Dikta í stúdíói í Þýskalandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júní 2014 09:30 „Við förum varla út úr húsi nema þá bara til þess að fara í súpermarkaðinn og þess háttar,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, gítar- og píanóleikari hljómsveitarinnar Diktu en hún er stödd í hljóðveri í Düsseldorf í Þýskalandi um þessar mundir og hljóðritar þar nýja tónlist. Sveitin hefur að undanförnu látið lítið fyrir sér fara og gaf síðast út plötuna Trust Me árið 2011. „Við verðum hérna í tvær vikur og bókstaflega gistum í stúdíóinu,“ segir Haukur Heiðar en þeir félagar eru í hljóðverinu ásamt upptökustjóranum Sky van Hoff. „Við komum hingað í fyrra í nokkra daga og tókum upp með honum tvö lög og vorum gríðarlega sáttir. Hann er upprennandi stjarna hér í Þýskalandi og samstarfið gengur mjög vel,“ bætir Haukur Heiðar við. Hljómsveitin fór út með prufuupptökur að 25 lögum og vinnur nú af kappi í vel völdum lögum. „Við erum mikið að vinna lögin hérna, þróum þau og pródúserum í samvinnu við Sky.“ Haukur Heiðar segist ekki vita hvort þeir nái að klára plötuna úti. „Við vitum ekki hvað við komumst langt með þetta þannig að útgáfutíminn er í lausu lofti. Við ætlum bara að einbeita okkur að því að búa til plötu og svo kemur hún bara út þegar hún er tilbúin,“ segir Haukur Heiðar spurður um mögulegan útgáfutíma. Engir tónleikar eru planaðir hjá sveitinni en hún gerir þó ráð fyrir að koma fram í sumar. „Við tökum líklega einhver gigg í sumar og haust.“ Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við förum varla út úr húsi nema þá bara til þess að fara í súpermarkaðinn og þess háttar,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, gítar- og píanóleikari hljómsveitarinnar Diktu en hún er stödd í hljóðveri í Düsseldorf í Þýskalandi um þessar mundir og hljóðritar þar nýja tónlist. Sveitin hefur að undanförnu látið lítið fyrir sér fara og gaf síðast út plötuna Trust Me árið 2011. „Við verðum hérna í tvær vikur og bókstaflega gistum í stúdíóinu,“ segir Haukur Heiðar en þeir félagar eru í hljóðverinu ásamt upptökustjóranum Sky van Hoff. „Við komum hingað í fyrra í nokkra daga og tókum upp með honum tvö lög og vorum gríðarlega sáttir. Hann er upprennandi stjarna hér í Þýskalandi og samstarfið gengur mjög vel,“ bætir Haukur Heiðar við. Hljómsveitin fór út með prufuupptökur að 25 lögum og vinnur nú af kappi í vel völdum lögum. „Við erum mikið að vinna lögin hérna, þróum þau og pródúserum í samvinnu við Sky.“ Haukur Heiðar segist ekki vita hvort þeir nái að klára plötuna úti. „Við vitum ekki hvað við komumst langt með þetta þannig að útgáfutíminn er í lausu lofti. Við ætlum bara að einbeita okkur að því að búa til plötu og svo kemur hún bara út þegar hún er tilbúin,“ segir Haukur Heiðar spurður um mögulegan útgáfutíma. Engir tónleikar eru planaðir hjá sveitinni en hún gerir þó ráð fyrir að koma fram í sumar. „Við tökum líklega einhver gigg í sumar og haust.“
Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira