Fyrirsætur á barmi heimsfrægðar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. júlí 2014 11:30 vísir/getty Englar nærfatarisans Victoria’s Secret hafa margir hverjir náð alsheimsfrægð eftir að hafa spókað sig á tískupöllum merkisins. Ber þar helst að nefna Gisele, Heidi Klum, Tyru Banks og Miröndu Kerr. Nú eru hins vegar nýir englar tilbúnir að taka við keflinu og sigra fyrirsætubransann, jafnt á tískupallinum sem utan hans.Kasia Struss26 áraHæð 1,79 m Kasia er pólsk og var uppgötvuð 2005 þegar hún sendi myndir af sér til unglingatímarits. Hún hefur unnið fyrir merki á borð við Marc Jacobs og DKNY.Jasmine Tookes23 áraHæð 1,75 m Jasmine sást fyrst í auglýsingaherferðum fyrir Ugg Boots og Gap árið 2010. Modles.com valdi hana eina af tíu bestu, nýju fyrirsætunum árið 2011.Martha Hunt25 áraHæð 1,78 m Martha var uppgötvuð af ljósmyndara í Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum og gekk fyrst tískupallana fyrir Issey Miyake á tískuvikunni í París árið 2007.Toni Garrn22 áraHæð 1,83 m Þýska fyrirsætan var uppgötvuð þegar hún var þrettán ára og þreytti frumraun sína á tískupöllunum tveimur árum síðar fyrir Calvin Klein. Hún hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að hún byrjaði með leikaranum Leonardo DiCaprio í fyrra.Lais Ribeiro23 áraHæð 1,80 m Brasilíska fyrirsætan byrjaði í bransanum árið 2009 og fékk stuttu seinna að ganga tískupallana fyrir stór merki, til dæmis Chanel, Louis Vuitton, Gucci, Dolce & Gabbana, Versace og Marc Jacobs.Barbara Palvin20 áraHæð 1,75 m Ungverska fyrirsætan Barbara Palvin var uppgötvuð á götum Búdapest þegar hún var aðeins þrettán ára. Hún hefur gengið pallana fyrir hönnuði á borð við Louis Vuitton, Miu Miu og Vivienne Westwood. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Englar nærfatarisans Victoria’s Secret hafa margir hverjir náð alsheimsfrægð eftir að hafa spókað sig á tískupöllum merkisins. Ber þar helst að nefna Gisele, Heidi Klum, Tyru Banks og Miröndu Kerr. Nú eru hins vegar nýir englar tilbúnir að taka við keflinu og sigra fyrirsætubransann, jafnt á tískupallinum sem utan hans.Kasia Struss26 áraHæð 1,79 m Kasia er pólsk og var uppgötvuð 2005 þegar hún sendi myndir af sér til unglingatímarits. Hún hefur unnið fyrir merki á borð við Marc Jacobs og DKNY.Jasmine Tookes23 áraHæð 1,75 m Jasmine sást fyrst í auglýsingaherferðum fyrir Ugg Boots og Gap árið 2010. Modles.com valdi hana eina af tíu bestu, nýju fyrirsætunum árið 2011.Martha Hunt25 áraHæð 1,78 m Martha var uppgötvuð af ljósmyndara í Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum og gekk fyrst tískupallana fyrir Issey Miyake á tískuvikunni í París árið 2007.Toni Garrn22 áraHæð 1,83 m Þýska fyrirsætan var uppgötvuð þegar hún var þrettán ára og þreytti frumraun sína á tískupöllunum tveimur árum síðar fyrir Calvin Klein. Hún hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að hún byrjaði með leikaranum Leonardo DiCaprio í fyrra.Lais Ribeiro23 áraHæð 1,80 m Brasilíska fyrirsætan byrjaði í bransanum árið 2009 og fékk stuttu seinna að ganga tískupallana fyrir stór merki, til dæmis Chanel, Louis Vuitton, Gucci, Dolce & Gabbana, Versace og Marc Jacobs.Barbara Palvin20 áraHæð 1,75 m Ungverska fyrirsætan Barbara Palvin var uppgötvuð á götum Búdapest þegar hún var aðeins þrettán ára. Hún hefur gengið pallana fyrir hönnuði á borð við Louis Vuitton, Miu Miu og Vivienne Westwood.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira