Baldur og Konni fá eigið lag Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. júlí 2014 09:30 Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður er hér ásamt góðum vini, brúðunni Konna, sem býr á Þjóðminjasafninu. „Jú, það er rétt,“ segir Stuðmaðurinn síkáti, Jakob Frímann Magnússon, spurður út í hvort nýtt lag sé væntanlegt frá Stuðmönnum. Hljómsveitin vinnur nú hörðum höndum í hljóðveri við smíði nýs lags. „Lagið er tileinkað lífseigustu skemmtikröftum Tívolígarðsins, dúettinum sem átti íslenska skemmtanabransann um árabil, þeim Baldri og Konna,“ segir Jakob Frímann. Lagið ber einfaldlega titilinn Baldur og Konni, í höfuðið á búktalaranum Baldri Georgssyni og brúðunni Konna. „Baldur Georgs var íslenskur Tékki, en þó líklega óútfylltur því það virtist nóg til í hans andans ranni. Hann var frábærlega hæfileikaríkur og skemmtilegur. Þeir Konni skemmtu í þrettán ár samfellt í Tívolígarðinum og sá ég þessar hetjur þar og í Vesturveri,“ segir Jakob Frímann. Hann á einnig sína sögu sem búktalari. „Nítján vetra flutti ég til Bretlands og nam þar meðal annars búktal hjá innfæddum búktalara og eignaðist mína eigin brúðu.“ Jakob kom fram með hana nokkrum sinnum á tónleikaferðalagi Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi, en því miður var brúðunni stolið á Selfossi. „Þetta var eini dúkkuleikurinn sem ég tók þátt í,“ segir Jakob sem auglýsir jafnframt eftir fleiri búktölurum hér á landi. „Ef búktalari gefur sig ekki fram, þá þarf ég að feta þessa braut á nýjan leik.“Stuðmenn eru einnig á leið í myndabandagerð við lagið. „Þetta er myndbandagerð til að endurreisa orðstír Baldurs og Konna, sem er löngu tímabært.“ Lagasmíðin og myndabandagerðin tengist tónleikunum Stuðmanna sem fram fara í Hörpu þann 6. september en uppselt er á tónleikana. Það verða þó haldnir aukatónleikar og hefst miðasala á þá þann 12. ágúst. Hin goðsagnakennda hljómplata, Tívolí-platan myndar grunninn á þessum tónleikum. „Efni plötunnar er endurútsett, búið að breyta og bæta. Við flytjum svo einnig þessa stærstu og helstu smelli sveitarinnar.“ bætir Jakob við. Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Jú, það er rétt,“ segir Stuðmaðurinn síkáti, Jakob Frímann Magnússon, spurður út í hvort nýtt lag sé væntanlegt frá Stuðmönnum. Hljómsveitin vinnur nú hörðum höndum í hljóðveri við smíði nýs lags. „Lagið er tileinkað lífseigustu skemmtikröftum Tívolígarðsins, dúettinum sem átti íslenska skemmtanabransann um árabil, þeim Baldri og Konna,“ segir Jakob Frímann. Lagið ber einfaldlega titilinn Baldur og Konni, í höfuðið á búktalaranum Baldri Georgssyni og brúðunni Konna. „Baldur Georgs var íslenskur Tékki, en þó líklega óútfylltur því það virtist nóg til í hans andans ranni. Hann var frábærlega hæfileikaríkur og skemmtilegur. Þeir Konni skemmtu í þrettán ár samfellt í Tívolígarðinum og sá ég þessar hetjur þar og í Vesturveri,“ segir Jakob Frímann. Hann á einnig sína sögu sem búktalari. „Nítján vetra flutti ég til Bretlands og nam þar meðal annars búktal hjá innfæddum búktalara og eignaðist mína eigin brúðu.“ Jakob kom fram með hana nokkrum sinnum á tónleikaferðalagi Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi, en því miður var brúðunni stolið á Selfossi. „Þetta var eini dúkkuleikurinn sem ég tók þátt í,“ segir Jakob sem auglýsir jafnframt eftir fleiri búktölurum hér á landi. „Ef búktalari gefur sig ekki fram, þá þarf ég að feta þessa braut á nýjan leik.“Stuðmenn eru einnig á leið í myndabandagerð við lagið. „Þetta er myndbandagerð til að endurreisa orðstír Baldurs og Konna, sem er löngu tímabært.“ Lagasmíðin og myndabandagerðin tengist tónleikunum Stuðmanna sem fram fara í Hörpu þann 6. september en uppselt er á tónleikana. Það verða þó haldnir aukatónleikar og hefst miðasala á þá þann 12. ágúst. Hin goðsagnakennda hljómplata, Tívolí-platan myndar grunninn á þessum tónleikum. „Efni plötunnar er endurútsett, búið að breyta og bæta. Við flytjum svo einnig þessa stærstu og helstu smelli sveitarinnar.“ bætir Jakob við.
Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira