"Ég ætla að stroka ykkur út á stafrænan hátt!“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. júní 2014 12:00 Mark Wahlberg er nýja karlhetjan í Transformers-myndunum. Transformers: Age of Extinction, fjórða Transformers-myndin, var frumsýnd á Íslandi í gær. Nú leikur leikarinn Mark Wahlberg aðalkarlhlutverkið og kemur í stað Shia LaBeouf sem var stjarnan í hinum þremur myndunum. Myndin á að gerast fjórum árum eftir lokabardagann í Chicago úr þriðju myndinni, Transformers: Dark of the Moon. Mark leikur einstæðan föður ungrar stúlku sem má ekki fara á stefnumót vegna þess að hún á að einbeita sér að náminu en faðir hennar var sjálfur mjög ungur þegar hann eignaðist hana. Faðirinn vinnur sem uppfinningamaður og lifir á því að kaupa gamalt drasl og nota það í uppfinningar sínar. Einn daginn kemst hann yfir gamlan og gatslitinn trukk en þegar hann byrjar að vinna við hann kemur í ljós að þetta er ekki venjulegur bíll. Aðstandendur kvikmyndarinnar íhuguðu að fá Shia aftur í aðalhlutverkið en vildu nýja karlhetju. Happafengur þykir að hafa nælt í Mark því hann leikur í níutíu prósentum af áhættuatriðum sínum í myndinni. Leikstjórinn Michael Bay ætlaði ekki að leikstýra þessari fjórðu Transformers-mynd en hann leikstýrði hinum þremur sem komu á undan. Roland Emmerich, Joe Johnston, Jon Turteltaub, Stephen Sommers, Louis Leterrier og David Yates þóttu líklegir til að hreppa leikstjórastólinn en Michael skipti um skoðun þegar hann sá Transformers-tækið í skemmtigarði Universal Studios. Þar voru hundruð aðdáenda sem biðu í röðum til að prófa tækið og þá gerði hann sér grein fyrir að hann var ekki tilbúinn til að slíta sig frá Transformers-seríunni. Myndin var tekin upp í Hong Kong að hluta og mætti fjöldinn allur af aðdáendum til að horfa á tökurnar. Eftir að tökum lauk á viðamiklu sprengingaratriði notaði Michael gjallarhorn til að ávarpa fjöldann og sagði: „Haldið þið að þið getið beðið þarna og verið í myndinni minni? Ég ætla að stroka ykkur út á stafrænan hátt!“ Auk Marks eru það Nicola Peltz, Jack Reynor, Ken Watanabe, John Goodman, Kelsey Grammer og Stanley Tucci sem leika í myndinni.Transformers-myndirnar eru gríðarlega vinsælar.Sigurganga Transformers-myndanna Fyrsta myndin í seríunni, sem hét einfaldlega Transformers, var frumsýnd árið 2007, halaði inn um 710 milljónir Bandaríkjadala, 81 milljarð króna, í kvikmyndahúsum á heimsvísu og var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna fyrir brellur og hljóð. Kostnaður við gerð hennar var 150 milljónir dala, rúmir 17 milljarðar króna. Önnur myndin, Transformers: Revenge of the Fallen, var frumsýnd árið 2009. Hún halaði inn 837 milljónir dala, rúma 95 milljarða króna, á heimsvísu en kostaði tvö hundruð milljónir í framleiðslu, tæpa 23 milljarða króna. Sú þriðja, Transformers: Dark of the Moon, var frumsýnd sumarið 2001. Hún aflaði 1.124 milljarða dala, rúmra 128 milljarða króna, á heimsvísu og kostaði 195 milljónir dollara í framleiðslu, rúma 22 milljarða króna. Hún var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna, eins og sú fyrsta – fyrir hljóð og brellur. Óskarinn Tengdar fréttir Ný stjarna er fædd Leikkonan Nicola Peltz er efnileg. 25. júní 2014 11:00 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Transformers: Age of Extinction, fjórða Transformers-myndin, var frumsýnd á Íslandi í gær. Nú leikur leikarinn Mark Wahlberg aðalkarlhlutverkið og kemur í stað Shia LaBeouf sem var stjarnan í hinum þremur myndunum. Myndin á að gerast fjórum árum eftir lokabardagann í Chicago úr þriðju myndinni, Transformers: Dark of the Moon. Mark leikur einstæðan föður ungrar stúlku sem má ekki fara á stefnumót vegna þess að hún á að einbeita sér að náminu en faðir hennar var sjálfur mjög ungur þegar hann eignaðist hana. Faðirinn vinnur sem uppfinningamaður og lifir á því að kaupa gamalt drasl og nota það í uppfinningar sínar. Einn daginn kemst hann yfir gamlan og gatslitinn trukk en þegar hann byrjar að vinna við hann kemur í ljós að þetta er ekki venjulegur bíll. Aðstandendur kvikmyndarinnar íhuguðu að fá Shia aftur í aðalhlutverkið en vildu nýja karlhetju. Happafengur þykir að hafa nælt í Mark því hann leikur í níutíu prósentum af áhættuatriðum sínum í myndinni. Leikstjórinn Michael Bay ætlaði ekki að leikstýra þessari fjórðu Transformers-mynd en hann leikstýrði hinum þremur sem komu á undan. Roland Emmerich, Joe Johnston, Jon Turteltaub, Stephen Sommers, Louis Leterrier og David Yates þóttu líklegir til að hreppa leikstjórastólinn en Michael skipti um skoðun þegar hann sá Transformers-tækið í skemmtigarði Universal Studios. Þar voru hundruð aðdáenda sem biðu í röðum til að prófa tækið og þá gerði hann sér grein fyrir að hann var ekki tilbúinn til að slíta sig frá Transformers-seríunni. Myndin var tekin upp í Hong Kong að hluta og mætti fjöldinn allur af aðdáendum til að horfa á tökurnar. Eftir að tökum lauk á viðamiklu sprengingaratriði notaði Michael gjallarhorn til að ávarpa fjöldann og sagði: „Haldið þið að þið getið beðið þarna og verið í myndinni minni? Ég ætla að stroka ykkur út á stafrænan hátt!“ Auk Marks eru það Nicola Peltz, Jack Reynor, Ken Watanabe, John Goodman, Kelsey Grammer og Stanley Tucci sem leika í myndinni.Transformers-myndirnar eru gríðarlega vinsælar.Sigurganga Transformers-myndanna Fyrsta myndin í seríunni, sem hét einfaldlega Transformers, var frumsýnd árið 2007, halaði inn um 710 milljónir Bandaríkjadala, 81 milljarð króna, í kvikmyndahúsum á heimsvísu og var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna fyrir brellur og hljóð. Kostnaður við gerð hennar var 150 milljónir dala, rúmir 17 milljarðar króna. Önnur myndin, Transformers: Revenge of the Fallen, var frumsýnd árið 2009. Hún halaði inn 837 milljónir dala, rúma 95 milljarða króna, á heimsvísu en kostaði tvö hundruð milljónir í framleiðslu, tæpa 23 milljarða króna. Sú þriðja, Transformers: Dark of the Moon, var frumsýnd sumarið 2001. Hún aflaði 1.124 milljarða dala, rúmra 128 milljarða króna, á heimsvísu og kostaði 195 milljónir dollara í framleiðslu, rúma 22 milljarða króna. Hún var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna, eins og sú fyrsta – fyrir hljóð og brellur.
Óskarinn Tengdar fréttir Ný stjarna er fædd Leikkonan Nicola Peltz er efnileg. 25. júní 2014 11:00 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira