Menning

Vísa í menningu og hráefni svæðisins

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Eitt verkanna á sýningunni er eftir Bylgju Lind Pétursdóttur arkitekt.
Eitt verkanna á sýningunni er eftir Bylgju Lind Pétursdóttur arkitekt.
„Sumarsýning Sláturhússins er tvíþætt í ár. Hún snýst annars vegar um afrakstur úr hönnunarverkefninu Designs from Nowhere sem fram fór á Austurlandi 2013–2014 og hins vegar samsýningu okkar félaganna í SAM sem eru grasrótarsamtök skapandi fólks á Austurlandi,“ segir Ingunn Þráinsdóttir myndlistarkona.

Hún bætir við að SAM-félagið standi fyrir sýningunni núna og útgangspunkturinn sé hönnun og listhandverk með vísan í menningu svæðisins og staðbundið hráefni.

Sumarsýning Sláturhússins á Egilsstöðum hefur verið árlegur viðburður frá 2009 og að jafnaði hafa um 5.000 manns sótt hana árlega þannig að hún er orðinn mikilvægur þáttur í lista- og menningarlífi staðarins.

Sýningin stendur til 10. ágúst og er opin alla virka daga frá klukkan 18 til 22 og laugardaga frá klukkan 13 til 17.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.