Menning

Gerir útvarpsþátt og ljóðabók og krotar

Alma Mjöll Ólafsdóttir hefur vakið athygli fyrir bók sína 10.01 Nótt.
Alma Mjöll Ólafsdóttir hefur vakið athygli fyrir bók sína 10.01 Nótt.
Alma Mjöll Ólafsdóttir, rithöfundur svarar tíu spurningum.

Þegar ég var ung hélt ég að…ég vissi allt.



Núna veit ég þó… að ég veit ósköp lítið um allt. En það er svo gott.



Ég mun eflaust aldrei skilja…hvað verður um sokkana mína, kveikjarana og hárteygjurnar.



Ég hef engan sérstakan áhuga á…að nenna þessari rigningu.

Karlmenn eru…ekki kettlingar.



Ég hef lært að maður á alls ekki að…gera eitthvað þegar það er best að gera ekki neitt. Gullna reglan: Alltaf gera ekki neitt. (þessari reglu er sérstaklega beint til spennufíkla) höf. reglu Frank Arthur Blöndahl.



Ég fæ samviskubit þegar ég… gleymi að namedroppa Heklu og Ljónínu Ben í viðtölum… BÚMM

.


Ég slekk á sjónvarpinu þegar…RÚV er með kjaftæði sbr. spænska sápuóperan og Wallander.



Um þessar mundir er ég upptekin af…því að búa til pilot-útvarpsþátt, skrifa ljóðabók og krota

.


Ég vildi óska að fleiri vissu af…bókinni minni 10.01 Nótt sem er seld í Máli og menningu, Iðu og bókasölu stúdenta!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×