Menning

Tíu verkefni hlutu hæsta styrk

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Veittir voru styrkir til 31 verkefnis, alls að upphæð 13 milljónir króna.
Veittir voru styrkir til 31 verkefnis, alls að upphæð 13 milljónir króna. Vísir/Daníel
Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur úthlutað starfsstyrkjum fyrir árið 2014. Alls var úthlutað 31 styrk, samtals að upphæð 13 milljónir.

Auglýst var eftir umsóknum um starfsstyrki Hagþenkis í apríl og barst 71 umsókn til félagsins. Til ráðstöfunar voru 13 milljónir. Niðurstaða úthlutunarnefndar var að 31 verkefni fær starfsstyrk. Tíu verkefni fengu hæsta styrk sem er 600.000 kr., eitt 500.000 kr., sex 400.000 kr., þrettán fengu 300.000 kr. og eitt 200.000 kr. Þá hlaut einn umsækjandi handritsstyrk en sex umsóknir bárust.

Í úthlutunarnefnd Hagþenkis 2014 voru Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur, Þorgerður H. Þorvaldsdóttir kynjafræðingur og Kolbrún S. Hjaltadóttir kennari og formaður nefndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×