Safnar fyrir Djáknanum á Myrká Kristjana Arnarsdóttir skrifar 14. júlí 2014 10:00 Sandra ætlar ekki að láta staðar numið við Djáknann á Myrká. Næst ætlar hún að teikna Búkollu. „Ef við náum takmarkinu vil ég búa til seríu um íslensk ævintýri, safna þeim saman í harðspjalda bók og selja í búðum,“ segir Sandra Rós Björnsdóttir, en Sandra safnar nú fyrir útgáfu teiknimyndasögu um hið íslenska ævintýri, Djáknann á Myrká, á vefsíðunni Kickstarter.com. Sandra er búsett í San Francisco og lauk námi við Academy of Art University í fyrra en þar í borg er haldinn dagur tileinkaður myndasögum í október ár hvert. Hún tók sig til og teiknaði upp heila myndasögu um djáknann en hún hefur eytt undanförnum mánuðum í að fínpússa og endurhanna söguna. Áhuginn á myndasögum er ekki nýr af nálinni en Sandra hefur teiknað frá unga aldri. „Ég teiknaði nokkrar myndasögur þegar ég var krakki, þar á meðal Lúlla, lukkulegasta hund heims og Rassaskelli, fjórtánda jólasveininn.“Úr sögunni um Djáknann á Myrká.Sandra segir söfnunina á Kickstarter ganga vel. „Við erum komin með um 40% af takmarkinu en fjáröflunin verður í gangi til 1. ágúst. Nokkrar bókabúðir hafa sýnt áhuga á að kaupa eintök þannig að svo lengi sem við fáum fjármagn fyrir fyrstu prentuninni þá er góður möguleiki á því að Djákninn verði farsæl myndasaga,“ segir Sandra, en næsta ævintýri sem gert verður að myndasögu verður sagan um Búkollu. Hægt er að taka þátt í söfnuninni inn á Kickstarter hér. Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ef við náum takmarkinu vil ég búa til seríu um íslensk ævintýri, safna þeim saman í harðspjalda bók og selja í búðum,“ segir Sandra Rós Björnsdóttir, en Sandra safnar nú fyrir útgáfu teiknimyndasögu um hið íslenska ævintýri, Djáknann á Myrká, á vefsíðunni Kickstarter.com. Sandra er búsett í San Francisco og lauk námi við Academy of Art University í fyrra en þar í borg er haldinn dagur tileinkaður myndasögum í október ár hvert. Hún tók sig til og teiknaði upp heila myndasögu um djáknann en hún hefur eytt undanförnum mánuðum í að fínpússa og endurhanna söguna. Áhuginn á myndasögum er ekki nýr af nálinni en Sandra hefur teiknað frá unga aldri. „Ég teiknaði nokkrar myndasögur þegar ég var krakki, þar á meðal Lúlla, lukkulegasta hund heims og Rassaskelli, fjórtánda jólasveininn.“Úr sögunni um Djáknann á Myrká.Sandra segir söfnunina á Kickstarter ganga vel. „Við erum komin með um 40% af takmarkinu en fjáröflunin verður í gangi til 1. ágúst. Nokkrar bókabúðir hafa sýnt áhuga á að kaupa eintök þannig að svo lengi sem við fáum fjármagn fyrir fyrstu prentuninni þá er góður möguleiki á því að Djákninn verði farsæl myndasaga,“ segir Sandra, en næsta ævintýri sem gert verður að myndasögu verður sagan um Búkollu. Hægt er að taka þátt í söfnuninni inn á Kickstarter hér.
Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“