Vill að píanóið virki og gítarinn sé stilltur Gunnar Leó Pálsson skrifar 26. júní 2014 09:30 Tónlistarmaðurinn Tom Odell kemur fram í Eldborgarsalnum í Hörpu í kvöld. Hann ætlar að flytja nýtt efni í bland við eldra. vísir/getty „Ég hlakka mikið til að koma til Íslands, ég hef heyrt góða hluti um landið,“ segir tónlistarmaðurinn Tom Odell, en hann er kominn til landsins og kemur fram á tónleikum í Hörpu í kvöld. Hann komst í sviðsljósið á síðasta ári þegar hann gaf út plötuna Long Way Down og hefur platan fengið prýðisdóma og hlaut til að mynda gagnrýnendaverðlaunin á Brit Awards á síðasta ári. Þá var hann tilnefndur til tvennra verðlauna í ár; sem besti nýliðinn og besti sólólistamaðurinn. „Ég finn auðvitað einhvern mun á öllu eftir að platan kom út en ég hef verið á tónleikaferðalagi síðan hún kom út og í raun frá því áður en hún kom út. Ég er orðinn vanur því að vera á tónleikaferðalagi og finnst frábært að spila á tónleikum, helsti munurinn er kannski sá að áhorfendum á tónleikunum hefur fjölgað mikið,“ segir Odell spurður út í frægðina sem hann hefur öðlast að undanförnu. Hann vinnur þó einnig hörðum höndum að nýrri plötu og nýtur þess að spila nýtt efni á tónleikum sínum. „Ég spila yfirleitt um fjögur til fimm ný lög á tónleikum, mér finnst gaman að sjá viðbrögð fólksins við nýju efni. Það er gott að geta prófað lögin á tónleikum áður en maður hljóðritar þau,“ útskýrir Odell. Hann gerir ráð fyrir að nýja platan komi út á næsta ári. Breski tónlistarmaðurinn er alæta á tónlist og hlustar á allt mögulegt. „Ég hlusta á mismunandi tónlist, er til dæmis að hlusta á nýju Beck-plötuna um þessar mundir. Ég er alltaf að kaupa plötur því ég nærist á tónlist og elska að heyra nýja tónlist, þá lærir maður og uppgötvar svo margt.“ Tom Odell verður þó ekki einn á sviðinu í Eldborg því hann er með hljómsveit með sér. „Ég er með trommuleikara, bassaleikara og gítarleikara með mér, við höfum spilað saman í þrjú til fjögur ár og þeir eru stór hluti af því sem ég geri. Ég er heppinn að hafa þá, við tókum upp síðustu plötu saman og þeir hafa mikil áhrif.“ Odell er nægjusamur og er ekki að flækja hlutina þegar kemur að tónleikahaldi. „Ég er ekki með mikið af ljósum og ekki marga dansara, ég vil bara að píanóið virki og að gítarinn sé stilltur,“ segir Odell léttur í lundu. Tónleikar Toms Odell hefjast klukkan 20.00 í kvöld og fara fram í Eldborgarsalnum í Hörpu. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég hlakka mikið til að koma til Íslands, ég hef heyrt góða hluti um landið,“ segir tónlistarmaðurinn Tom Odell, en hann er kominn til landsins og kemur fram á tónleikum í Hörpu í kvöld. Hann komst í sviðsljósið á síðasta ári þegar hann gaf út plötuna Long Way Down og hefur platan fengið prýðisdóma og hlaut til að mynda gagnrýnendaverðlaunin á Brit Awards á síðasta ári. Þá var hann tilnefndur til tvennra verðlauna í ár; sem besti nýliðinn og besti sólólistamaðurinn. „Ég finn auðvitað einhvern mun á öllu eftir að platan kom út en ég hef verið á tónleikaferðalagi síðan hún kom út og í raun frá því áður en hún kom út. Ég er orðinn vanur því að vera á tónleikaferðalagi og finnst frábært að spila á tónleikum, helsti munurinn er kannski sá að áhorfendum á tónleikunum hefur fjölgað mikið,“ segir Odell spurður út í frægðina sem hann hefur öðlast að undanförnu. Hann vinnur þó einnig hörðum höndum að nýrri plötu og nýtur þess að spila nýtt efni á tónleikum sínum. „Ég spila yfirleitt um fjögur til fimm ný lög á tónleikum, mér finnst gaman að sjá viðbrögð fólksins við nýju efni. Það er gott að geta prófað lögin á tónleikum áður en maður hljóðritar þau,“ útskýrir Odell. Hann gerir ráð fyrir að nýja platan komi út á næsta ári. Breski tónlistarmaðurinn er alæta á tónlist og hlustar á allt mögulegt. „Ég hlusta á mismunandi tónlist, er til dæmis að hlusta á nýju Beck-plötuna um þessar mundir. Ég er alltaf að kaupa plötur því ég nærist á tónlist og elska að heyra nýja tónlist, þá lærir maður og uppgötvar svo margt.“ Tom Odell verður þó ekki einn á sviðinu í Eldborg því hann er með hljómsveit með sér. „Ég er með trommuleikara, bassaleikara og gítarleikara með mér, við höfum spilað saman í þrjú til fjögur ár og þeir eru stór hluti af því sem ég geri. Ég er heppinn að hafa þá, við tókum upp síðustu plötu saman og þeir hafa mikil áhrif.“ Odell er nægjusamur og er ekki að flækja hlutina þegar kemur að tónleikahaldi. „Ég er ekki með mikið af ljósum og ekki marga dansara, ég vil bara að píanóið virki og að gítarinn sé stilltur,“ segir Odell léttur í lundu. Tónleikar Toms Odell hefjast klukkan 20.00 í kvöld og fara fram í Eldborgarsalnum í Hörpu.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira