Ökumannslausir bílar Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 3. júlí 2014 07:00 Það er víst komið að því. Google er að þróa ökumannslausa bíla og fullyrða að þeir muni byrja að renna af færibandinu árið 2018. GM, Mercedes-Benz, Audi, Nissan, BMW, Renault og fleiri fyrirtæki hafa einnig gefið út svipaðar tímasetningar. Það eru ekki nema örfá ár í þetta. Það hefur verið talað um ökumannslausa bíla allt frá því að venjulegir bílar voru fundnir upp. Alltaf hefur þetta legið eins og mara á mannkyninu. Það er eins og fólk vilji ekki sitja í ökumannslausum bíl. Ímyndið ykkur að sitja stjarfur í framsætinu í tilviljanakenndri umferð, innan um hjólandi krakka og taumlausa hunda, og láta bílnum það eftir að beygja, bremsa og flauta. Það er hræðileg tilhugsun. Endanlegt egó-hrun einstaklingsins gagnvart tækninni. Verra en þegar Dimmblá vann Kasparov í skák. Ökumannslausir bílar gætu orðið mesta stolt-kynging Bandaríkjamanna síðan þeir drógu herlið sitt til baka frá Víetnam. Um þetta mættu listamenn yrkja. Það benda flestar rannsóknir til þess að slysum myndi fækka ef bílar hefðu ekki ökumenn. Slysin verða oftast vegna mannlegra mistaka. Margir keyra fullir og flestir keyra svangir og pirraðir. Kannski verður litið á vora daga sem ótrúlegt kæruleysi. Þegar allir eldri en sautján höfðu rétt á að setjast upp í tveggja tonna stálhylki og dúndra þeim hvert sem hugurinn girnist. Það eina sem fýsískt stoppar bílstjóra frá því að keyra á gangstéttum eða yfir Klambratúnið er þeirra eigin ábyrgðartilfinning. Fæstir hafa gert það en þegar það verður ekki lengur hægt munum við sakna þess að hafa ekki möguleikann á því. Kannski er kominn tími á að ökumenn þessarar veraldar setjist upp í bíla sína, setji The River með Bruce Springsteen í CD-slottið (sem mun einnig brátt heyra sögunni til) og fari í ökuferð með það í huga að hún gæti verið þeirra síðasta sem þeir stjórna sjálfir. Síðasta lagið á plötunni heitir einmitt: „Wreck on the Highway“ en sem betur fer mun það fremur lýsa sálarástandi mannkyns á öld ökumannslausra bíla en líkamlegu ástandi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun
Það er víst komið að því. Google er að þróa ökumannslausa bíla og fullyrða að þeir muni byrja að renna af færibandinu árið 2018. GM, Mercedes-Benz, Audi, Nissan, BMW, Renault og fleiri fyrirtæki hafa einnig gefið út svipaðar tímasetningar. Það eru ekki nema örfá ár í þetta. Það hefur verið talað um ökumannslausa bíla allt frá því að venjulegir bílar voru fundnir upp. Alltaf hefur þetta legið eins og mara á mannkyninu. Það er eins og fólk vilji ekki sitja í ökumannslausum bíl. Ímyndið ykkur að sitja stjarfur í framsætinu í tilviljanakenndri umferð, innan um hjólandi krakka og taumlausa hunda, og láta bílnum það eftir að beygja, bremsa og flauta. Það er hræðileg tilhugsun. Endanlegt egó-hrun einstaklingsins gagnvart tækninni. Verra en þegar Dimmblá vann Kasparov í skák. Ökumannslausir bílar gætu orðið mesta stolt-kynging Bandaríkjamanna síðan þeir drógu herlið sitt til baka frá Víetnam. Um þetta mættu listamenn yrkja. Það benda flestar rannsóknir til þess að slysum myndi fækka ef bílar hefðu ekki ökumenn. Slysin verða oftast vegna mannlegra mistaka. Margir keyra fullir og flestir keyra svangir og pirraðir. Kannski verður litið á vora daga sem ótrúlegt kæruleysi. Þegar allir eldri en sautján höfðu rétt á að setjast upp í tveggja tonna stálhylki og dúndra þeim hvert sem hugurinn girnist. Það eina sem fýsískt stoppar bílstjóra frá því að keyra á gangstéttum eða yfir Klambratúnið er þeirra eigin ábyrgðartilfinning. Fæstir hafa gert það en þegar það verður ekki lengur hægt munum við sakna þess að hafa ekki möguleikann á því. Kannski er kominn tími á að ökumenn þessarar veraldar setjist upp í bíla sína, setji The River með Bruce Springsteen í CD-slottið (sem mun einnig brátt heyra sögunni til) og fari í ökuferð með það í huga að hún gæti verið þeirra síðasta sem þeir stjórna sjálfir. Síðasta lagið á plötunni heitir einmitt: „Wreck on the Highway“ en sem betur fer mun það fremur lýsa sálarástandi mannkyns á öld ökumannslausra bíla en líkamlegu ástandi þeirra.