hafta fyrir náð og miskunn annarra á Evrópska efnahagssvæðinu“. Jafnframt telur Guðni fæsta sem fögnuðu á Þingvöllum 17. júní 1944 hafa getað ímyndað sér að sjálfstæði lýðveldisins fælist meðal annars í því að gera orðalaust að íslenskum lögum tilskipanir og reglugerðir frá Brussel eins og hafi verið gert frá 1994. Þversögn er nefnilega fólgin í afstöðu þeirra sem þykjast vilja verja sjálfstæði landsins með andstöðu við aðild þess að Evrópusambandinu. Með aðild gæti landið nefnilega haft bein áhrif á löggjöf sem við tökum núna við án þess að fá nokkru um hana ráðið. Og í ljósi þess að aðild myndi að öllu líkindum efla sjálfstæði landsins er torskilin afstaða þeirra sem ganga vilja frá aðildarsamningaborðinu áður en niðurstaða er fengin sem þjóðin gæti sjálf tekið afstöðu til. Og sem smáþjóð ættum við vitanlega að vera meðvituð um mikilvægi þess að aðrar þjóðir virði alþjóðalög og rétt og gerða samninga, en vaði ekki áfram með ofríki og breyti leikreglum eftir hentugleika. Því er önugt að í aðdraganda þessara tímamóta í sögu þjóðarinnar skuli hópar fólks fara fram með óskum um að brotið verði á rétti þeirra sem reisa vilja önnur guðshús en af kristinni mótmælendategund. Að meirihlutinn geti tekið sér vald til þess að láta kjósa um réttindi minnihlutahópa. Óskandi væri að þeir sem þannig eru þenkjandi næðu að heimfæra hugsun sína upp á stöðu íslenskrar þjóðar sem minnihlutahóps í samfélagi þjóða. Í ágætri grein sinni bendir Guðni á að við búum í heimsþorpi. „Framar öllu þyrftu sem flestir að átta sig á því að saga Íslands er samofin sögu Evrópu og heimsins alls. Þótt ákvarðanir okkar sjálfra skipti alltaf máli hafa lífsgæði og staða ríkisins í alþjóðasamfélaginu mótast mest vegna rásar viðburða ytra.“ Ísland kann að vera eyja, en eyland er það ekki í samfélagi þjóðanna. Einangrunarhyggja kann ekki góðri lukku að stýra. Tækifæri smáþjóða til áhrifa og aukinnar hagsældar liggja í frjálsum viðskiptum og samvinnu við aðrar þjóðir. Því á að kanna til þrautar kosti þjóðarinnar í þeim efnum. Að átta sig ekki á því er sannarlega veikleikamerki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Lýðveldið Ísland fagnar í dag 70 ára afmæli. Á slíkum tímamótum gæti verið hollt að staldra við. Það er ekkert að því að rétta kúrsinn verði niðurstaðan sú að borið hafi af leið. Fremur að það sé styrkleikamerki en hitt. Sjálfstæði þjóðarinnar er mörgum ofarlega í huga og væntanlega flestir sammála um að standa beri um það vörð. Síðan greinir menn aftur á um leiðir að þessu marki. Í því samhengi mættu sumir leiða að því hugann að Ísland er smáþjóð með afar stutta sögu. Landið er með minnstu peðum í samfélagi þjóða heims, sama hversu mikið menn reyna að belgja sig út á tyllidögum. Í ágætri grein sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur skrifaði í Kjarnann í apríl bendir hann á að nú, 70 árum eftir lýðveldisstofnun, séum við Íslendingar tiltölulega nýlega sloppnir með skrekkinn eftir bankahrunið mikla. Hrun sem raunar vakti í brjósti sumra efasemdir um að við gætum hér ráðið okkar málum sjálf svo vel færi. Þá bendir Guðni á að landið geti ekki enn talist fullgildur þátttakandi í alþjóðasamfélaginu, „með laskaðan gjaldmiðil í skjóli hafta fyrir náð og miskunn annarra á Evrópska efnahagssvæðinu“. Jafnframt telur Guðni fæsta sem fögnuðu á Þingvöllum 17. júní 1944 hafa getað ímyndað sér að sjálfstæði lýðveldisins fælist meðal annars í því að gera orðalaust að íslenskum lögum tilskipanir og reglugerðir frá Brussel eins og hafi verið gert frá 1994. Þversögn er nefnilega fólgin í afstöðu þeirra sem þykjast vilja verja sjálfstæði landsins með andstöðu við aðild þess að Evrópusambandinu. Með aðild gæti landið nefnilega haft bein áhrif á löggjöf sem við tökum núna við án þess að fá nokkru um hana ráðið. Og í ljósi þess að aðild myndi að öllu líkindum efla sjálfstæði landsins er torskilin afstaða þeirra sem ganga vilja frá aðildarsamningaborðinu áður en niðurstaða er fengin sem þjóðin gæti sjálf tekið afstöðu til. Og sem smáþjóð ættum við vitanlega að vera meðvituð um mikilvægi þess að aðrar þjóðir virði alþjóðalög og rétt og gerða samninga, en vaði ekki áfram með ofríki og breyti leikreglum eftir hentugleika. Því er önugt að í aðdraganda þessara tímamóta í sögu þjóðarinnar skuli hópar fólks fara fram með óskum um að brotið verði á rétti þeirra sem reisa vilja önnur guðshús en af kristinni mótmælendategund. Að meirihlutinn geti tekið sér vald til þess að láta kjósa um réttindi minnihlutahópa. Óskandi væri að þeir sem þannig eru þenkjandi næðu að heimfæra hugsun sína upp á stöðu íslenskrar þjóðar sem minnihlutahóps í samfélagi þjóða. Í ágætri grein sinni bendir Guðni á að við búum í heimsþorpi. „Framar öllu þyrftu sem flestir að átta sig á því að saga Íslands er samofin sögu Evrópu og heimsins alls. Þótt ákvarðanir okkar sjálfra skipti alltaf máli hafa lífsgæði og staða ríkisins í alþjóðasamfélaginu mótast mest vegna rásar viðburða ytra.“ Ísland kann að vera eyja, en eyland er það ekki í samfélagi þjóðanna. Einangrunarhyggja kann ekki góðri lukku að stýra. Tækifæri smáþjóða til áhrifa og aukinnar hagsældar liggja í frjálsum viðskiptum og samvinnu við aðrar þjóðir. Því á að kanna til þrautar kosti þjóðarinnar í þeim efnum. Að átta sig ekki á því er sannarlega veikleikamerki.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun