Hátt til lofts og vítt til veggja Baldvin Þormóðsson skrifar 3. júlí 2014 15:30 Hildur Elísa og Hilma Kristín spila báðar á klarínett. „Við erum mjög góðar vinkonur og ákváðum að nýta okkur það að við séum báðar í tónlistarnámi,“ segir Hildur Elísa Jónsdóttir en hún stofnaði klarínettudúettinn Dúó Nítsirkasíle ásamt vinkonu sinni Hilmu Kristínu Sveinsdóttur á dögunum. „Við sóttum síðan líka um skapandi sumarstarf í Kópavogi, þannig að við erum svona að slá tvær flugur í einu höggi,“ segir Hildur Elísa en stelpurnar spila mest ný verk eftir tónsmíðanemendur í Listaháskóla Íslands og gamla klassík inni á milli en þær hafa þegar haldið tvenna tónleika sem Dúó Nítsirkasíle og verða þriðju tónleikarnir í kvöld klukkan 20. „Hún Ýr Jóhannsdóttir er með opna vinnustofu heima hjá sér á milli klukkan 17 og 20 og við spilum í beinu framhaldi af því,“ segir Hildur Elísa en á stofutónleikunum verða frumflutt tvö ný verk eftir Hlöðver Sigurðsson og Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur. Ýr Jóhannsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir nýstárlega fatahönnun en hún prjónar undir nafninu Ýrúrarí. Vinnustofan og tónleikarnir fara fram á heimili hennar að Ennishvarfi 13 í Vatnsendanum en aðspurð hvort Hildur Elísa sé ekki stressuð vegna plássleysis segir hún svo ekki vera. „Það er hátt til lofts og vítt til veggja.“ Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum mjög góðar vinkonur og ákváðum að nýta okkur það að við séum báðar í tónlistarnámi,“ segir Hildur Elísa Jónsdóttir en hún stofnaði klarínettudúettinn Dúó Nítsirkasíle ásamt vinkonu sinni Hilmu Kristínu Sveinsdóttur á dögunum. „Við sóttum síðan líka um skapandi sumarstarf í Kópavogi, þannig að við erum svona að slá tvær flugur í einu höggi,“ segir Hildur Elísa en stelpurnar spila mest ný verk eftir tónsmíðanemendur í Listaháskóla Íslands og gamla klassík inni á milli en þær hafa þegar haldið tvenna tónleika sem Dúó Nítsirkasíle og verða þriðju tónleikarnir í kvöld klukkan 20. „Hún Ýr Jóhannsdóttir er með opna vinnustofu heima hjá sér á milli klukkan 17 og 20 og við spilum í beinu framhaldi af því,“ segir Hildur Elísa en á stofutónleikunum verða frumflutt tvö ný verk eftir Hlöðver Sigurðsson og Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur. Ýr Jóhannsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir nýstárlega fatahönnun en hún prjónar undir nafninu Ýrúrarí. Vinnustofan og tónleikarnir fara fram á heimili hennar að Ennishvarfi 13 í Vatnsendanum en aðspurð hvort Hildur Elísa sé ekki stressuð vegna plássleysis segir hún svo ekki vera. „Það er hátt til lofts og vítt til veggja.“
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira