Menning

Baldursbrá í Langholtskirkju í kvöld

Höfundur óperunnar og stjórnandi hljómsveitarinnar er Gunnsteinn Ólafsson.
Höfundur óperunnar og stjórnandi hljómsveitarinnar er Gunnsteinn Ólafsson. Mynd/Úr einkasafni
Ævintýraóperan Baldursbrá, sem var frumflutt á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði, verður flutt í Langholtskirkju í kvöld klukkan 20. Að sögn höfundar voru viðtökur á Siglufirði svo góðar að þakið ætlaði bókstaflega að rifna af kirkjunni í fagnaðarlátunum.



Ævintýraóperan Baldursbrá er eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson. Tónlistin er að hluta byggð á íslenskum þjóðlögum en þar bregður einnig fyrir rappi og fjörlegum dönsum. Söngvarar eru Fjóla Nikulásdóttir í hlutverki Baldursbrár, Eyjólfur Eyjólfsson í hlutverki Spóa, Jón Svavar Jósefsson er Rebbi, Davíð Ólafsson syngur Hrútinn og átta börn eru í hlutverki yrðlinganna. 16 manna kammersveit leikur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Hér er um tónleikauppfærslu að ræða. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×