Menning

Ný bók frá Oddnýju Eiri

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Oddný Eir. Að sögn er nýja skáldsagan ólík fyrri bókum Oddnýjar.
Oddný Eir. Að sögn er nýja skáldsagan ólík fyrri bókum Oddnýjar. Vísir/Anton
Oddný Eir Ævarsdóttir ku vera að leggja lokahönd á skáldsögu. Að sögn Guðrúnar Vilmundardóttur, útgáfustjóra Bjarts, er hún ólík hennar fyrri bókum en samt er þar sleginn tónn sem lesendur hennar kannast við og þykir vænt um.



Fyrri bækur Oddnýjar, Opnun kryppunnar, Heim til míns hjarta, Jarðnæði og prósabókin Slátur/Slaughter hlutu mikið lof og hlaut Oddný Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, árið 2012 fyrir Jarðnæði auk þess sem sú bók var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×