Ekki fengið á sig mark síðan Þóra samdi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2014 06:30 íris Dögg Gunnarsdóttir hélt hreinu fjórða leikinn í röð á móti Val. vísir/Daníel Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, hélt enn á ný hreinu í fyrrakvöld þegar Fylkir vann 2-0 útisigur á Val í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna. Íris hefur haldið hreinu í öllum leikjum nema einum í sumar og það eru aðeins Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem hafa skorað hjá henni. Nýliðar Fylkis sitja líka í 3. sæti deildarinnar og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Fylkismenn ákváðu samt sem áður að semja við landsliðsmarkvörðinn Þóru B. Helgadóttur í byrjun júní. Íris Dögg var þá nýbúin að fá á sig þrjú mörk í tapleik á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar en hefur haldið marki sínu hreinu síðan fréttist af komu Þóru. „Ég reyni helst ekki að hugsa um þetta. Ég tek bara einn leik í einu og vona það besta,“ sagði Íris Dögg í viðtali við Valtý Björn Valtýsson á Stöð 2 í gærkvöldi. Nú eru liðnar 362 mínútur síðan Íris Dögg fékk síðast á sig mark í Pepsi-deildinni eða Borgunarbikarnum. Stjörnukonan MaeganKelly skoraði það mark sem og hin tvö sem Íris fékk á sig í Garðabænum. „Það hefur verið rosalega góð hvatning til að skoða hlutina hjá sjálfri sér, gera sitt besta og auglýsa sig smá,“ segir hún sallaróleg í samtalinu við Valtý en Íris býst samt ekki við að vera mikið lengur hjá Fylki. „Það má ekkert lið á Íslandi hafa tvo svona góða markmenn þannig það verður eitthvað að gerast,“ segir hún og brosir. Íris Dögg á því kannski bara tvo deildarleiki eftir með Fylki. „Það getur vel verið að ég fari [þegar glugginn opnast]. Ég hef reynt að standa mig vel þannig að vonandi opnast einhverjir gluggar hjá mér. Ég vil halda mér í toppbaráttunni í Pepsi-deildinni en það hefur enginn haft samband ennþá. Mér líður vel hjá Fylki og ég vil ekki fara í neinum leiðindum en ég vil ekki missa af þessu tækifæri og sitja á bekknum það sem eftir er af sumrinu. Það kemur ekki til greina,“ segir Íris Dögg Gunnarsdóttir.Fæst mörk á sig í leik í Pepsi-deildinni: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki (3 mörk á sig/ 6 leikir) - 0,5 Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni (6/6) - 1,0 Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (6/6) - 1,0 Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA (7/6) - 1,2Oftast haldið hreinu í Pepsi-deildinni: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki - 5 sinnum Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki - 4 sinnum Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni - 3 sinnum Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA - 2 sinnum Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, hélt enn á ný hreinu í fyrrakvöld þegar Fylkir vann 2-0 útisigur á Val í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna. Íris hefur haldið hreinu í öllum leikjum nema einum í sumar og það eru aðeins Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem hafa skorað hjá henni. Nýliðar Fylkis sitja líka í 3. sæti deildarinnar og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Fylkismenn ákváðu samt sem áður að semja við landsliðsmarkvörðinn Þóru B. Helgadóttur í byrjun júní. Íris Dögg var þá nýbúin að fá á sig þrjú mörk í tapleik á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar en hefur haldið marki sínu hreinu síðan fréttist af komu Þóru. „Ég reyni helst ekki að hugsa um þetta. Ég tek bara einn leik í einu og vona það besta,“ sagði Íris Dögg í viðtali við Valtý Björn Valtýsson á Stöð 2 í gærkvöldi. Nú eru liðnar 362 mínútur síðan Íris Dögg fékk síðast á sig mark í Pepsi-deildinni eða Borgunarbikarnum. Stjörnukonan MaeganKelly skoraði það mark sem og hin tvö sem Íris fékk á sig í Garðabænum. „Það hefur verið rosalega góð hvatning til að skoða hlutina hjá sjálfri sér, gera sitt besta og auglýsa sig smá,“ segir hún sallaróleg í samtalinu við Valtý en Íris býst samt ekki við að vera mikið lengur hjá Fylki. „Það má ekkert lið á Íslandi hafa tvo svona góða markmenn þannig það verður eitthvað að gerast,“ segir hún og brosir. Íris Dögg á því kannski bara tvo deildarleiki eftir með Fylki. „Það getur vel verið að ég fari [þegar glugginn opnast]. Ég hef reynt að standa mig vel þannig að vonandi opnast einhverjir gluggar hjá mér. Ég vil halda mér í toppbaráttunni í Pepsi-deildinni en það hefur enginn haft samband ennþá. Mér líður vel hjá Fylki og ég vil ekki fara í neinum leiðindum en ég vil ekki missa af þessu tækifæri og sitja á bekknum það sem eftir er af sumrinu. Það kemur ekki til greina,“ segir Íris Dögg Gunnarsdóttir.Fæst mörk á sig í leik í Pepsi-deildinni: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki (3 mörk á sig/ 6 leikir) - 0,5 Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni (6/6) - 1,0 Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (6/6) - 1,0 Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA (7/6) - 1,2Oftast haldið hreinu í Pepsi-deildinni: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki - 5 sinnum Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki - 4 sinnum Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni - 3 sinnum Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA - 2 sinnum
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00