Laun stjórnarmanna í Bláa lóninu hækkuð: "Þetta eru ekki eðlileg laun" Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2014 08:00 Rekstur Bláa lónsins gengur afar vel og árið 2013 skilaði félagið um 1,3 milljörðum króna í hagnað eftir skatta. vísir/gva Á síðasta stjórnarfundi Bláa lónsins var ákveðið að hækka laun stjórnarmanna. Stjórnarformaður á að fá sjö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín sem gera 8,4 milljónir á ári. Aðrir stjórnarmenn fá 525 þúsund krónur á mánuði og varamenn fá 350 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaður Bláa lónsins, Helgi Magnússon, vildi ekki tjá sig um laun stjórnarmanna við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru stjórnarfundir haldnir að meðaltali einu sinni í mánuði þótt gera megi ráð fyrir að formaður stjórnar sitji fleiri fundi yfir mánuðinn fyrir hönd félagsins.Gunnar örn Guðmundsson, hluthafi og fyrrverandi starfsmaður Bláa lónsins, segir græðgisvæðingu hafa tekið sér bólfestu hjá stjórnendum lónsins.Vísir/Hilmar BragiGunnar Örn Guðmundsson á lítinn hlut í einkahlutafélaginu og hefur sótt aðalfundi félagsins í gegnum tíðina. Hann er mjög ósáttur við hækkunina. „Ég get ekki orða bundist. Ég starfaði í nokkur ár hjá Bláa lóninu við eftirlit og viðhald með eignum. Ég var ekki á láglaunalistanum en fékk þó eingöngu 350 þúsund krónur fyrir 46 tíma vinnuviku, sömu upphæð og varamenn stjórnarinnar sem mæta á fund einu sinni í mánuði. Ef ég hefði haft sama tímakaup og stjórnarmenn væri ég milljarðamæringur,“ segir Gunnar og bætir við að rökstuðningur stjórnarmanna fyrir hækkun launa hafi verið mikil ábyrgð stjórnarmanna, gífurleg vinna stjórnarinnar vegna vaxtar fyrirtækisins og að hækkunin sé í samræmi við laun stjórnarmanna í sambærilegum fyrirtækjum. „Þetta er allt fólk sem starfar daglega við annað þannig að ég veit ekki hvað fara raunverulega margir tímar í þessi störf. Svo skiptir engu máli við hvern er miðað, það réttlætir ekkert. Græðgisvæðingin hefur tekið sér bólfestu hjá stjórnendum Bláa lónsins og þetta eru ekki eðlileg laun,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson. Bláa lónið hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu árin. Um 70 prósent erlendra ferðamanna sem koma til landsins fara í Bláa lónið og rekstur lónsins hefur gengið afar vel. Árið 2013 skilaði félagið um 1,3 milljörðum króna í hagnað eftir skatta. Áætluð velta þessa árs er um fimm milljarðar samkvæmt frétt á heimasíðu lónsins. Samkvæmt verðskrá Bláa lónsins kostar 6.400 krónur fyrir fullorðna yfir sumartímann. Á veturna kostar 5.400 krónur. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Á síðasta stjórnarfundi Bláa lónsins var ákveðið að hækka laun stjórnarmanna. Stjórnarformaður á að fá sjö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín sem gera 8,4 milljónir á ári. Aðrir stjórnarmenn fá 525 þúsund krónur á mánuði og varamenn fá 350 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaður Bláa lónsins, Helgi Magnússon, vildi ekki tjá sig um laun stjórnarmanna við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru stjórnarfundir haldnir að meðaltali einu sinni í mánuði þótt gera megi ráð fyrir að formaður stjórnar sitji fleiri fundi yfir mánuðinn fyrir hönd félagsins.Gunnar örn Guðmundsson, hluthafi og fyrrverandi starfsmaður Bláa lónsins, segir græðgisvæðingu hafa tekið sér bólfestu hjá stjórnendum lónsins.Vísir/Hilmar BragiGunnar Örn Guðmundsson á lítinn hlut í einkahlutafélaginu og hefur sótt aðalfundi félagsins í gegnum tíðina. Hann er mjög ósáttur við hækkunina. „Ég get ekki orða bundist. Ég starfaði í nokkur ár hjá Bláa lóninu við eftirlit og viðhald með eignum. Ég var ekki á láglaunalistanum en fékk þó eingöngu 350 þúsund krónur fyrir 46 tíma vinnuviku, sömu upphæð og varamenn stjórnarinnar sem mæta á fund einu sinni í mánuði. Ef ég hefði haft sama tímakaup og stjórnarmenn væri ég milljarðamæringur,“ segir Gunnar og bætir við að rökstuðningur stjórnarmanna fyrir hækkun launa hafi verið mikil ábyrgð stjórnarmanna, gífurleg vinna stjórnarinnar vegna vaxtar fyrirtækisins og að hækkunin sé í samræmi við laun stjórnarmanna í sambærilegum fyrirtækjum. „Þetta er allt fólk sem starfar daglega við annað þannig að ég veit ekki hvað fara raunverulega margir tímar í þessi störf. Svo skiptir engu máli við hvern er miðað, það réttlætir ekkert. Græðgisvæðingin hefur tekið sér bólfestu hjá stjórnendum Bláa lónsins og þetta eru ekki eðlileg laun,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson. Bláa lónið hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu árin. Um 70 prósent erlendra ferðamanna sem koma til landsins fara í Bláa lónið og rekstur lónsins hefur gengið afar vel. Árið 2013 skilaði félagið um 1,3 milljörðum króna í hagnað eftir skatta. Áætluð velta þessa árs er um fimm milljarðar samkvæmt frétt á heimasíðu lónsins. Samkvæmt verðskrá Bláa lónsins kostar 6.400 krónur fyrir fullorðna yfir sumartímann. Á veturna kostar 5.400 krónur.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira