Efla sýnileika safna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. júlí 2014 10:00 Elísabet Pétursdóttir. "Frumkvæðið kom frá söfnunum sjálfum og söfn um allt land taka þátt í deginum.“ Vísir/Valli „Safnadagurinn hefur verið haldinn í þessari mynd síðan 1997, en þetta byrjaði snemma á tíunda áratug síðustu aldar,“ segir Elísabet Pétursdóttir, verkefnastjóri hjá Félagi íslenskra safna og safnmanna, um tildrög Íslenska safnadagsins sem er á morgun. „Frumkvæðið kom frá söfnunum sjálfum og söfn um allt land taka þátt í deginum. Þau eru ekki öll með sérstaka dagskrá í tilefni dagsins, þótt mörg þeirra séu það, heldur er verið að kynna það sem er að gerast í söfnum landsins núna.“ Markmiðið með deginum er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar og þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og skemmtunar sem finna má á söfnum. „Við erum alltaf að reyna að efla sýnileika íslenskra safna og koma því fjölbreytta starfi sem þar er unnið á framfæri,“ segir Elísabet. „Það er ókeypis aðgangur á langflestum stöðum, en mörg safnanna úti á landi hafa einfaldlega ekki bolmagn til þess. Sum safnanna eru líka með annan opnunartíma á morgun, en þetta er ekki eins og á safnanótt þegar opið er til miðnættis, það er rétt að undirstrika það til að forðast misskilning.“ Söfn um land allt taka þátt í deginum og bjóða þau mörg upp á sérstaka dagskrá í tilefni hans. Í Hafnarborg er fjölskylduleiðsögn, um sýninguna Ummerki sköpunar, þar sem listaverk frá ýmsum tímum eru skoðuð og skeggrædd með hjálp undarlegra eða mjög venjulegra hluta sem allir þekkja en tengja ekki endilega við listir. Í Þjóðminjasafni er leiðsögn um grunnsýningu safnsins og á Listasafni Einars Jónssonar býður starfsfólk safnsins gestum í samtal um valdar styttur á safninu – Tölum saman um stytturnar á safninu. Á Gljúfrasteini eru tónleikar, í Menningarmiðstöð Þingeyinga er aldarafmælissýning Héraðssambands Þingeyinga og farandsýning Þjóðminjasafnsins, Snertið ekki jörðina – leikir 10 ára barna. Í Norska húsinu í Stykkishólmi er sýningin Pixlaður tími – sjónrænt samtal við fortíðina og þjóðbúningahátíð – svo fátt eitt sé nefnt. Dagskrána í heild má finna á safnmenn.is og safnabokin.is. Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Safnadagurinn hefur verið haldinn í þessari mynd síðan 1997, en þetta byrjaði snemma á tíunda áratug síðustu aldar,“ segir Elísabet Pétursdóttir, verkefnastjóri hjá Félagi íslenskra safna og safnmanna, um tildrög Íslenska safnadagsins sem er á morgun. „Frumkvæðið kom frá söfnunum sjálfum og söfn um allt land taka þátt í deginum. Þau eru ekki öll með sérstaka dagskrá í tilefni dagsins, þótt mörg þeirra séu það, heldur er verið að kynna það sem er að gerast í söfnum landsins núna.“ Markmiðið með deginum er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar og þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og skemmtunar sem finna má á söfnum. „Við erum alltaf að reyna að efla sýnileika íslenskra safna og koma því fjölbreytta starfi sem þar er unnið á framfæri,“ segir Elísabet. „Það er ókeypis aðgangur á langflestum stöðum, en mörg safnanna úti á landi hafa einfaldlega ekki bolmagn til þess. Sum safnanna eru líka með annan opnunartíma á morgun, en þetta er ekki eins og á safnanótt þegar opið er til miðnættis, það er rétt að undirstrika það til að forðast misskilning.“ Söfn um land allt taka þátt í deginum og bjóða þau mörg upp á sérstaka dagskrá í tilefni hans. Í Hafnarborg er fjölskylduleiðsögn, um sýninguna Ummerki sköpunar, þar sem listaverk frá ýmsum tímum eru skoðuð og skeggrædd með hjálp undarlegra eða mjög venjulegra hluta sem allir þekkja en tengja ekki endilega við listir. Í Þjóðminjasafni er leiðsögn um grunnsýningu safnsins og á Listasafni Einars Jónssonar býður starfsfólk safnsins gestum í samtal um valdar styttur á safninu – Tölum saman um stytturnar á safninu. Á Gljúfrasteini eru tónleikar, í Menningarmiðstöð Þingeyinga er aldarafmælissýning Héraðssambands Þingeyinga og farandsýning Þjóðminjasafnsins, Snertið ekki jörðina – leikir 10 ára barna. Í Norska húsinu í Stykkishólmi er sýningin Pixlaður tími – sjónrænt samtal við fortíðina og þjóðbúningahátíð – svo fátt eitt sé nefnt. Dagskrána í heild má finna á safnmenn.is og safnabokin.is.
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira