Við ætlum okkur á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. júlí 2014 06:00 Það er verið að blása í herlúðra hjá kvennalandsliðinu og liðið stefnir hátt. Ívar Ásgrímsson er þjálfari liðsins. fréttablaðið/valli Íslenska kvennalandsliðið spilar sinn fyrsta heimaleik í fimm ár í kvöld er stelpurnar spila vináttulandsleik gegn Dönum að Ásvöllum klukkan 19.15. Liðin mætast svo í Stykkishólmi á morgun en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki um miðjan mánuðinn. „Það er frábært framtak hjá KKÍ að vera með þessa heimaleiki. Ein af ástæðunum fyrir því að ég tók þetta starf að mér er sú að KKÍ er að fara að leggja meira í kvennalandsliðið og styðja við bakið á stelpunum,“ segir Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfari en þetta verða hans fyrstu verkefni með liðið síðan hann tók við starfinu af Sverri Sverrissyni. „Stefnan er sú að ná árangri og komast í Evrópukeppni. Það er nóg af verkefnum framundan. Við stefnum að því að fá leiki um jólin og svo eru það smáþjóðaleikarnir. Ef við vinnum Evrópukeppni smáþjóða þá bíður okkar sjálf Evrópukeppnin næsta sumar. Þangað ætlum við að komast.“ Rekstur KKÍ hefur lengi verið erfiður og árið 2009 var landsliðið lagt niður í þrjú ár. Nú eru breyttir tímar og á að spýta hraustlega í lófana. Hvað sér þjálfarinn samt að liðið geti náð langt á næstu árum? „Ég er nýtekinn við og svo þurfum við að sjá hvernig gengur í sumar. Við erum samt með nokkuð ungt lið í bland við leikreyndar stelpur. Eins og ég segi ætlum við okkur í Evrópukeppni A-liða næsta sumar og vinna þetta mót sem við erum á leið í núna,“ segir Ívar ákveðinn. En er innistæða fyrir því að komast með þetta lið á EM A-þjóða? „Ég er á því. Í dag erum við sterkari í kringum teiginn en oft áður. Við erum með stærri stelpur. Hildur Björg úr Hólminum er á leið til Bandaríkjanna og ég býst við miklu af henni í framtíðinni enda hefur hún verið að taka gríðarlegum framförum. Svo erum við líka með Bryndísi Guðmunds, Rögnu Margréti og Marín Laufey. Þetta eru mjög sterkar stelpur í teignum,“ segir þjálfarinn og bætir við að það muni síðan mikið um að eiga frábæran leikmann eins og Helenu Sverrisdóttur. „Helena er á heimsmælikvarða. og það mun auðvitað mikið mæða á henni. Þetta er svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar og verður gaman að byggja þetta lið upp.“ Þar sem það er langt síðan stelpurnar spiluðu síðast býst Ívar ekki við of miklu í leik kvöldsins og fagnar því að fá æfingaleikina. Þeir séu nauðsynlegir í undirbúningi fyrir mótið í Austurríki. „Það eru um þrír mánuðir síðan stelpurnar spiluðu síðast og því vantar eðlilega upp á leikformið. Við þurfum nauðsynlega að fá þessa leiki gegn Dönum og ég býst við því að í fyrri leiknum verði stelpurnar svolítið stirðar. Ég held að liðið verði strax orðið betra í seinni leiknum í Hólminum,“ segir landsliðsþjálfarinn en hann á von á tveim hörkuleikjum gegn dönsku liði sem er undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. „Hrannar kemur með mjög sterkt lið til landsins. Leikir þessara þjóða hafa verið mjög jafnir í gegnum tíðina þó svo Danir hafi verið að vinna okkur á Norðurlandamótinu. Ég mun keyra mikið á liðinu í þessum leikjum og við verðum að hugsa um að hlaupa rétt. Gera það sem við höfum verið að æfa. “ Ívar er ekki að stýra landsliðinu í fyrsta skipti en hann var síðast með liðið árið 2004. „Þá voru Helena, María Ben og Bryndís að spila sína fyrstu landsleiki en nú eru þær leikreyndustu leikmennirnir,“ segir hann. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Man óljóst eftir fyrsta landsleiknum Hildur Sigurðardóttir mun að öllu óbreyttu slá landsleikjametið hjá A-landsliði kvenna í Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki. 8. júlí 2014 06:00 Hrannar vann sinn fyrsta sigur sem landsliðsþjálfari Dana Danska kvennalandsliðið í körfubolta vann og tapaði í tveimur vináttulandsleikjum í Austurríki um helgina en þetta voru tveir fyrstu leikir danska liðsins undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. 6. júlí 2014 20:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar sinn fyrsta heimaleik í fimm ár í kvöld er stelpurnar spila vináttulandsleik gegn Dönum að Ásvöllum klukkan 19.15. Liðin mætast svo í Stykkishólmi á morgun en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki um miðjan mánuðinn. „Það er frábært framtak hjá KKÍ að vera með þessa heimaleiki. Ein af ástæðunum fyrir því að ég tók þetta starf að mér er sú að KKÍ er að fara að leggja meira í kvennalandsliðið og styðja við bakið á stelpunum,“ segir Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfari en þetta verða hans fyrstu verkefni með liðið síðan hann tók við starfinu af Sverri Sverrissyni. „Stefnan er sú að ná árangri og komast í Evrópukeppni. Það er nóg af verkefnum framundan. Við stefnum að því að fá leiki um jólin og svo eru það smáþjóðaleikarnir. Ef við vinnum Evrópukeppni smáþjóða þá bíður okkar sjálf Evrópukeppnin næsta sumar. Þangað ætlum við að komast.“ Rekstur KKÍ hefur lengi verið erfiður og árið 2009 var landsliðið lagt niður í þrjú ár. Nú eru breyttir tímar og á að spýta hraustlega í lófana. Hvað sér þjálfarinn samt að liðið geti náð langt á næstu árum? „Ég er nýtekinn við og svo þurfum við að sjá hvernig gengur í sumar. Við erum samt með nokkuð ungt lið í bland við leikreyndar stelpur. Eins og ég segi ætlum við okkur í Evrópukeppni A-liða næsta sumar og vinna þetta mót sem við erum á leið í núna,“ segir Ívar ákveðinn. En er innistæða fyrir því að komast með þetta lið á EM A-þjóða? „Ég er á því. Í dag erum við sterkari í kringum teiginn en oft áður. Við erum með stærri stelpur. Hildur Björg úr Hólminum er á leið til Bandaríkjanna og ég býst við miklu af henni í framtíðinni enda hefur hún verið að taka gríðarlegum framförum. Svo erum við líka með Bryndísi Guðmunds, Rögnu Margréti og Marín Laufey. Þetta eru mjög sterkar stelpur í teignum,“ segir þjálfarinn og bætir við að það muni síðan mikið um að eiga frábæran leikmann eins og Helenu Sverrisdóttur. „Helena er á heimsmælikvarða. og það mun auðvitað mikið mæða á henni. Þetta er svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar og verður gaman að byggja þetta lið upp.“ Þar sem það er langt síðan stelpurnar spiluðu síðast býst Ívar ekki við of miklu í leik kvöldsins og fagnar því að fá æfingaleikina. Þeir séu nauðsynlegir í undirbúningi fyrir mótið í Austurríki. „Það eru um þrír mánuðir síðan stelpurnar spiluðu síðast og því vantar eðlilega upp á leikformið. Við þurfum nauðsynlega að fá þessa leiki gegn Dönum og ég býst við því að í fyrri leiknum verði stelpurnar svolítið stirðar. Ég held að liðið verði strax orðið betra í seinni leiknum í Hólminum,“ segir landsliðsþjálfarinn en hann á von á tveim hörkuleikjum gegn dönsku liði sem er undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. „Hrannar kemur með mjög sterkt lið til landsins. Leikir þessara þjóða hafa verið mjög jafnir í gegnum tíðina þó svo Danir hafi verið að vinna okkur á Norðurlandamótinu. Ég mun keyra mikið á liðinu í þessum leikjum og við verðum að hugsa um að hlaupa rétt. Gera það sem við höfum verið að æfa. “ Ívar er ekki að stýra landsliðinu í fyrsta skipti en hann var síðast með liðið árið 2004. „Þá voru Helena, María Ben og Bryndís að spila sína fyrstu landsleiki en nú eru þær leikreyndustu leikmennirnir,“ segir hann.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Man óljóst eftir fyrsta landsleiknum Hildur Sigurðardóttir mun að öllu óbreyttu slá landsleikjametið hjá A-landsliði kvenna í Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki. 8. júlí 2014 06:00 Hrannar vann sinn fyrsta sigur sem landsliðsþjálfari Dana Danska kvennalandsliðið í körfubolta vann og tapaði í tveimur vináttulandsleikjum í Austurríki um helgina en þetta voru tveir fyrstu leikir danska liðsins undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. 6. júlí 2014 20:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Man óljóst eftir fyrsta landsleiknum Hildur Sigurðardóttir mun að öllu óbreyttu slá landsleikjametið hjá A-landsliði kvenna í Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki. 8. júlí 2014 06:00
Hrannar vann sinn fyrsta sigur sem landsliðsþjálfari Dana Danska kvennalandsliðið í körfubolta vann og tapaði í tveimur vináttulandsleikjum í Austurríki um helgina en þetta voru tveir fyrstu leikir danska liðsins undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. 6. júlí 2014 20:45
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum