Menning

Ég fann pönkið í mér

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Þemað hjá mér er nýtni og sjálfbærni,“ segir Gunnhildur.
"Þemað hjá mér er nýtni og sjálfbærni,“ segir Gunnhildur. Mynd/Douglas Arthur
Gunnhildur er að koma úr sundlauginni á Ísafirði með sínum fjórum strákum og það er líflegt í kringum hana þegar hún svarar í símann. En það truflar hana ekki í að segja mér frá listsýningunni Regnbogapönk sem hún ætlar að opna á morgun klukkan fimm í Slunkaríki, Aðalstræti 7 á Ísafirði.

„Ég fann pönkið í mér og þemað hjá mér er nýtni og sjálfbærni. Verkin mín endurspegla það,“ segir Gunnhildur. „Það birtir visst viðhorf til lífsins að búa til eitthvað úr hlutum sem maður á til og gerir sjálfur.“

glysrokkpönk Fimm stelpur slamma boðorðin. Mynd/Úr einkasafni
Sjónvarp með vígtennur heitir einn skúlptúrinn. „Í vídeóverki sem þar er sýnt eru fimm stelpur að slamma boðorðin tíu,“ útskýrir listakonan og kveðst vera að krítisera raunveruleikasjónvarp þar sem fólk sé annaðhvort rakkað niður eða oflofað. Gunnhildur er líka að gefa út ljóðabókina Gerðu það sjálf ljóð/DIY Poetry sem er bæði á ensku og íslensku og er með hana á sýningunni. „Þetta er býsna blandað efni en hefur þó yfir sér ákveðna heild,“ segir hún.

Sýningin stendur til 9. ágúst, Slunkaríki er opið alla daga milli 12 og 22 og aðgangur er ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×