Heillaðist af séríslenskri fornri menningu og hjátrú Marín Manda skrifar 25. júní 2014 10:30 Alda Sigmundsdóttir „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðarsál mismunandi landa og leikið mér að því að sálgreina hin ýmsu samfélög. Þótt hafði ég aldrei sérstakan áhuga á Íslandi til forna fyrr en ég hóf að læra þjóðfræði við Háskóla Íslands og sat þar áfanga með hinu skemmtilega nafni Lúsakambar, hlandkoppar og kynlíf,“ segir Alda Sigmundsdóttir, rithöfundur bókarinnar The Little Book of the Icelanders in the Old Days sem er nýútkomin. „Ég heillaðist gjörsamlega af lífi landa minna á öldum áður og fylltist jafnframt aðdáun á því hvernig þeim tókst að glíma við margvíslega erfiðleika og takast á við svo ótal margt sem er fjarri okkur í dag. Þessir þjóðhættir eiga enn mikið erindi við okkur í dag, enda hafa margir þeirra lagt grunnurinn að okkar séríslensku menningu.“ Fyrsta bók Öldu, The Little Book of the Icelanders, fjallaði á léttan og skemmtilegan hátt um þjóðarsál og þjóðareinkenni Íslendinga. Bókin naut gífurlegra vinsælda og seldist í tugþúsundum eintaka frá árinu 2012. En hvers vegna fór út hún í skriftir á ensku? „Þetta byrjaði allt saman út frá bloggsíðu sem ég var að halda úti sem var orðin ansi vinsæl. Bloggið fjallaði um málefni Íslands á ensku en ég upplifði mikinn áhuga á Íslendingum erlendis frá. Fólk vildi helst fá að vita hvað áhrif hrunið hafði á venjulegt fólk,“ segir Alda sem er vön að skrifa á ensku. Hún ólst upp í Kanada með ensku sem fyrsta mál.Alda Sigmundsdóttir segir bókina vera á léttu nótunum og skemmtilega lesningu fyrir alla.The Little Book of the Icelanders in the Old Days er byggð á heimildum og fjallar um Íslendinga í bændasamfélaginu til forna en bókin er skrifuð í léttum stíl. „Þetta er ekki fræðibók og ég hef reynt að draga fram það fyndna og skrítna í fari landans til forna, en þó með mikilli hlýju og virðingu fyrir þrautseigju fólks og dugnaði við að lifa af í skugga kúgunar, fátæktar, sorgar og annarra erfiðleika.“ Alda segir bókina auðlesanlega fyrir Íslendinga þrátt fyrir að hún sé á ensku og sé ætluð ferðamönnum og öðrum Íslandsvinum. Teikningar í bókinni eru eftir Megan Herbert en Erlingur Páll Ingvarsson sá um útlit og hönnun. Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðarsál mismunandi landa og leikið mér að því að sálgreina hin ýmsu samfélög. Þótt hafði ég aldrei sérstakan áhuga á Íslandi til forna fyrr en ég hóf að læra þjóðfræði við Háskóla Íslands og sat þar áfanga með hinu skemmtilega nafni Lúsakambar, hlandkoppar og kynlíf,“ segir Alda Sigmundsdóttir, rithöfundur bókarinnar The Little Book of the Icelanders in the Old Days sem er nýútkomin. „Ég heillaðist gjörsamlega af lífi landa minna á öldum áður og fylltist jafnframt aðdáun á því hvernig þeim tókst að glíma við margvíslega erfiðleika og takast á við svo ótal margt sem er fjarri okkur í dag. Þessir þjóðhættir eiga enn mikið erindi við okkur í dag, enda hafa margir þeirra lagt grunnurinn að okkar séríslensku menningu.“ Fyrsta bók Öldu, The Little Book of the Icelanders, fjallaði á léttan og skemmtilegan hátt um þjóðarsál og þjóðareinkenni Íslendinga. Bókin naut gífurlegra vinsælda og seldist í tugþúsundum eintaka frá árinu 2012. En hvers vegna fór út hún í skriftir á ensku? „Þetta byrjaði allt saman út frá bloggsíðu sem ég var að halda úti sem var orðin ansi vinsæl. Bloggið fjallaði um málefni Íslands á ensku en ég upplifði mikinn áhuga á Íslendingum erlendis frá. Fólk vildi helst fá að vita hvað áhrif hrunið hafði á venjulegt fólk,“ segir Alda sem er vön að skrifa á ensku. Hún ólst upp í Kanada með ensku sem fyrsta mál.Alda Sigmundsdóttir segir bókina vera á léttu nótunum og skemmtilega lesningu fyrir alla.The Little Book of the Icelanders in the Old Days er byggð á heimildum og fjallar um Íslendinga í bændasamfélaginu til forna en bókin er skrifuð í léttum stíl. „Þetta er ekki fræðibók og ég hef reynt að draga fram það fyndna og skrítna í fari landans til forna, en þó með mikilli hlýju og virðingu fyrir þrautseigju fólks og dugnaði við að lifa af í skugga kúgunar, fátæktar, sorgar og annarra erfiðleika.“ Alda segir bókina auðlesanlega fyrir Íslendinga þrátt fyrir að hún sé á ensku og sé ætluð ferðamönnum og öðrum Íslandsvinum. Teikningar í bókinni eru eftir Megan Herbert en Erlingur Páll Ingvarsson sá um útlit og hönnun. Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira